Vandaðir verksmiðju rifflar vs. custom

Allt sem viðkemur byssum
Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:
Vandaðir verksmiðju rifflar vs. custom

Ólesinn póstur af Haglari » 10 Sep 2015 12:30

Bara smá pælingar. Hvernig eru vandaðir verksmiðjuframleiddir rifflar eins og t.d. Sauer 202 Synchro XT, Sauer 202 Wolverine, Blaser R8 Professional o.fl vandaðir rifflar í samanburði við t.d. Sako 75 hunter sem færi í heimsókn til byssusmiðs, fengi jafnvel nýtt hlaup ef því er að skipta.... hugsunin er löng færi undir 1000m sjálfum sér til skemmtunar, það þarf vera hægt að henda græjuni á öxlina og labba í heilan dag....

hlaupvídd er efni í annan þráð (eða þræði)

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vandaðir verksmiðju rifflar vs. custom

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 10 Sep 2015 12:52

Ef þú ert með riffil sem getur skotið 3/4 MOA á 100 metrum sem er rúmlega 20 cm hringur á 1000 metrum og cal, kúlu sem getur haldið kúlunni á 1,2 sinnumm hljóðhraða á 1000 metrum þá ertu með græju í höndunum sem er vel nothæf í skemmtiskytterí á löng færi undir 1000 metrum, kíkirinn skiptir töluverðu máli, þarf helst að vera með tactical turnum og sæmilega stækkun
Ég hef skotið töluvert á 500 til 850 metra færi með Sako 85 með þungu hlaupi með fínum árangri það er bara búið að setja á hann hlaupbremmsu annars er hann beint úr verksmiðjunni og kíkirinn Bushnell Elite 6500 2,5-16x50.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Vandaðir verksmiðju rifflar vs. custom

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 11 Sep 2015 00:38

Blaser R8 í 6.5 x 47 með 130 til 140 grs kúlu fær mitt atkvæði! Svo geturu bara skipt um Cal með því að kaupa þér nýtt hlaup og hent því á sjálfur!

Ég hef grun um að Blaserinn haldi 0.5 MOA með góðum hleðslum alla daga... ég efast um að custom byssa geri það mikið betur að þú sjáir mikin mun hjá sjálfum þér á færum á milli 400 og 1000 metrum.

Blaserinn uppfyllir allt sem þú nefnir og meira til!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Vandaðir verksmiðju rifflar vs. custom

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Sep 2015 10:44

Vandaðir verksmiðjurifflar geta gert góða hluti og langar mig þar að benda á að 3. sætið á 500m mótinu sem var hjá Skaust um síðustu helgi var tekið á orginal Tikka T3 í cal 6,5x55 ;)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Vandaðir verksmiðju rifflar vs. custom

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 14 Sep 2015 12:22

Vissulega mun riffill sem getur skotið 1/4 MOA alltaf geta betur en sub MOA riffill í höndunum á sömu skyttu en þegar komið er á 500 m eða lengra færi þá hefur vindlestrar færni skyttunar mun meiri áhrif.
t.d
á 500 metra færi í 90°hliðarvindi munar um 0,6 MOA hvort vindurinn er 5 m/s eða 6 m/s ef ég er að nota 7mm 150 grs Scenar kúlu G7 = 0.260 sem skotið er með upphafshraða 940 m/s
Og með sömu kúlu þá munar 1,7 MOA á 1000 metrum við sömu vindbreytingu
Jens Jónsson
Akureyri

Svara