Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 30 Mar 2012 22:37

Búið er að leggja fram frumvarp að nýjum vopnalögum á alþingi. Þegar Ögmundur lagði fram frumvarpið til umsagnar var það mjög gagnrýnt af skotveiði og skotíþróttamönnum. Eftir að hafa rýnt í frumvarpið virðist vera búið að taka á þeim þáttum. Ég hef aðeins greint frumvarpið og kem með helstu hluti sem menn hafa velt fyrir sér. Áhugavert er að lesa greinargerðina með frumvarpinu sem er neðar í skjalinu.

Hérna má sjá frumvarpið í heild sinni: http://www.althingi.is/altext/140/s/1111.html

1. Langbogar, sveigbogar, trissubogar og örvaroddar falla ekki lengur undir vopnalögin, gert er ráð fyrir að ráðherra setji sér reglur yfir þessi tæki. Þessu ber að fagna fyrir bogfimiíþróttina

2. Hægt verður að fá hljóðdeyfi með leyfi lögreglustjóra fyrir riffla sem skjóta miðkveiktum skotum. Þó er óheimilt að nota skotfæri sem hafa verið hlaðin niður til að skjóta undir hljóðhraða eða randkveikt skot. Þó geta þeir sem starfa sem meindýraeyðar eða sambærilegt fengið undanþágu frá þessu (randkveikt skot og subsonic).

3. Hægt verður að fá hálfsjálfvirkar skammbyssur og hálfsjálfvirka riffla sem nota randkveikt skot og eru sannanlega ætlaðir til íþróttaiðkunnar.

4. Þeir sem eiga 20 skotvopn eða fleirri geta ekki eignast fleirri skotvopn, nema þeir séu byssusmiðir, innflytjendur, verslanir eða séu með safnleyfi.

5. Lásboga er hægt að flytja inn með leyfi lögreglustjóra.

6. Byssuskáp þarf að eiga við fyrsta vopn.

7. Lánsheimild á vopni gildi í 3 mánuði í stað 1 í dag.

8. Almennt eru ákvæði um breytingar á skotvopnum og annað mun skírari í lögunum en þau eru í dag.

9. Búið er að taka út 12 cm regluna fyrir hnífa.

10. Börn geta farið með foreldrum sínum að skjóta undir þeirra umsjá, engin aldurstakmörk.

Endilega kíkið á lögin og skoðið, ég hef ekki skoðað hvert ákvæði fyrir sig en mér líst mjög vel á þetta eins og þetta er orðið, að mestu.

Þetta er þó frumvarp og á eftir að fá meðferð á þingi þannig að það er ekki víst að þetta sé endanlegt.

Set inn helstu greinar frumvarpsins:
6. gr.

Bannað er að framleiða til notkunar eða sölu innan lands:
a. sprengifim flugskeyti og skotbúnað til hernaðar,
b. sjálfvirka eða hálfsjálfvirka skammbyssu,
c. sjálfvirkan eða hálfsjálfvirkan riffil,
d. sjálfvirka haglabyssu,
e. hálfsjálfvirka eða handhlaðna fjölskota haglabyssu með skothylkjahólfum sem tekur fleiri en tvö skothylki nema henni hafi verið breytt til samræmis við þennan áskilnað,
f. skotvopn, dulbúin sem eitthvað annað,
g. skot með skeytum sem ætlað er að rjúfa brynvörn eða eru með sprengju- eða íkveikjuskeytum svo og skeyti í slík skot,
h. skotfæri í skammbyssur með skeytum sem splundrast og skeyti í slík skot, nema þegar um er að ræða vopn til veiða eða íþróttaskotfimi fyrir þá sem hafa rétt til þess að nota þau, og
i. eftirlíkingar skotvopna.
14. gr.
Bannað er að versla með eða leigja út þá hluti sem greinir í 6. gr. Þó getur lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, að fenginni umsögn ríkislögreglustjóra, heimilað verslun með vopn sem getið er í 6. gr. ef þau hafa ótvírætt söfnunargildi vegna aldurs þeirra og tengsla við sögu landsins. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu getur, að fenginni umsögn ríkislögreglustjóra, enn fremur heimilað verslun með hálfsjálfvirkar skammbyssur og hálfsjálfvirka riffla fyrir randkveikt skot, enda séu slík vopn sérhönnuð að gerð og þyngd og sannanlega ætluð til íþróttaiðkunar svo sem nánar verður kveðið á um í reglugerð.
Bannað er að versla með skotfæri nema þau séu í umbúðum þar sem fram komi nafn framleiðanda, lotunúmer og gerð skotfæranna.
19. gr.
Að frátöldum þeim sem greinir í 4., 9. og 13. gr. er óheimilt að veita þeim sem á fyrir 20 skotvopn eða fleiri leyfi til þess að eignast fleiri skotvopn. Lögreglustjóri getur þó heimilað einstaklingi eða safni að eignast fleiri skotvopn og skotfæri fyrir þau, enda sé um að ræða vopn sem hafa ótvírætt söfnunargildi, svo sem vegna tengsla við sögu landsins.
Þegar um er að ræða safn skal tilnefna mann sem hefur skotvopnaleyfi til þess að sjá um skotvopn þess og skotfæri. Telst hann vera ábyrgur fyrir meðferð og vörslu vopnanna ásamt stjórnendum safnsins.
Óheimilt er að nota safnvopn skv. 1. mgr. eða kaupa fyrir þau skotfæri nema með leyfi lögreglustjóra. Vopn þessi skal skrá sérstaklega í skotvopnaskrá.
23. gr.
Eiganda skotvopns er óheimilt að selja eða gefa það nema viðtakandi sýni fram á að hann hafi leyfi lögreglustjóra fyrir vopninu.
Eiganda skotvopns er óheimilt að selja, gefa eða afhenda á annan hátt skotvopn sem bannað er í lögum þessum eða reglum samkvæmt þeim. Selja má þó slík vopn úr landi, að fengnu leyfi lögreglustjóra.
Eiganda skotvopns er heimilt að lána það öðrum til tímabundinna afnota í allt að þrjá mánuði, enda hafi sá leyfi til þess að nota sambærilegt skotvopn. Skal eigandi þá gefa út skriflega heimild til hans fyrir láninu.
Breytingar á lásgerð skotvopns, kalíber eða hámarksfjölda skota eða öðru því sem hefur umtalsverð áhrif á stærð, verkan, eða skilgreiningu skotvopnsins, eru óheimilar nema með leyfi lögreglustjóra. Þá er óheimilt án leyfis lögreglustjóra að breyta hlauplengd vopns ef það leiðir til þess að skilgreining þess samkvæmt lögunum breytist.
Þrátt fyrir 4. mgr. eru minni háttar breytingar á skotvopni heimilar án leyfis lögreglustjóra, svo sem að skipta um eða breyta skefti vopns svo að það hæfi eigandanum, skipta um eða lagfæra aðra hluta en meginhluta þess. Tilkynna skal þó lögreglustjóra um slíkar breytingar ef stærð vopnsins breytist við þær.
Óheimilt er að setja hljóðdeyfi á skotvopn nema með leyfi lögreglustjóra. Eingöngu er heimilt að veita leyfi fyrir hljóðdeyfi á stærri riffla sem nota miðkveikt skot. Þó er óheimilt að nota hljóðdeyfi ef skot hefur verið hlaðið niður þannig að hraði skots fari undir hljóðhraða. Að því leyti sem það samrýmist friðunar- og veiðilöggjöf getur lögreglustjóri, ef nauðsyn ber til, veitt undanþágu frá banni til að nota hljóðdeyfi á öll vopn til þeirra sem nota skotvopn vegna atvinnu sinnar, svo sem við eyðingu vargs eða meindýra í þéttbýli.
27. gr.
Eigandi eða sá sem geymir skotvopn og skotfæri skal ábyrgjast vörslu þeirra með þeim hætti að óviðkomandi aðili nái ekki til þeirra.
Þegar skotvopn og skotfæri eru ekki í notkun skulu skotvopn geymd í læstri hirslu af viðurkenndri gerð. Þá skulu skotfæri geymd í læstri hirslu, aðskilinni frá skotvopninu sem þau eiga við.
Lögreglustjóri getur, hvenær sem er og án sérstakrar heimildar, krafist þess að fá aðgang að húsnæði þar sem geymd eru skotvopn og skotfæri til þess að kanna hvort skilyrði 1. og 2. mgr. þessarar greinar séu uppfyllt.
50. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2012 .
Við gildistöku laga þessara falla úr gildi vopnalög, nr. 16/1998, með áorðnum breytingum.

