20 MOA eða ekki

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
20 MOA eða ekki

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 09 Oct 2015 22:30

Sælir.
Er að velta fyrir mér basa á nýu græjuna á maður að taka 20 MOA eða ekki? færinn verða trúlega ekki yfir 500m og ég hef sennilegast möguleika á að ná nokkrum MOA upp í hringunum ef þarf, hvernig er að stylla inn á styttri færinn td. 100m með svona 20MOA rail?
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: 20 MOA eða ekki

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Oct 2015 23:21

Góð spurning með styttri færin en ég fékk mér Burris XTR sem er með tommu færslu hvert klikk miðað við 100 yarda og hef farið út á 600 yarda með að prófa með Sooters forit í símanum sem sagði mér hve mörg klikk ég þyrfti og þétta passaði alveg inn í MOA skekkju mörkunum
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 20 MOA eða ekki

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 Oct 2015 08:21

Sæll Jón

Hvað ertu með mikla vertical færslu á sjónaukanum? Ef hún er 50 MOA og yfir þá hefuru c.a. 25 MOA sem þú notar ekki neitt ef þú ert ekki með neinn halla á basanum.

Sverari túba er líklegri til að hafa meiri færslu!

Ég myndi alltaf taka 20 MOA halla ef ég gæti núllað sjónaukan á 100 metrum með svoleiðis Basa eða Rail.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: 20 MOA eða ekki

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 10 Oct 2015 10:09

Sælir.
Sjónaukinn er Nightforce BR, 30mm túba, framglerið er 69mm í þvermál, vertical færslan er 40 MOA í 1/8 MOA clickum. Er með augastað á Nightforce raili en það er bara til í 0 og 20 MOA útfærslu, ef ég færi aftur á móti í Ken Farrell þá er hægt að fá 0-10-15-20 MOA útfærslu og úr stáli í kaupbæti en það kooooostar!!!! (meir en ég hef efni á í bili). 10 MOA væri kænski málið svona mitt á milli er mest að skjóta á 100-200m allavega enn sem komið er en langar til að geta teygt mig lengra. Spurning um að doka aðeins þar til maður sér eh. dauða forseta og taka Farrell, er búinn að bíða það lengi eftir græunni að 1-2 mánuðiðr í viðbót skipta ekki öllu verð trúlega sáttari með Farrell railið.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 20 MOA eða ekki

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 10 Oct 2015 12:57

Fallið hjá mér með 130 grs kúlu er ekki nema 11 MOA út á 500 metra, þannig að þú getur klárlega skotið á því færi með eða án þess að vera með 20 MOA halla.

Zeiss sjónaukinn sem ég er með hefur 110 cm vertical færslu á 100 metrum ef ég man rétt, mér sýnist að það sé um 38 MOA, ég er með 20 MOA halla rail og næ að núlla riffilinn minn á 100. Þannig að það er líklegt að þú náir líka að núlla þinn með þessum 110 / 2,9 = 37,9.

Ég hef nánast allt sviðið til þess að nota í hæðarfærsluna og get skotið alveg út á 1000 metra með færsluni á sjónaukanum. Svo hef ég punktana eftir það, þó það hafi að vísu aldrei reynt á það.

Það er spurning hvort 20 MOA halla rail sleppi ekki hjá þér eins og mér.

Spáðu í vertical færsluna sem er á Nightforce B.E.A.S.T... hún er 120 MOA
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: 20 MOA eða ekki

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 10 Oct 2015 21:09

Mæli með því að þú takir 20 MOA rail. Er með þannig á Tikku sem ég á (260 Rem) og ég átti ekki í neinum vandræðum með að núlstilla hann á 100 m. Hef skotið út á 1000 m og ef ég man rétt gæti ég farið út á rúmlega 1300 áður en ég þyrfti að nota krossinn.

Er einnig með 20 MOA rail á Stiller lás sem ég á og ætla að setja 20 MOA hringi á hann.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara