Skotvopnaumræðan

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Mar 2012 13:30

Fréttir frá Ísnes

15.mar.2012 Þá er komin ný túlkun á reglugerðinni um skotvopn, þar sem t.d. 9mm byssurnar detta alveg út og eins verður mönnum einungis gert kleift að eignast 2 sérleyfisbyssur á hverju 12 mánaða tímabili
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Mar 2012 14:29

Já, það mátti svosem búast við þessu. Sögusagnir eru um að ástæðan sé að einhverjir aðilar hafi ætlað að flytja inn Glock, sem er eins langt frá því að vera íþróttabyssur og hugsast getur, og hafið sig mikið frami við það. Þetta hafi verið viðbrögðin við því. Ég sel þetta þó ekki dýrara en ég keypti það.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af Pálmi » 15 Mar 2012 16:50

Ég get ekki séð munin á 9mm Glock og 9mm CZ sem íþróttabyssum, það er t,d búð að flytja inn fullt af CZ, eini munurinn er nafnið.


KV Pálmi
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Mar 2012 17:04

Sæll Pálmi og velkominn á spjallborðið :)

Þær 9mm CZ sem hafa verið fluttar inn eru með stillanlegum nákvæmum keppnisgikk og eru single action. Munurinn er sá að 9mm CZ Tactical sport er hönnuð sem keppnisbyssa. Glockinn má ekki einusinni nota í keppni hér heima. Ég hef skotið töluvert úr báðum byssum. Glockinn býður ekki uppá stillanlegan gikk nema að breyta þurfi öllu innviði byssunar. Ekki er hægt að setja önnu skepti á hann og síðast en ekki síst er Glock með polygon hlaup og því ekki hægt að skjóta blýkúlum, aðeins koparhúðuðum en einmitt þannig kúlur eru bannaðar í greinum sem eru viðurkenndar hér heima. Glock er með allt of þungan gikk fyrir nákvæmnisskotfimi og er í raun frábær skammbyssa fyrir allt nema nákvæmnisskotfimi. Hún bara er ónothæf í það þar sem það má ekki einusinni keppa með henni. CZ er hinsvegar með frábæran gikk og hún tjúnuð fyrir markskotfimi. Þær eru því eins ólíkar og hugsast getur fyrir utan að nota 9mm kúlur.

Þannig get ég skilið þennan rökstuðning að því leyti að undanþágan nær til skotvopna sem ætlaðar eru til íþróttaskotfimi en Glock er ekki hægt að nota, vegna m.a. hlaupsins og gikkþungans, og því má segja að hann geti ekki fallið undir undanþáguna.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Mar 2012 21:45

Vegna annars atriðis í sömu lögum.
Ég er mikið að spá og spekulera í þessu eftir allar umræðurnar um lögin.
Spurningin mín til ykkar sem kannski vita eitthvað af reynslu eða lestri er tvíþætt.
1. Þarf hlaupið að vera heavy barrel til að þola snittun fyrir deyfi?
2. Þegar deyfir er á byssu þá er extra lengd komin á hlaupið verður sá sem notar deyfi að reikna með því þegar hann er að hlaða skot.
Dæmi hlaup 22" og deyfir segjum 4" reiknar maður þá hlauplengd 22" eða 26" ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Benni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af Benni » 15 Mar 2012 21:57

Það þarf ekki að vera svert hlaup til að snitta fyrir deyfi, mikið um veiðiriffla í evrópu sem eru standard sver hlaup og með deyfum.
Þú bætir ekki við lengdina á hlaupinu með deyfi, þe 22" hlaup er ekki að gefa sömu hraða aukningu með deyfi eins og 26".
Kúlan bætir lítið við hraðann eftir að hún fer úr hlaupinu yfir í deyfinn, það lítið að hitastig hefur sennilega meiri áhrif á hraðann en deyfirinn.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Mar 2012 12:54

Sælir takk fyrir svörin talaði við byssusmið sem sagði að lágmarks þykkt fremst þarf að vera 18mm svo hlaupið beri snittun fyrir deyfi eða bremsu álagið vegna þessa nýja framþunga myndi fljótlega skekja þynnri hlaup svona í grófu og stuttu útgáfuni.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Um vopnalagadrögin

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Mar 2012 19:03

Ef þið skiljið þessa frétt þá eru þetta betri fréttir en í upphafi...

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett ... aepagengja

En ég hef samt ekki heyrt um skotveiðiíþróttina áður og ekki heldur Skotveiðifélag Reykjavíkur...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af Benni » 16 Mar 2012 19:34

Það sem kemur ekki fram er hvernig takmarkanir á hljóðdeyfum er verið að tala um?
Ef takmarkanirnar eru svipaðar og nú þe, einungis þeir sem hafa meindýraeyðis réttindi geti sótt um deyfi þá má alveg eins segja að þeir séu bannaðir..

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Mar 2012 21:23

Held að það verði ekki þannig. Það var þannig í upprunalega frumvarpinu hjá Ömma og hann hefur greinilega dregið það til baka þannig að það verður túlkað eitthvað víðara. Líklega með þeim skilyrðum að deyfirinn verði skráður eða eitthvað slíkt.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 3
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Skotvopnaumræðan

Ólesinn póstur af Benni » 16 Mar 2012 22:28

Ég vona það.
Myndi helst vilja hafa þetta eins og í Finnlandi og hafa enga skráningu, það er ekki eins og deyfir einn og sér geri nokkuð, þarf að vera á riffli sem er hvort eð er skráður..

Svara