Ákvæði til bráðabirgða.
Einstaklingur sem fengið hefur skotvopnaleyfi og uppfyllir ekki ákvæði 2. mgr. 27. gr., um geymslu skotvopns sem hann hefur í vörslum sínum, skal innan tveggja ára frá gildistöku reglugerðar um geymslu skotvopna og skotfæra sanna fyrir lögreglustjóra að hann hafi bætt úr því.
Bann við því að eiga og nota skotvopn í lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim tekur ekki til skotvopna sem fara í bága við lög þessi hafi þau verið lögleg eftir eldri lögum.
Þrátt fyrir skilyrði II., III. og IV. kafla skulu þeir sem fengið hafa leyfi til þess að framleiða, flytja inn eða úr landi, versla með, eiga eða fara með skotvopn, skotfæri, sprengiefni og skotelda í gildistíð eldri laga halda þeim réttindum sínum. Leyfishöfum ber þó að uppfylla skilyrði laganna þegar leyfi er endurnýjað.
Framleiðendur og innflytjendur skv. 2. og 3. mgr. 38. gr., um CE-samræmismerkingu og gerðarviðurkenningu, skulu hafa lagað sig að reglunum eigi síðar en 1. janúar 2014.
Ákvæði 4. mgr. gildir ekki um skotelda sem framleiddir eru hér á landi.
Óheimilt er að selja skotelda sem fluttir hafa verið inn fyrir 1. janúar 2014 og uppfylla ekki skilyrði 2. mgr. 38. gr. um CE-samræmismerkingu til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins
.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Mar 2012 22:51

Þetta er mikklu jákvæðari og skynsamari lög sýnist mér og ber að þakka fyrir þann góða vilja að hafa hlustað og tekið tillit til okkar skotvopna eigenda.
Meigi hann hafa þökk fyrir
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 31 Mar 2012 10:22

Sælir.
Er ekki búinn að lesa þetta yfir annað en það sem Magnús var að pósta. Og lýst bara sæmilega á þetta nema þá helst 20 byssu hámarkið það er að bitna á mjög fámennum hópi safnara sem að eru mér best vitandi flestir ef ekki allir til fyrirmindar hvað varðar geymsluaðstæður og umgengni.
Þótt ég fái safnaraleyfi þá er ég að skjóta úr flesum mínum byssum í dag en ef ég skrái þær sem safngripi er mér það óheimilt sem er fúlt mætti hugsanlega binda það við skotsvæði.
Hins vegar tel ég hættu á að þetta verði til þess að safnarar og aðrir heiðarlegir menn sem hafa verið að skrá óskráðar byssur sem þeir koma höndum yfir hætti því ferli þar sem það er beinlínis verið að hegna þér fyrir þá viðleitni, ég skráði td. 3 gamla safn gripi í fyrra og dauð sé eftir því núna að hafa gert það.
Annars er þetta bara ágætt.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 31 Mar 2012 10:34

Jón, ég er sammála þér með þetta ákvæði. Hefði viljað sjá einfaldlega gerða ríkari kröfur til þeirra sem eiga 20 vopn, eða sambærilegt. Reyndar kemur fram í lögunum að hægt er að sækja um leyfi til að skjóta úr safnvopnum, þannig að mér skilst að það sé ekki óheimilt með öllu. Þetta ákvæði mun held ég ekki heldur virka sem skildi þar sem hægt væri að skrá 20 skotvopn á hvern fjölskyldumeðlim sem er með skotvopnaleyfi, og því væri betra að hafa þetta rétt skráð en bara gerðar ríkari kröfur um geymslu.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af 257wby » 31 Mar 2012 10:41

Margt gott í þessu frumvarpi,skápur við fyrstu byssu er eitthvað sem hefði átt að vera frá upphafi. Skýrari lög koma vonandi í veg fyrir mismunandi túlkun laganna milli embætta.Góðar fréttir fyrir bogfimi menn og konur og einnig góðar fréttir varðandi hljóðdeyfamálið endalausa.

Slæmar fréttir fyrir safnara, eins og Jón vinur minn bendir á þá eru þeir aðilar sem hafa safnaraleyfi með alla aðstöðu í toppstandi, í mínum huga eru 100 byssur í öruggri hirslu ekki hættulegri en 20 byssur í öruggri hirslu en greinilegt að skoðun ráðherra og ráðgjafa hans er önnur.

Hertar reglur varðandi skammbyssur,mér vitanlega hafa löglega skráðar skammbyssur aldrei verið vandamál hérlendis,glæpamenn munu hér eftir sem hingað til nota þau vopn sem þeir hafa í fórum sínum óháð hvort þau séu lögleg eður ei þannig að þessi breyting mun ekki hafa nein áhrif á notkun umræddra vopna við ólöglegt athæfi.
þá finnst mér fyrir neðan allar hellur að ráðherra skuli ekki sýna Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands og Skotíþróttasambandinu þá virðingu að fara yfir þessi mál með þeim þegar þess var óskað.

Kv. Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

Norz
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Norz » 31 Mar 2012 11:10

Mér líst furðanlega vel á þetta frumvarp, og þó er ég með þeim svartsýnni norðan miðbaugs, þarna er tekið á mörgu sem hefur verið jarðvegur fjölmargra rifrildra og dómsmála síðastliðin ár.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 31 Mar 2012 11:19

Varðandi skammbyssutakmörkunina þá eru þetta athugasemdir með greininni:
Um 6. gr.
Í þessari grein eru talin upp þau vopn, skotfæri og búnaður sem bannaður er á hinu borgaralega sviði. Er hér að nokkru leyti byggt á 4. mgr. 5. gr. núgildandi laga en einnig höfð hliðsjón af tilskipun nr. 91/477/EBE um eftirlit með öflun og eign vopna. Lagt er til að sjálfvirkir og hálfsjálfvirkir rifflar og skammbyssur verði áfram bönnuð vopn hér á landi en þó verði heimilt að flytja inn, versla með og fara með bönnuð vopn á grundvelli undanþágu þar um svo sem nánar verður skýrt í athugasemdum með 10., 14. og 16. gr. frumvarpsins. Undanþáguheimildirnar eru þó þrengdar frá gildandi löggjöf í ljósi þess að grunur hefur verið um meinta misnotkun á undanþáguákvæði gildandi laga og þá einkum á hálfsjálfvirkum skammbyssum til íþróttaiðkunar. Lítið hefur þó sést til þessara vopna í skotkeppnum og skotæfingasvæðum hér á landi. Svo virðist sem þessi skotvopn séu ekki keypt í þeim tilgangi að stunda skotfimi þrátt fyrir að leyfið fyrir skotvopninu sé fengið með vísan til skotíþrótta. Þrátt fyrir þær þrengingar sem lagðar verða til í frumvarpi þessu gætu talist íþyngjandi fyrir fámennan hóp manna þá verður að telja það smávægilega hagsmuni þegar litið er til almannahagsmuna. Skotvopn eru hættuleg tæki og almenningur hlýtur að mega treysta því að þau skotvopn sem almennt eru hættulegri en önnur komist ekki í hendur óvandaðra einstaklinga vegna hagsmuna fámenns hóps manna.
Eins og Guðmann bendir á tók Ögmundur ekki boði Stí um að hitta þá vegna þessa máls sem er ekki ásættanlegt. Hinsvegar er þetta erfitt mál þar sem núverandi undanþáguheimild hefur verið misnotuð og (stór?) hluti þeirra skammbyssna sem fluttar hafa verið inn, hafa ekki sést á íþróttaæfingum, þótt þær hafi verið fluttar inn til þess eingöngu. Ég hef sjálfur áhuga á skammbyssuskotfimi, þannig að ég er ekki hress með þetta, en hef ákveðinn skilning á þessu ákvæði.

