Síða 1 af 1

Sako basl.

Posted: 29 Oct 2015 00:10
af Aflabrestur
Sælir.
Eignaðist minn fyrsta og sennilega siðasta Sako í vor. Riffillinn sjálfur er flotttur og stenst allar væntingar, L61R í .375H&H framleiddur um´68-70 Sjónaukinn er Leupold vx-II 3-9x40 frá því fyrir ´74. Brasið er hinsvegar Sjónaukafestingarnar eða öllu heldur skrúfurna í hringunum þær eru vægt til orða tekið daprar enda 40+ ára mínus skrúfur sem er trúlega búið að herða ansi oft upp á í gegnun tíðina enda enginn bauna byssa á ferðinni.
Nú er stóra spurningin kannast einhver við þessa útfærslu á festingun og hringjum á Sako, hef ekki séð svona útfærslu áður minnir mest á leupold basa út af stilliskrúfunum að aftan.
Skrúfurnar í hringunum mælast rétt um 3mm en eru samt ekki m3 gengjur, og finn ekkert sem virðist nálægt því að passa í öllu því tommu gramsi sem ég á og það er sko talsvert.
Langar töluvert til að halda þessu svona þar sem riffillinn kom trúlega með þessu upphaflega, annars er þá um fernt að ræða tjasla í skrúfurnar þannig að hægt sé að herða, eða skipta um, skipta þessu út fyrir optilock (sem mér finnst alveg fáránlega dýrt) eða frara í weaver milliplötur eða rail og tilheyrandi hringi sem væri skárri kostur að mínu mati

Re: Sako basl.

Posted: 29 Oct 2015 00:35
af BrynjarM
Eru Skagfirðingar að búa sig undir fleiri ísbjarnarkomur eða ertu á leiðinni í stórgripaveiði erlendis?
Verð er nú stundum afstætt en þú færð nú ekki marga skotapakka í 375 H&H fyrir fyrir verð á OptiLock. En á svona virðulegt verkfæri þarf nú virðulegar festingar. Weaver rail er það ekki hálfgerð helgispjöll á þennan?

Re: Sako basl.

Posted: 29 Oct 2015 12:24
af konnari
Tek undir með Brynjari.......fáðu þér almennilegar festigar á Sakoinn þ.e. Sako Otilock, það er örugglega hægt að fá þær lítið sem ekkert notaðar hér á netinu með 50% afsl. Bara auglýsa eftir þeim....ég er alltaf að sjá þetta auglýst !

Re: Sako basl.

Posted: 29 Oct 2015 16:56
af Sveinbjörn
http://s36.photobucket.com/user/meplat/ ... e.jpg.html

Ertu ekki í góðum málum með þessa eldri gerð? Vandaðar festngar með hliðarfærslu fyrir 40mm túpu.

Að þcí gefnu að það sé ekki sikti á hlaupi?

Re: Sako basl.

Posted: 29 Oct 2015 17:53
af gylfisig
Eru það skrúfurnar í baulurnar, sem þig vantar? Ég var með slatta af þessu dóti, en sendi allt til Maggragg, en hann gat ekki notað. Spurning um ad hann sendi þér eitthvad úr því dóti, ef það er eitthvad sem þú getur notað. Mér alveg ad meinalausu.

Re: Sako basl.

Posted: 30 Oct 2015 08:30
af Garpur
Sæll, það er líklegt að ég eigi svona skrúfur.
En þá verður þú að taka þér ferð á hönd austur yfir Vötnin. :D

Re: Sako basl.

Posted: 30 Oct 2015 21:11
af Aflabrestur
Sælir.
Maður er eiginnlega hrærður en samt ekki hristur ;) yfir því hvað menn eru hjálpsamir hér :D
Sveinbjörn, Gylfi og Garðar Takk.

Það er kominn lausn á þessu basli bara spurning um endanlega útfærslu á henni, eftir töluvert grufl á netinu komst ég að því að basarnir sem ég er með eru frá Burris í því sem er oftast kallað STD. Dovetail í westurhreppi en hér heima gjarnan kennt við Leupold þannig að nú þarf ég bara nýja hringi ef ekki finnast skrúfur í þessa gömlu, skellti þessu samann til bráðabirgða með Leupold hringum sem ég átti gallin er bara sá að þeir eru high eða extra high en mig vantar low þannig að ég er eins og gíraffi eða strútur þegar ég horfi í gegnum kíkinn núna sem er ekki heppilegt þar sem ég er næstum hálslaus :?

Þannig að hér með óskast tommu low Leupold hringir til kaups eða í skiptum fyrir samskonar high helst glossy en þó ekki atriði.

Þetta með bangsana þá höfum við máltæki hér á Skagfirska efnahagssvæðinu
"Leyfið björnunum að koma til okkar" :twisted:
Held að það séu allavega 4 ef ekki 5 rifflar í þessu .cal hér á svæðinu og svo er ég með 450 Marlin að auki, þannig að við erum klárir í flest. Erlendis er á 5 ára planinu ætla fyrir fimmtugt til Afríku. Annars er ég bara með fetish fyrir flottum sérstökum rifflum sem eru ekki algengir og þessi sameinaði það allt, skemmtilegt .cal, fallegur, við aldur og með skemmtilega sögu bæði hér heima og erlendis.

Re: Sako basl.

Posted: 31 Oct 2015 19:53
af gylfisig
Skiljanlegt ad "stórir" menn þurfi low hringi :D

Re: Sako basl.

Posted: 04 Nov 2015 16:53
af jbjössi
Er þetta etv lausnin orginal sako peep sight er með eitt stk til sölu kv Jón. jonii@internet.is