Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Allt sem viðkemur byssum
Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar
Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af Árni » 01 Oct 2015 10:15

Áhugavert að lesa þetta.
Þetta mun vera flatasta 6,5 cal sem til er.

Svo er bara spurning hvort maður nái að klára skotapakkann áður en hlaupið er búið :)

http://www.outdoorlife.com/blogs/gun-sh ... -cartridge
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

Haglari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af Haglari » 01 Oct 2015 22:06

Það hlýtur að fylgja nýtt hlaup með skotapakkanum :o

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af karlguðna » 01 Oct 2015 22:41

strákar er etta nokkuð svo svakalegt 3400 fet :?: á eitt 6,5 kriker hlaup og datt í hug að láta rýma það í þessu :P en svona grínlaust hversu svakalegur hlaupbrennari er þetta ?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Haglari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af Haglari » 01 Oct 2015 23:02

Mikið magn af púðri í gegnum lítið gat.....

6,5-284 hefur stundum verið kallaður hlaupbrennari.... það lítur nú bara út fyrir að vera lítið við hliðina á 26 Nosler og 6,5-300 WM


Þetta eru: 6,5 Creedmoor, 260 Remington, 6,5-284 Norma, 26 Nosler og 6,5-300 Weatherby Magnum
Mynd

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Oct 2015 14:20

Alltaf skal kaninn vera ad finna upp hjólið. Þad væri kannski hægt ad réttlæta eign á svona kaliberi, ef þú getur rýmad ny hlaup sjálfur, og hefur gott adgengi ad nýjum hlaupum. Ég er afar hrifinn af 6,5 mm hylkjum. Þau virka sanarlega vel, og sérstaklega á löngum færum. Tel mig þekkja talsvert til 6,5x284 sem ég sá varla sólina fyrir.... meðan hlaupið var nýtt. Fór ad taka eftir breytingum eftir um 500 skot. Riffillinn fór ad missa nákvæmni töluvert hratt. Nú er ég með 6,5x47 sem er mun léttari á fóðrum, og með mjög svipaðan hraða m.v. sömu kúlur. Það væri það síðasta sem ðég myndi fara í, þetta WBY caliber, þó eflaust væri það skemmtilegt hylki, svona meðan hlaupið er nýtt. Myndi giska á 500 skot, alls ekki meira, og þá væri nákvæmnin búin. 6,5x284 er bara eins og kettlingur við hliðina á því (: 6,5x47 með sinn 3000 ft hrada með 120 grs kúlu (margoft búinn ad mæla ) er alveg nóg fyrir mig.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af karlguðna » 02 Oct 2015 16:55

já sæll,,, þetta er engin smá baukur :lol: 500 skot Gylfi rosalega er það lítil ending :?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Oct 2015 18:53

Sammála síðasta ræðumanni. 7mm RM er endingabetra en 500 skot og orginal WIN.284 lifir einhver þúsund skot (á hraða í kringum 3000 fet).

Hvaða nákvæmni ertu að tala um Gylfi BR eða veiði?
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Oct 2015 20:01

Ég fór með nokkra Ameríkana á veiðar fyrir margt löngu ca. 20 árum.
Þeir voru með flest öll sín caliber nekkuð niður í 6,5 mm. yfirleitt einhverja rosa bauka líkt og 7 mm. Rem. Mag og 300 Win. Mag.
Einn var með einhvern rosa bauk sem ég man ekki lengur hver var en kúlan var alltént 6,5 mm.
Hann einfaldlega skipti út hlaupinu á 100 skota fresti.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Oct 2015 20:21

Strákar. Nú var ég ekkert ad alhæfa það ad hlaupaending sé ekki nema 500 skot. Mér finnst það hins vegar trúlegt, ef við tökum mið af öðrum kaliberum. Þetta er langt hylki, sem tekur mikið púðurmagn, og þar af leiðandi mikill bruni í gegnum þröngt rými, 6,5mm. Jalonen rifflarnir i cal 6,5x284 sem komu býsna margir til landisns, voru fanta nákvæmir, og gaman ad skjóta varg með þeim á löngum færum. Svo löngum, ad það þurfti ad halda marga máva yfir :D :D :D (: Ríkishleðsla i þá var 53,7 grs af Norma MRP með 120 grs. Nosler bt. Ef riffillinn skaut því ekki, þá var eitthvad mikið að.
Ég er ad tala um að hitta krónu á 200 m. til ad svara spurningu Sindra. Á hreindýr fann ég mjög góða hleðslu sem var 54,5 grs með MRP við 125 grs. Nosler partition, og ég held ad sú hleðsla sé notuð töluvert i dag. Ég varð svo var við það, ad i kringum 500 skot, fór nákvæmnin ad dala. Massaði hlaupið, og riffillinn lagaðist. Þetta var svona i fleiri Jalonen rifflum. Í kringum 500 skotin, þá fóru hlutirnir ad breytast. Hef ekki orðið var við þetta i 6,5x47 sem notar um 15 grs minna púður við sömu kúlu, eða um 39,0 grs. Hart hlaupið á Sakoinum mínum ( er með 4 hlaup á hann ) heldur enn prýðisgóðri nákvæmni, þótt komin séu um 1000 skot i gegnum það.
Siggi, voru þessir kanar ekki bara með 357 Weatherby ?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Valdi Long
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:30 Ágú 2015 17:03
Fullt nafn:Valdimar Örn Ásgeirsson

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af Valdi Long » 04 Oct 2015 18:20

Sælir, ef þið haldið að 6,5 x 300 Weatherby sé nýtt af nálinni, þá er það ekki svo.
Ég var að blaða í gegnum eldgamla Sierra hleðslubók og þar er talað um þetta hylki,
sem er líka stundum kallað 6,5 x 300 Weatherby Wright Hoyer.
Ég myndi giska á að þetta sé amk 40 ára gömul "hönnun"
Kv. Valdimar.

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Nýtt cal: 6.5-300 Weatherby Magnum

Ólesinn póstur af gylfisig » 04 Oct 2015 19:22

MIkið rétt Valdi, og gaman ad fá þig hérna inn á þetta spjall.
http://ammoguide.com/?catid=441
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara