Riffilcaliber, þróun milli ára.

Allt sem viðkemur byssum
Svara
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1874
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2015 09:41

Jæja þá er ég búinn að uppfæra árlega skrá yfir hvaða kaliber hafa verið notuð hjá mér frá ári til árs hjá þeim sem ég hef verð að leiðsegja.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 06 Oct 2016 16:44, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 248
Skráður: 17 Jun 2012 23:49

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 14 Oct 2015 20:56

Gaman að þessu meistari og bestu þakkir fyrir pistla og myndir það sem af er sumri.

ps
er á leið til Minneapolis og ætla ekki í Cablellas :lol:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1874
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Oct 2016 16:30

Hérna kemur árlegt yfirlit yfir þróun calibera hjá veiðimönnum sem veiddu með mér.
Ég lagaði aðeins röðunina í skránni, nú eiga caliberin að fara stækkandi eftir sem neðar dregur.

Kalíber.......2009.......2010.....2011.....2012......2013......2014.....2015......2016
243..............21.........13........12........14.........10..........7..........8........14
6XC..............0...........0..........0..........0...........0...........0.........1........1
2506.............4.............1...........1.........2.........5............2........4........2
6,5x47...........0...........0..........0..........0...........0..........0..........0.......1
6,5x55..........14.........19.........11.........12.........11.........12........18......14
6,5-284.........4............9..........5..........4...........7........11........12.......12
6,5x57..........0............0..........0..........0...........0..........1..........1.......1
6,5x65...........0...........1..........3..........1...........1..........1..........1........0
6,5x68...........0...........0..........0..........0...........0..........0..........1........1
270..............4............4..........8..........7...........6..........6..........3........5
270 WSM........0............0..........0..........1..........0...........0..........0........0
284 Win........0...........0...........0..........0...........1...........0..........1........1
7 mm Rem.....4............4...........2..........3..........5...........0..........3.......2
7x57.............5.............0...........0.........0.........0............0........2........1
7x64.............1.............0...........0.........0.........0............0........1........0
7x65.............1.............0...........0.........0.........0............0........0........0
308.............12.............9..........13.........6.........5...........1.........7........9
3006.............4............2...........0.........2...........1...........1.........4.......2
300 H&H........1.............0..........0..........0..........1...........1........1........1
300 Win.........3............3...........0.........3..........0...........1.........0........0
300 WSM........1............2...........0..........1.........0............0........0........1
300 Wetherby Mag..........0...........0.........0..........0...........1........0.........0
303 Brithis.....0.............0...........0.........0..........0...........0........0.........1
338 Blazer....0.............0..........1..........0..........0...........0........0..........0
375 H&H......0.............0...........0.........0..........2...........0........0..........1
......alls......79...........67.........56........56.........55.........45.......68.........70
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 28
Skráður: 30 Dec 2012 11:47

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af JAK » 09 Oct 2016 09:34

Sælir félagar.

Það bæri fróðlegt að sjá svona samantekt frá UST.
Þar sem upplýsingar frá öllum veiðimönnum, um caliber og kúlur, væru teknar saman?

Áskorun til þín Jóhann Guttormsson.
;-)

JAK
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af sindrisig » 09 Oct 2016 16:05

Er það nú gáfulegt? Þá kemur í ljós að það sem notað er í skotprófið og dauða hreindýrið, passa ekki saman. Og hvað þá ef farið er ofan í kúlur, þá er allt í tóma helv. skrallinu...

Hreindýrið er samt dautt.
Sindri Karl Sigurðsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 463
Skráður: 13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Oct 2016 21:37

:lol: :lol: :lol: like á Sindra :lol: :lol:

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 598
Skráður: 22 Feb 2012 13:03

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af gylfisig » 10 Oct 2016 00:24

Ánægjulegt ad sjá hvad hid glatada kaliber 308 Win er ofarlega á lista Sigga þarna. Skyldu þetta hafa verid eintóm feilskot hjá þessum 308 mönnum?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1874
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Oct 2016 01:18

Ég er nú alltaf að reyna að færa 308 niður og hefur bara orðið þó nokkuð ágengt, 308 er komið niður fyrir miðjan lista :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 28
Skráður: 30 Dec 2012 11:47

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af JAK » 10 Oct 2016 08:16

Sæll Sindri

Heldur þykir mér ólíklegt að menn séu að fara með annan riffil til veiða en þeir tóku prófið á. Til hvers í ósköpunum ættu þeir að gera það? Líklega yrðu slíkir menn í slæmum málum ef þeir mættu síðan nafna mínum á veiðislóð.
Ég er með nóvemberkú og þurfti eðli málsins að taka skotpróf fyrir 1. júlí sem ég og gerði. Notaði ég riffil í cal 6.5x55 til þess. Nú er ég búinn að fá annað hlaup á riffilinn í 30 06 sem alltaf stóð til að nota á veiðarnar.
Ég er að fínstilla hleðslurnar þessa dagana, (það hefur þó tafist vegna yfirferðarinnar á logninu í Höfnum) en að því loknu mun ég taka annað skotpróf.
Ég sé um að skrá inn hjá UST niðurstöður skotprófa sem skotprófsdómarar Skotíþróttafélags Kópavogs sjá um að taka. Sé litið á kúlurnar sem próftakendur eru að nota finnst mér mjög ólíklegt að menn séu að skifta um kúlur þegar á veiðislóð er komið.

JAK
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 1874
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Oct 2016 10:01

Þú þarft ekki að taka annað skotpróf, þetta er sami riffillinn með sama númerið, þó þú skiptir um hlaup.
Númerið á rifflinum er það sama og það er það eina sem hægt er að fara fram á að sé það sama samkvæmt reglunum.
Reglurnar eru skírar, eitt númer, einn riffill !
Verum nú raunsæir og túlkum teglurnar eins og þær eru, ekki eins og við höldum að einhver annar hafi kannski viljað að þær væru, eða eins og einhverjir bírókratar túlka þær, í besta falli til að breiða yfir eigin heimsku, sem hittir þó ætíð fyrir aftur, beint í mark, betur en sumir hitta á sjálfu skotprófinu.
Þetta er eins og með Hljóðdeyfana, það hefur aldrei verið verið bannað að nota hljóðdeyfa, einfaldlega vegna þess að það stendur hvergi í lögum að það sé bannað að nota hljóðdeyfa og allar reglur verða að hafa sér stoð í lögum.
Það hefði aldrei verið hægt að dæma mig fyrir að nota hljóðdeyfi vegna þess einfaldlega að það var ekki bannað með lögum og átti sér þar af leiðandi einga stoð, aldrei.
En nú er búið að setja íþyngjandi reglugerð varðandi notkun hjlóðdeyfa, en það er annað mál.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 28
Skráður: 30 Dec 2012 11:47

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af JAK » 10 Oct 2016 23:35

Sæll Sigurður.

Þetta er ekki rétt hjá þér. Riffillinn er Blaser R8. Hann er þannig uppbyggður að það er enginn lás á honum, eins og á hefðbundnum boltariffli. Boltinn gengur inn í hlaupið og læsist í það með hringlæsingu. Því er ekkert númer á lásnum sem er ekki til staðar. Númerið er á hlaupinu og engin tvö hlaup eru með sama númerinu. Þegar annað hlaup er komið í skeftið er riffillinn orðinn annar riffill jafnvel þó svo að bæði hlaupin séu í sama kaliberinu. ;)
Venjulegur boltariffill er með einstaklingsnúmerið á boltanum. Ef sett er skiftihlaup á slíkan riffil eru þrjár öftustu tölur einstaklingsnúmerins stansaðar í hlaupið. Ef skiftihlaupið er sama kaliber og upprunalega hlaupið má e.t.v. halda því fram að um sama riffil sé að ræða. Ef skift er um kaliber ertu í raun kominn með annan riffil með aðra eiginleika en veiðimaður þarf að taka skotpróf með þeim riffli sem hann hyggst veiða með eða eins og segir í reglunum um skotprófin:
"Áður en prófið er tekið á staðnum þarftu að:
Framvísa persónuskilríkjum (vegabréf eða ökuskírteini) og kvittun fyrir greiðslu prófgjalds.
Sýna prófdómara riffilinn ásamt skotvopnaskírteini. Einnig þarf að sýna skotfærin sem ætlunin er að nota. Ef ætlunin er að nota hjálpartæki (bakpoka, ól, staf eða tvífót) þarf að sýna prófdómaranum hvað í því felst. Riffillinn og skotfærin þurfa að uppfylla skilyrði til hreindýraveiða hvað varðar kúlugerð og slagkraft og þú mátt eingöngu mæta í prófið með þann riffil sem þú hyggst fara með á hreindýraveiðar."

JAK
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 101
Skráður: 18 Feb 2012 17:10

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 13 Oct 2016 00:10

Eitt hef ég aldrei skilið og það er að sumir virðast halda að þær kúlur sem þú notar í prófið séu þær sem þú VERÐIR að taka dýrið með!!
En ef menn les reglurnar er hvergi minnst á það, heldur bara að nota skot sem eru ætluð til veiða!!

"Veiðimaður skal framkvæma verklegt skotpróf með þeim riffli sem ætlunin er að nota til hreindýraveiða og með skotfærum sem ætluð eru til veiða."

eins og þarna má lesa er hvergi sagt með þeim skotfærum sem fella skal dýrið, heldur bara að vera veiðiskot!!
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

valdur
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 39
Skráður: 14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af valdur » 13 Oct 2016 08:16

Og Jóhann. Úr því þú ert þarna. Þú getur þá væntanlega svarað spurningu sem ég hef leitað svara við en aldrei fengið fullnægjandi svör:
Nú tekur maður skotpróf á riffil og fer til veiða. Á veiðislóð reynist riffillinn bilaður. Skv. reglunum skal dýrið skotið með þeim riffli sem skotprófið er tekið á. Þarf þá ekki veiðimaðurinn að fara til byggða og taka annað próf á annan riffil til að standast reglurnar?
Og ekki svara að í svona tilvikum muni leiðsögumaður nú vera líbó og lána riffilinn sinn. Reglur eru reglur og þurfa að vera þannig að eftir þeim sé hægt að fara. Þarf ekki að endurskoða reglurnar?
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 28
Skráður: 30 Dec 2012 11:47

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af JAK » 13 Oct 2016 09:17

Sæll Þorvaldur frá Hróarsdal.

Þakka þér fyrir traustið sem þú virðist bera til mín en reyndar er ég ekki sérfræðingur á þessu sviði.
Ég myndi þó telja að atburðarrásin ætti að vera eins og þú lýsir.
Reglur eru jú reglur og til hvers eru þær ef þeim er ekki fylgt.

Allt getur gerst, riffill bilað eða veiðimaður misst hann og skemmt en mikilvægast í þessu tel ég vera að veiðimaður þekki verkfæri sitt vel og hafi æft sig vel í notkun þess.
Og til að forðast slíkar uppákomur er þá kannski mikilvægt að velja vandað verfæri og láta jafnvel byssusmið yfirfara gripinn áður en haldið er til heiða.

Í huga minn kemur upp setning úr gamalli auglýsingu frá Rolls Royce
"Allir bílar bila, en góðir bílar bila sjaldan."

JAK
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

valdur
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 39
Skráður: 14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af valdur » 13 Oct 2016 18:04

Nú þarf ekki annað en, eins og þú segir, að hrasa og missa riffilinn. Þar með er tímabilið farið, vegna þess að ljúka þarf skotprófi fyrir, hvað, 1. júlí. Annað tækifæri til að taka það gefst ekki fyrr en á næsta ári. Og þótt það fyndist er helgin og vikan farin og ótal peningar.
Ég legg til að reglunum verði breytt þannig að heimilt sé að fara til veiða með varariffil eða lánsriffil af sambærilegri stærð og leiðsögumaður fái heimild til að votta að skyttan viti hvað snýr aftur og fram á verkfærinu. Vitaskuld þurfi að standast skotpróf eins og áður hefur verið.
Geta nú ekki góðir menn komið þessu á framfæri?
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 28
Skráður: 30 Dec 2012 11:47

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af JAK » 13 Oct 2016 20:44

Sæll Þorvaldur.

Þú getur tekið skotprófið allt árið.
Ég veit til þess að menn hafa fengið undanþágu frá tímamörkunum vegna sérstakra aðstæðna.
Það er svo kannski öruggast fyrir þá sem treysta riffli sínum ekki vel, nú eða eru valtir á fótunum, að taka prófið á tvo, eða þrjá riffla en heimilt er að taka prófið þrisvar.
Svo er bara að arka með vopnabúrið á fjöll.
;)

JAK
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af sindrisig » 13 Oct 2016 21:14

Svarið við þessu er að leiðsögumaðurinn má skjóta fyrir mig dýrið, ef svo ber undir. Síðan er raunveruleikinn allar útgáfur af "þetta reddast".
Sindri Karl Sigurðsson

valdur
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 39
Skráður: 14 Mar 2014 16:55
Fullt nafn: Þorvaldur Sigurðsson

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af valdur » 16 Oct 2016 20:57

„Það er svo kannski öruggast fyrir þá sem treysta riffli sínum ekki vel, nú eða eru valtir á fótunum, að taka prófið á tvo, eða þrjá riffla en heimilt er að taka prófið þrisvar.“
Þetta er vitaskuld ekki viðunandi svar.
Og þrjú skotpróf kosta þrisvar sinnum meira en eitt.
Og ég er að tala í alvöru, þetta er alvöru vandamál, og mér finnst hálfkæringur ekki eiga hér við.
En kannski er enginn áhugi á því að hafa reglugerðir þannig að hægt sé að fara að ákvæðum þeirra.
Þannig er reglugerðarákvæðið sem heimilar að fara á léttu farartæki á amk. sex hjólum til að sækja bráð mjög loðið. Allir sem ég hefi séð hafa farið á sk. sexhjólum með þrjá öxla. Það er bara gott. En hvað ef einhver setur tvöfalt að aftan á fjórhjól. Þar með eru komin sex hjól undir það og því er það tvímælalaust löglegt, sbr. ákvæði umferðarlaga um sex, átta eða tíu hjól undir bifreiðum.
Myndi UST kæra mann sem léti á þetta reyna?
Þorvaldur frá Hróarsdal

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 177
Skráður: 16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn: Jón Pálmason
Staðsetning: Sauðárkróki

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 16 Oct 2016 21:58

Sæll Þorvaldur.
Held að það sé ekkert sem mælir á móti því að þú takir próf á fleiri en einn riffil, ef þér sýnist svo.
Hvort að það eigi síðan að rukka þig sérstaklega fyrir hvert blað, er síðan annað mál.
Þú ert mættur á skotvöllinn hvort sem er með þína riffla og blöðin kosta væntanlega ekki svo mikið ;)
Telst eitt próf, hver riffill fyrir sig eða telst eitt próf, þegar próftaki hefur skotið af þeim riffli/ rifflum sem hann kýs að taka prófið á?
Skemmtilegar pælingar.
Ef þú fellur á prófinu með einum riffli, þá gætir þú staðið það með glans með öðrum :D
Kv, JP
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 70
Skráður: 12 Jun 2012 13:16

Re: Riffilcaliber, þróun milli ára.

Ólesinn póstur af BrynjarM » 19 Oct 2016 16:31

Gaman að sjá að 308 virðist vera að sækja á að nýju eftir nokkur mögur ár. :-)
Annars verð ég nú að segja að við megum nú ekki vera of bókstafstrúa hér varðandi skotprófin, þetta er nú ekki sharía-lög. Nú er ég að fara á mitt fjórða hreindýr eftir að reglur um skotpróf var komið á. Verð ég að viðurkenna að mér finnst ekkert að þessu fyrirkomulagi. Fyrsta árið voru menn kannski aðeins að finna sig og kannski eðlilegt að gagnrýni fylgdi. Við heyrum td ekki mikið kvartað um að verið sé að grilla hlaupinn í dag eins og var fyrst út af 5 mínútna reglunni. Við verðum að horfa til þess hver voru markmið laganna. Það að menn fari æfðir til veiða, með verkfæri sem þeir kunni á og geti treyst. Hvort að menn noti aðra kúlu en prófið var tekið með getur ekki skipt löggjafan máli enda einungis tekið fram að um veiðikúlu skuli verða að ræða. Nú taka sumir prófið jafnvel hálfu ári áður en þeir halda til veiða og ekki þar með sagt að sama kúla sé endilega fáanleg. Þið sjáið að það er heldur ekkert rætt um hleðsluna á bakvið. Held það sé nú alveg ljóst að UST sé nú ekki "out to get you".
Er þetta ekki bara í nokkuð góðum farvegi og ástæðulaust til að breyta þessum reglum sem virðast virka ágætlega? Það koma að sjálfsögðu upp einhver tilfelli á hverju ári þar sem þær henta einhverjum illa en svona í heildina er þetta ekki bara nokkuð gott?
Brynjar Magnússon

Svara