Hreinsun, blámuð og ryðfrí hlaup

Allt sem viðkemur byssum
Bjarki_G
Póstar í umræðu: 1
Póstar:15
Skráður:10 Sep 2014 10:56
Fullt nafn:Bjarki Gylfason
Hreinsun, blámuð og ryðfrí hlaup

Ólesinn póstur af Bjarki_G » 14 Oct 2015 19:10

Ég átti Howa 1500, cal 243 blámað hlaup. Að þrýfa hana var með eindæmum leiðinlegt og erfitt. Yðulega varð ég að setja froðuna í gegn 4-5 sinnum og rúnka hlaupinu með koparbursta og Butch bore shine talsvert.

Nú er ég kominn með Tikku T3 Stainless, cal 243. Að þrýfa hana er mun auðveldara. Smá nudd með bursta og Butch bore shine og froðan fer einu sinni í gegn og varla að hún komi blá út.

Er þetta almennt munurinn á blámuðum og ryðfríum hlaupum eða er Howan einstakt dæmi?

Kveðja..
Bjarki Gylfason
Tikka T3 cal 243
Browning Gold Hunter SL

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hreinsun, blámuð og ryðfrí hlaup

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 14 Oct 2015 20:50

Howa eru fyrirtaks rifflar og hafa reynst vel.

En hlaupin frá Sako eru bara betri og skýrir það léttari þrif.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hreinsun, blámuð og ryðfrí hlaup

Ólesinn póstur af sindrisig » 14 Oct 2015 23:30

Nei þetta er ekki svona flókið og ekki heldur svona einfalt.

Ég er með nýtt Walther hlaup í chromstáli (eða venjulegu stáli) og dettur ekki í hug að þrífa það fyrr en eftir 20+ skot og ef það tekur meiri tíma en að standa yfir því þá er eitthvað að.

Lýsingin hjá þér er eins og á hlaupinu sem ég skipti út, það var fullt af kopar eftir 10 skot og tók handlegg að þrífa.

Það á ekkert að vera stór munur á þrifum á svörtum hlaupum og ryðfríum, jú það er auðveldara að þrífa ryðfrítt en ekki þannig að himinn og haf séu á milli.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Hreinsun, blámuð og ryðfrí hlaup

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 15 Oct 2015 00:01

Sælir.
Kemur kænski ekki málinu við en mjög áhugaverð grein um þrif á rifflum,
og þessi ætti nú að vita hvað hann syngur.
http://www.bordenrifles.com/Barrel_cleaning_edited.pdf
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreinsun, blámuð og ryðfrí hlaup

Ólesinn póstur af petrolhead » 15 Oct 2015 21:42

Ég hef verið að þrífa 3 mismunandi hlaup að undanförnu, RF Kreiger, RF Lothar Walther og svart Tikka hlaup. Þessi hlaup eru öll auðveld í þrifum en ég er þó ekki frá því að Lothar Walther sé auðveldast ef eitthvað er en munurinn á þessum hlaupum er hverfandi svo það virðist ekki skipta öllu hvort það er svart eða ekki en fræðilega ætti að vera auðveldara að þrífa riðfrí hlaup.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara