Síða 1 af 1

Skrapp á völlin í dag.

Posted: 26 Dec 2015 18:52
af Aflabrestur
Sælir.
Við Gústi gamli skruppum á völlin i dag til að hrista af okkur jólaslenið og fá smá frískt púðurloft í lungun og stylla inn hentugra gler fyrir áramótið á AK. Aðstæðurnar voru fínar þannig séð, smá hálka á borðinu :? nú hefði verið betra að hafa Vangard eða Atlas heldur en Harris tvífót en alla vega er ég sáttir með 110 ára herriffil og 50k sjónauka :mrgreen:

Re: Skrapp á völlin í dag.

Posted: 26 Dec 2015 18:54
af Aflabrestur
Fleiri myndir

Re: Skrapp á völlin í dag.

Posted: 28 Dec 2015 17:16
af petrolhead
Eruð þið gamlingjarnir þá klárir í gamlárs skemmtunina ? :lol: :lol: :lol:
Ætli maður verði ekki að fylgja gefnu fordæmi og fara að draga eitthvað fram úr skápnum og dusta af því mesta rykið :?

MBK
Gæi

Re: Skrapp á völlin í dag.

Posted: 28 Dec 2015 21:01
af Aflabrestur
Gáðu að því hvern þú kallar gamlan :evil: "góði"
En ef um meðalaldur skyttu og riffils er að ræða þá hef ég klárlega vinningin :oops:
Getum við ekki komið þessu einhvern vegin inn í stigaúteikningin td.
skor + meðlalaldur skyttu & riffils / 2 = stig :mrgreen:
En alla vega er stefnan á Áramótið

Re: Skrapp á völlin í dag.

Posted: 29 Dec 2015 23:30
af petrolhead
Úpps nú hef ég ekki gætt tungu minnar :oops: :oops:

En þetta væri skemmtileg nýbreytni í útreikningi á skori :lol: þú og Gústi hefðuð þá trúlega gott forskot amk er það elsta sem ég á í skápnum ekki nema 73 ára þannig að þú værir kominn með góða forgjöf eins og það heitir í golfinu :(

MBK
Gæi

Re: Skrapp á völlin í dag.

Posted: 03 Jan 2016 17:43
af Aflabrestur
Sælir.
Hvað er að þegar ekkert er að ? Gengið á Áramótinu var vægt til orða tekið misjafnt :evil: og öllu um kennt nema skyttunni þannig að það var skroppið á völlinn í dag og prufað og árangurinn sennilega það besta sem þessi gamli garmur hefur gert. (þe. riffillinn ekki ég) :mrgreen: þannig að ætli þetta skrifist ekki á mig í þetta sinnið.

Re: Skrapp á völlin í dag.

Posted: 03 Jan 2016 21:45
af petrolhead
Jæja félagi ætli við verðum þá ekki að játa það báðir tveir að hafa sjálfir að hafa klúðrað okkar málum á þessu móti :oops: Ég fann 8 hylki í viðbót í boxinu þegar heim var komið sem ekki var séns að loka á svo á einhverjum tímapunkti hafa farið 15 hylki í rangt box hjá mér :mrgreen:

MBK
Gæi

Re: Skrapp á völlin í dag.

Posted: 03 Jan 2016 22:16
af Aflabrestur
Jammm.
Eins gott að bakið er breytt þegar ræpan nær upp á herðar og stígvélinn full :lol:
Eins og ég sagði full sisea allt helv..... draslið ef það er meir en einn hólkur í spilinu í þessu cal. :mrgreen: