Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Allt sem viðkemur byssum
konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04
Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af konnari » 30 Mar 2012 13:47

Það væri gaman að vita hvað leynist í byssuskápnum ykkar.....
Mitt "litla" safn er eftirfarandi:
Remington 870
Benelli Super 90
Marocchi zero 3
Síðast breytt af konnari þann 11 Feb 2020 01:02, breytt 6 sinnum samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Mar 2012 14:12

Það er fátæklegt núna
Savege 17 HMR þungt hlaup Barska gler
Sako 85 Hunter 6,5x55 Sightron 6-24x50 gler
og svo 1187 remmi 20 ára og enn algjör eðall :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Garpur » 30 Mar 2012 15:09

Sælir, eins og hestamönnum er tamt hérna veit maður aldrei hvað er til en hérna er það helsta.

Remington 11
Remington 1187
Browning Auto 5
Monte Carlo 2 3/4
Monte Carlo 3“
Stevens-einhleypa
CBC ( Winterfox special) einhleypa :D
Webley and Scott einhleypa

Toz 22
Winchester 22 auto
Erma 22 auto
Brno model 1

Remington 223 - Zeiss diavary 3-12x56
Tikka 6-284 - Nightforce 3,5-15x56 m/ljósi og mil-dot
Rossler 6,5-284 Burris XTR 4-12x50

Rossi 38

Og eitthvað fleira .
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 30 Mar 2012 18:52

Sælir.
veit nú ekki hversu gáfulegt það er að gefa þetta upp á opnu spjalli en það eru allavega nokkur stikki
"komið í ljós að þetta er ekki gáfulegt"
Síðast breytt af Aflabrestur þann 30 Ágú 2021 18:58, breytt í 1 skipti samtals.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Spíri » 30 Mar 2012 20:25

Sako75 300wsm meopta sjónauki.
Sako forester 243 nikko stirling
Tikka t3 varmint 308 meopta
Tikka t3 laim.stainl. 6,5x55 meopta
Remington 700 6mm284 Nightforce
Remington 700 300win mag Grs skepti, Nightforce væntanlegur ásamt þungu hlaupi og timney gikk.
Cz 452 22cal hawke
Remington 521-s 22cal
Remington 3006 herriffill model1917
Mosin nagant herrifill
Browning A5
Benelli centro
Stoeger 2000camo
Baikal
Astra
Ofl.
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Spíri » 30 Mar 2012 20:28

Gismin. Hvernig er sightron að koma út? Er hann þokkalega skýr með fulla stækkun?
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Mar 2012 21:04

Já hann er æði á alla lund. Hann er bjartur og skýr í öllum stækkunum, Hef prufað að vera á núlli á 150 og fara svo 39 klikk upp og skjóta á 400 metrum og svo 42 klikk niður og skjóta á 100 og kúlan var á efri línuni á tommu hringnum 3 klikk upp og það munaði kúlugati að hann væri aftur í miðju á 150 og það þarf ekki að vera kíkirinn. Eini gallin sem ég hef fundið er að húðaða kápan utan á kíkinum er svakalega viðkvæm og rispast auðveldlega svo það væri sterkur leikur að fá sér sokk utan um hann þegar hann er ekki í notkun.
Og þar sem ég hef dálítið gaman af að skjóta af löngum færum þá á ég eftir að kaupa sightron 8-32x56 á einhvern góðan riffil
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Mar 2012 21:37

Í skápnum
Remington 870 express (Jólagjöf frá konunni 2005)
Otterup M69 6,5x55, mikið breyttur með Nightforce 5.5-22x56 í láni (Fer Sightron á hann)
Svissneskur K31 7,5x55
Otterup M70 .22LR markriffill
Harrington & Richardsson 12 gauge einhleypa
Browning M1910/22 .32 ACP French navy
Erlendis
Schmidh & Rubin K11 sem afi notaði í herþjónustu og gaf mér, er í Sviss ennþá
Næst á dagsskrá
Savage Rascal .22LR
Berretta 686 Silver Pigeon I sporting

Maður er ekki hálfdrættingur á við ykkur en þetta mjakast :P
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Apr 2012 10:33

Riffill Mauser m98 6,5-284, Tasco 6-24x42
Riffil haglabyssa combi, Valmet 12/222, Red dot 1x
Riffill Krico skíðagöngu skotfimi riffill cal. 22 með gatasigti.
Haglabyssa Stevens einsskota boltalás með tveggja skota magasíni.
Haglabyssa AYA cal. 410 tvíhleypa.
Kindabyssa PAV 22 cal. einsskota, styttri típan.

Hef að láni.
Riffil haglabyssa Ferlack 12/375 H&H, kíkir orginal 1,5-4x stækkun.
Riffill Sako cal. 222 Rhiimaki, heilskeftur.

Í geymslu hjá mér.
Haglabyssa Drífa cal. 12 einsskota boltalás.
Haglabyssa Baikal cal. 12 einsskota.
Krag Jörgensen 6,5x55 settur saman fyrir heimavarnaliðið í Noregi á stríðsárunum.
Viðhengi
2007-11-21, Siggi á Vaðbrekku b.jpg
Ferlack 12/375H&H
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Rissi
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:06 Jul 2010 00:27

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Rissi » 01 Apr 2012 13:55

Í skápnum hjá mér eru

Sako 85 Varmint .243 með 3-12x56 Zeiss
Jalonen 6,5x284 með 6-24x56 Zeiss
Browning Gold Hunter 12ga 3 1/2" með 3-12x56 Meopta
Browning Gold Hunter 12ga 3 1/2"
Toz .22 cal
Mossberg 12 ga pumpa 3"
Gömul belgísk tvíhleypa 12 ga 2 3/4"

Hef meira pláss í skápnum. stefni á að næsta byssa verði 222 cal riffill

Kveðja

Rissi
Með kveðju
Reynir Þorsteinsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Apr 2012 21:19

Ég er víst orðinn nokkuð seinn í þessa umræðu, og ástæðan er sú að ég er oft á tíðum staddur langt norður í hafi, eða um 20-30 mílur norðan Kolbeinseyjar.
En í mínum skáp er alltaf smá pláss.
Þar leynast samt nokkrar byssur.
Fyrst skal telja Sako TRG 42 300 wm með 6-24x Zeizz sjónauka. Nota þennan riffil mjög lítið, og hef stundum velt fyrir mér að selja hann.. en... tími því sennilega aldrei. Þetta eru góðir rifflar.
Næst kemur einn riffill í cal 308 win. Upprunalega Mossberg í cal 243 sem ég fékkk eftir pabba minn heitinn. En það er komið á hann hlaup í áðurnefndu cal af Winchester, model 70 riffli.
Hef Leupold 12x ofan á honum.
Síðan kemur sennilega uppáhaldið, sem er riffill í Sako skepti, og Sako lás, og nota ég tvö hlaup á hann.
Annað er þungt flutað Hart hlaup í cal 6,5x47 Lapua, og hitt er heavy varmint í 6BR Norma.
Þennan riffil er búið að snikka allmikið til, s.s. að bedda, rétta upp gengjur ´i lás, og fóðra upp.
Canjar mikro gikkur. Ofan á þessu er NF 8-32x 56 BR. gler.
Haglabyssurnar mínar eru ekki margar, enda nota ég þær aðallega í rjúpu.
Þar er gamli góði Browning A-5 3ja tommu frá því 1968 og hefur aldrei slegið feilpúst.
Svo er aðal fuglabyssan mín sem er Marocchi Trapper u/y með 32 tommu hlaupi og með full og extra full choke.
22ja cal Toz leynist þarna líka sem ég nota ekkert. Aldursforsetinn er líklega 22ja cal JGA fjárbyssa, líklega síðan 1912 eða svo.
Að lokum er einn BRno í cal 22 Hornet með ævafornum Jena Zeizz sjónauka .
Sennilega ein, eða tvær viskíflöskur, sem eru ekki alveg tómar, en það styttist í það :D
Síðast breytt af gylfisig þann 11 Apr 2012 22:23, breytt í 1 skipti samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Apr 2012 22:20

Gylfi, þú ert aldrei of seinn með spjall hér. Þetta er svo þróað að um leið og þú setur eitthvað inn kemur það efst á spjallborðið.......þetta er bara snilld!!!!!
Takk Magnús!
Ég skil ekkert í þeim sem nenna að vera einhverju sautjanhundruðogsúrkálspjalli eftir að hafa séð þetta spjall og reynt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

máni
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:6
Skráður:23 Mar 2012 12:08

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af máni » 11 Apr 2012 22:52

það er nú enn heilmikið pláss hjá mér...
í rifflum er til
brno cal 222
brno cal 22
sako cal 22-250
jalonen cal 6,5x284

og hagla byssurnar eru tvær
remington 870
og breda hálfsjálfvirk..

Siggi, refaspjallið er með samskonar útfærslu og þetta spjall varðandi nýjustu innlegg....skora enn og aftur á þig að skella þér þar inn og hressa aðeins upp á þessa kalla þar.

með kveðju Jói

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 12 Apr 2012 20:21

Þetta er bráðskemtileg umræða og rétt að vera með...

Tikka T3 lite 6,5x55 með Bushnel Elite sjónauka.
Mossberg 22 wmr með Weaver gleri

Remington Versamax hálfsjálfvirk
Remington 1187 hálfsjálfvirk
Winchester 1200 pumpa. (Frá afa mínum)
Winchester 370 16 ga einhleypa (Frá hinum afanum)
Baikal einhleypa
Hunor einhleypa
Simson Shul hlið við hlið tvíhleypa

Næst á dagskrá er nákvæmur riffill í einhverju skemtilegu cal 30.
Væri til í TRG-inn sem Gylfi ætlar kanski að selja ;)
Viðhengi
CIMG0901.JPG
CIMG0901.JPG (72.77KiB)Skoðað 9683 sinnum
CIMG0901.JPG
CIMG0901.JPG (72.77KiB)Skoðað 9683 sinnum
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 12 Apr 2012 21:48

Fyrsti pósturinn hér á spjallinu.

En það er nú frekar fátæklega hjá mér m.v. suma.

Sako 85 Laminated Stainless - 270 Win með S&B 3-12x50
Savage BTVS 17 HMR með Hawke Varmint 6-24x42
Remington 105 Cti
Remington 11-87 SPS
Remington/Baikal 20 Gauge tvíhleypa

Og svo á Savage LRP í 260 Rem að vera á leiðinni (eða Ólafur segir það amk). Á hann fer Vortex Viper PST 6-24x50 MRAD

Þetta breyttist eftir fyrstu skrif - Savage LRP varð að Tikku T3 Varmint í 260 Rem.

Kveðja,
Gísli
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af E.Har » 28 May 2012 12:10

Buinn að taka mikið til og fátt eftir.

Browning 325 nr 12 yfir undir.
Remmi 11-87 ca 21" hlaup, portað og conað.
Blaser R - 93 sporter Sem útrýmdi öðrum rifflum.
Hlaup 6.5-284 66 cm flutað
Hlaup 300 wsm 66 cm létt m. sigtum
Hlaup 9.3*62 50 cm skógarvippari m. sigtum.
Gler, Reddott, mest á 9,3
Gler Zeiss 3-12 mest á Wsm
Gler Zeiss 6-24 m. ljósi. mest á 6.5

Ættargripir.
Remington rollingblokk frá 1870 tilheyri O Ellufsenn á Sólbakka.
Anton Frankotti ca 1870 side side damaskushlup og þrengd hanabyssa.

Vantar bara góðan 22. helst straightpull.
Og 204 ruger
Og þið þekkið vandamálið :twisted:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 04 Jun 2012 08:18

Ruger M77 í .243
Norinco í .22
Remington 11-87 SPS
Remington 812

Það eru öll ósköpin.
Kv. Stefán Jökull

dabbsterinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:09 Dec 2019 06:05
Fullt nafn:Daði Jóhannesson

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af dabbsterinn » 27 Jan 2020 14:52

Ég held að ég noti mitt fyrsta innlegg hér til að lífga upp á þennan þráð

.22lr To3-17
.22 Otterup M70 m/ Vortex Crossfire 6-18×44

6BR Winchester Model 70 m/ Sightron SIII 10-50X60

Baikal IJ-18 12g einhleypa
SGS 12g Y/U tvíhleypa
Marocchi SI12 hálfsjálfvirk

markmið mitt í rifflum er fyrst og fremst að klára endurhleðslusettið mitt, síðan eignast original Winchester model 70 í .243, þar á eftir einhvern herriffil, ég er mjög heitur fyrir annað hvort Mosin Nagant eða K98 og að lokum (í bili) bland-byssu? tvíhleypu þar sem annað hlaupið tekur haglaskot en hitt riffilskot

markmið mitt í haglabyssum er að eignast restina af haglabyssufamilíunni, þ.e.a.s 10g til .410, pumpu, H/H og ef heppnin leikur við mig, þríhleypu

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Jan 2020 12:14

Já sælir !!
Ætli það sé ekki kominn tími á uppfærslu !
Ýmislegt breytt og bætt !

Riffill Mauser M98 cal. 6,5-284, með A-TEC 150 hertz hljóðdeyfi. Gler Carl Zeiss Conquest 6,5-20x50 MC silfurlitur.
Riffill Mauser M 18 cal. 6,5 Credmore með A-tec H2 hljóðdeyfi væntanlegt gler, Leica Fortis 6 2.5-15x56 i
Riffil haglabyssa combi, undir yfir Valmet 12/222.
Riffill Krico skíðagöngu skotfimi riffill cal. 22 með gatasigti magasín 5 skota
Riffill Henry Freemasons Tribute Edition með griplás cal. 22 magasín rör 16 skota
Riffill ISSC cal. 17 HMR magasín 5 skota.
Haglabyssa Stevens einsskota boltalás með tveggja skota magasíni.
Haglabyssa Buhag cal. 12 einskota
Haglabyssa Remington 1100
Haglabyssa spænsk AYA cal. 410 tvíhleypa.
Haglabyssa KY FRANCE 9 mm einskota
Haglaskammbyssa Serena cal. 410 einskota
Haglaskammbyssa Serena cal. 410 einskota
Kindabyssa PAV 22 cal. einsskota, styttri típan.
Kindabyssa NAC 22 cal. einskota með boltalás, bogið skefti
Kindabyssa 22 cal. short, einskota árgerð cirka 1898
Skammbyssa Mauser 1911 cal. 22 magasín 10 skota.
Viðhengi
0F4E45E7-6045-4ED2-ACF2-307BD2649765.jpeg
Nýi Henry level aksion riffilinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Byssusafnið ykkar ? Hvað leynist í skápnum !

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Feb 2020 21:42

Jaaaááá´......

Mauser .284 Win aukahlaup 7mm rem mag (lúið og búið að leggja því)
Sako 6,5x47 og aukahlaup 308.
6,5x55 Kragh
Hatsan 125, notaður í trjátoppasnyrtingar
Marlin M1 .22, notaður í trjátoppasnyrtingar þegar Hatsan ræður ekki við goluna.
L.C. Smith 12 GA, notuð síðustu 15 árin eða svo í kappróðraræsingu.
UNAZU 12 GA
Escort Dbl Magnum 12 GA
Benelli S90
Síðan er einn Savage .22 í skápnum til viðbótar.

Það er á dagskránni að endurnýja 7mm rem mag.
Sindri Karl Sigurðsson

Svara