Byrjanda pæling.

Allt sem viðkemur byssum
konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04
Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af konnari » 04 Oct 2015 19:44

Fáðu þér tvíhleypu ekki spurning.........pumpan á bara eftir að rykfalla inn í skáp !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af sindrisig » 04 Oct 2015 20:24

Ég er sammála þeim sem vilja síður pumpu. Ég fékk tvíhleypu(r) h/h eftir afa og notaði þær þar til ég fór í auto. Nota h/h spari í dag enda orðnar gamlar og slitnar. Reyndar tími ég ekki að gera þær eins og nýjar. Svona verkfæri eiga að fá að eldast og geyma söguna í leiðinni en þær þurfa að vera brúkhæfar, annars er ekkert gaman af því að eiga þetta dót.

Slepptu pumpunni, getur eflaust fengið lítið notaða (eins og það skipti einhverju máli) tvíhleypu fyrir sanngjarnan pening. Þú munt ekki sjá eftir því.
Sindri Karl Sigurðsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Sveinn » 06 Oct 2015 21:26

Þú getur fengið ágætis tvíhleypu (notaða) á 100-150 K. Tvíhleypan rykfellur minna en pumpan þegar þú hefur fengið þér hálfsjálfvirka. Sú hálfsjálvirka verður þín aðalbyssa. Ef þú átt pumpu fyrir þá mun hún rykfalla. Tvíhleypan er miklu skemmtilegri en pumpan. Þú missir ekki miðið með tvíhleypu (bakslagsskipting milli hlaupa) en það þarf töluverða þjálfun til að halda miði milli pumpunar á pumpu. Líka betri á t.d. rjúpnaveiðum því þú getur notað tvær mismunandi þrengingar, eina víða þegar þú kemur að hópi, eina þrönga til að ná þeim sem taka flugið.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af jon_m » 07 Oct 2015 21:53

Ég fékk Mossberg pumpu fyrir rétthenta að láni/gjöf þegar ég var 17 ára, notaði hana í 10 ár með góðum árangri og skaut mörg þúsund rjúpur á þeim árum. Góð byssa sem klikkaði aldrei.

Síðan þegar ég hafði efni á hálfsjálfvirkri keypti ég Benelli Montefeltro fyrir örvhenta og síðan hef ég aldrei skotið af pumpunni. Ef ég ætti tvíhleypu í dag þá er öruggt að ég myndi nota hana meira en pumpuna, t.d. við æfingar og mögulega á rjúpu.

Ég get því tekið undir með þeim sem mæla með tvíhleypunni, þó svo að ég hefði sennilega ekki gert það á sínum tíma þegar ég var í þínum sporum.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Haglari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Haglari » 08 Oct 2015 17:02

Allt skýtur þetta sömu skotunum...... veldu það sem þér líkar vel við. Persónulega líkaði mér ekki við pumpu, það þarf ekki að vera að það gildi það sama um þig. Ég fékk mér fyrst tvíhleypu, seldi hana og fékk mér Bredu. Ég treysti henni nógu mikið til þess að það er eina haglabyssan sem ég á í dag. Um tíma átti ég reyndar líka REM870 og reyndi að láta mér líka við hana sem slark byssu en ég á eitthvað voða erfitt með að treysta því sem remington framleiðir (nema ég á reyndar ágætis rakvél frá þeim). Þannig að hún var seld aftur nokkrum mánuðum síðar. Ég er ekki örfhentur en ég nota samt vinstri öxl því að ég er með ríkjandi vinstra auga. Það kom betur út að venja mig á að nota vinstri öxlina heldur en að nota einhverjar aðrar brellur. Byssan er samt fyrir rétthenta og kastar því skotunum til hægri, svona er ég búinn að skjóta fleiri þúsund skotum seinustu 10-12 ár og get ekki sagt að þetta trufli mig neitt. Einn af kostum við Breduna sem ég á er að það er hægt að snúa örygginu þannig að það er réttu megin fyrir örfhenta.

Gangi þér vel!

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af petrolhead » 08 Oct 2015 22:01

Sælir.
Ætli það sé ekki best að blanda sér aðeins í þessa umræðu.
Haglari skrifaði:Allt skýtur þetta sömu skotunum...... veldu það sem þér líkar vel við.
Gæti ekki verið meira sammála þér Óskar, við höfum ekki allir sama smekk.
Ég keypti mér Rem Express 870 þegar ég var tvítugur....úff, það er laaaangt síðan það var :o .... og á hana enn :!: hef aldrei séð eftir þessum kaupum. Ég veit ekki hvað er búið að rúlla af skotum í gegnum hana en það er mikið og ekkert vesen verið á henni nokkru sinni, meira að segja búinn að vera með hana með mér á sjó og lána nokkrum sinnum gegnum tíðina. Rem 870 hefur sína kosti og líka sína galla, af minni reynslu þá er þetta mjög örugg og traust byssa sem þolir drullu, snjó, frost og annað sem náttúran kann að bjóða upp á og ég vandist "pumpinu" strax og finnst það ekkert mál.
Gallinn sem ég fann á þessum grip er stærðin, kannski þjakar þetta mig meira en marga aðra þar sem ég er mun nær því að vera í tölu dverga en risa :lol: , en hún er dálítið þung og með 28" hlaupi þá er ég alla vega frekar svifaseinn með henni. Þetta kemur ekki að sök í gæsaveiði út í skurði en ég áttaði mig fljótt á því að ég hafði takmarkað erindi í rjúpur með hana :( , nema því aðeins að þær hvítu vildu vera svo vænar að sitja sem fastast, svo ef maður ætlar bara að eiga eina byssu þá er Rem 870 kannski ekki besti kosturinn.
Í dag á ég líka hálfsjálfvirka en langar alltaf dálítið að eignast tvíhleypu eftir að hafa prófað slíkan grip og mundi þá hugsanlega láta þá hálfsjálfvirku frá mér fremur 870 byssuna.

Ég ætla nú ekki að sverja þetta en einhvern veginn minnir mig að það sé hægt að snúa örygginu í 870 við svo það passi upp á vinstri hönd :geek:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 15 Oct 2015 23:16

Er búinn að skoða svolítið og er búinn að vera að pæla í marocchi first eða marocchi first dl14, hefur einhver reynslu af þessum byssum? Get ekki fundið neitt mikið um þær, en það sem ég hef fundið er flest allt mjög jákvætt.

Þakka enn og aftur fyrir góð svör :D

User avatar
Axel
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:12 Sep 2013 10:35
Fullt nafn:Axel Axelsson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Axel » 16 Oct 2015 14:09

Ég er sjálfur með Marocchi Zero 3 (ekki sporting), hún er frábær og hefur reynst mér rosalega vel. Konan mín er með Marocchi First og hún er mjög ánægð með hana, hún er full létt fyrir minn smekk (2.6kg í 26" hlaupi) og slær því alveg þokkalega með 42gr+ en það maður spáir voðalega lítið í því þegar maður er að veiða og maður skýtur sjaldan þyngri hleðslum en það, snilldar byssa á rjúpnarölt og rölt meðfram lækjum. Ég held að það sé alveg þess virði að kíkja á 28" First. Ég held að First DL14 sé nokkurn vegin sama byssan með meira skrauti.
Mbk.
Axel Axelsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Sveinn » 16 Oct 2015 22:08

Tek undir hrós til Marocchi, ég er bæði með tvíhleypu (Zero3 Sporting) og hálfsjálfvirka (Tecno) frá Marocchi sem hafa aldrei klikkað hingað til, sjö, niu, þrettán. Hér er ein, forveri Zero3, sem þú ættir að skoða ef þú ert á Facebook, lítið skotin á 90 kall:
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =3&theater
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

eythoringi
Póstar í umræðu: 11
Póstar:11
Skráður:01 Oct 2015 00:54
Fullt nafn:Eyþór Ingi Eiríksson

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af eythoringi » 19 Oct 2015 14:01

Sveinn skrifaði:Tek undir hrós til Marocchi, ég er bæði með tvíhleypu (Zero3 Sporting) og hálfsjálfvirka (Tecno) frá Marocchi sem hafa aldrei klikkað hingað til, sjö, niu, þrettán. Hér er ein, forveri Zero3, sem þú ættir að skoða ef þú ert á Facebook, lítið skotin á 90 kall:
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... =3&theater
Já var búinn að sjá þessa. Er svona nánast því alveg kominn yfir á það að fá mér tvíhleypu og líklegast marocchi, hef ekki heyrt neitt slæmt um þær hingað til og samkvæmt netinu eru þetta fínustu byssur. Held að næst á dagskrá sé að fara í þessar búðir og skoða og spá :)

Haglari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af Haglari » 19 Oct 2015 15:16

Átti sjálfur Marocchi silver um tíma.... hún var mjög fín og ekkert undan henni að hvarta.... eina sem ég get hvartað undan er klaufaskapurinn í mér að hafa selt hana. Mágur minn á Marocchi 03, man ekki nákvæmlega hvaða útgáfu en þetta er ekki svo gömul byssa. Hef prófað hana nokkrum sinnum og fannst hún alveg jafn frábær og sú gamla sem ég átti. Man ekki eftir að hafa heyrt neitt neikvætt um þessar byssur.

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Byrjanda pæling.

Ólesinn póstur af konnari » 19 Oct 2015 16:51

Er með eina Marocchi Zero 3 Field......algjör topp byssa í alla staði !
Kv. Ingvar Kristjánsson

Svara