Ekki þykir mér mikið koma til þeirra röksemda sem færð eru fyrir 20 byssu banninu.
Um 19. gr.
Í 1. mgr. er sett ákvæði um hámarksfjölda skotvopna í eigu einstaklinga eða safna. Slíkt ákvæði hefur ekki verið í lögum hér á landi. Allmörg dæmi eru um það að menn eigi fleiri en 20 skotvopn. Ætla má að mörgum mundi reynast örðugt að varðveita fleiri skotvopn en 20 á þann tryggilega hátt sem áskilinn er í 27. gr. frumvarpsins og ekki verður við það unað að einstaklingar komi sér upp vopnabúrum. Jafnframt er gengið út frá því að þetta hámark komi til móts við þarfir og smekk sem flestra. Gert er ráð fyrir því að frá þessu takmarki megi víkja ef alveg sérstaklega stendur á vegna söfnunargildis vopns. Að öðru leyti þarfnast greinin ekki skýringa.
Ég fanga þó einu sem ég minntist ekki á í fyrsta póstinum en það er feður geta farið með börn sín að skjóta og veiða sbr.
17. gr
...
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. getur forráðamaður, nákominn ættingi eða venslamaður yngra manns en 20 ára, sem sjálfur er minnst 25 ára að aldri og hefur haft skotvopnaleyfi í minnst tvö ár, leyft honum að nota skotvopnið til skotæfinga eða veiða, enda sé hann sjálfur viðstaddur, hafi umsjón með notkun skotvopnsins, sýni fyllstu aðgæslu og láti skotvopnið ekki úr yfirráðum sínum. Sé um að ræða ólögráða mann og viðkomandi er ekki forráðamaður hans, skal einnig liggja fyrir skriflegt leyfi forráðamannsins til þessa.
Heimilt er viðurkenndu skotfélagi, skotveiðifélagi og skotíþróttafélagi að lána manni skotvopn í eigu félagsins til þess að æfa skotfimi á svæði félagsins í þeim flokki skotvopna sem heimilt er að veita byrjendum leyfi fyrir. Sé viðkomandi ólögráða skal hann hafa leyfi forráðamanns til þessa. Það er auk þess skilyrði að viðkomandi noti vopnið undir umsjón félagsmanns sem taki við því að notkun lokinni.
Og athugasemdirnar
Í 6. mgr. er gert ráð fyrir því að forráðamaður eða nákominn venslamaður geti leyft þeim sem yngri er en 20 ára að nota skotvopn með þeim ströngu skilyrðum sem þar greinir. Þetta er í samræmi við það sem ávallt hefur viðgengist og hefur verið látið óátalið. Þykir vera rétt að festa þetta í lögum, enda verður ekki séð að þetta valdi hættu á misnotkun. Náinn ættingi eða venslamaður telst hér vera foreldri, stjúpforeldri, afi eða amma, systkini og stjúpsystkini, mágur og mágkona.
Í 7. mgr. er gert ráð fyrir því að maður geti fengið lánað skotvopn hjá skotíþrótta- eða skotveiðifélagi til þess að æfa með því á svæði félagsins án þess að hann þurfi að fá útgefið skotvopnaleyfi. Er þetta ákvæði sett til þess að koma til móts við þörf þeirra sem kynnu að vilja láta reyna á það hvort það henti þeim að leggja stund á skotfimi án þess að þeir þurfi fyrst að afla sér skotvopnaleyfis.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Rissi
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:23
Skráður:06 Jul 2010 00:27

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Rissi » 01 Apr 2012 16:13

Þetta frumvarp eru stórt skref í rétta átt að mínu mati. Ég hefði þó viljað sjá aðra útfærslu á hámarks byssueign og ég tek undir sjónarmið Guðmanns varðandi skammbyssurnar. En stærstu kostirnir finnst mér vera þeir að mega fara með yngri mann en 20 ára á veiðar og til æfinga og að það er opnað fyrir notkun hljóðdeyfa. Það gerir unga fólkinu sem hefur áhuga ekkert nema gott að veiða eða skjóta í mark með sér eldri og reyndari mönnum og þegar kemur að skotvopnaprófinu þá eru þessir einstaklingar komnir með reynslu sem aðrir sem taka prófið þurfa að afla sér seinna. Hvað varðar hljóðdeyfana þá opnast fyrir notkun þeirra og aukin notkun á hljóðdeyfum er bara af því góða. Það er tekið sérstaklega fram í frumvarpinu að notkun þeirra sé heimil með leyfi lögreglustjóra. Það er því auðveldara fyrir þá að gefa leyfi þegar þeim berst rökstudd umsókn. Hljóðdeyfar hafa mjög mikla kosti og að mínu mati ættu þeir að vera staðalbúnaður hjá atvinnuveiðimönnum eins og t.d. grenjaskyttum. Það er oft á tíðum ómögulegt fyrir þá að nota heyrnahlífar og hljóðdeyfar því eina leiðin fyrir þá að starfa í umhverfi þar sem hávaði fer ekki yfir hættumörk.
Með kveðju
Reynir Þorsteinsson

Benni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Benni » 08 Apr 2012 14:46

Sælir.
Er Frumvarpið enn að velkjast á pöllum hinna háu herra eða?
Er mjög forvitinn að vita hvernig þetta endar með hljóðdeyfana og hvenar verður hægt að kaupa sér slíkann ef hægt verður.

Kv Benni

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Apr 2012 15:13

Það var hent fram nokkrum tugum frumvarpa á sama tíma og þetta frumvarp sem eiga öll eftir að fá meðferð. Þetta frumvarp er ekki ennþá komið á dagsskrá en það þarf að fara í gegnum þrjár umferðir á þingi áður en það verður samþykkt eða fellt. Það gæti líka tekið breytingum þótt ég efist um að það gerist, nema hagsmunasamtök þrýsti á einhverjar breytingar.

Miðað við hvernig ákvæðið um hljóðdeyfana hljóðar virðist vera gert ráð fyrir því að hljóðdeyfar verði leyfðir, þannig túlka ég umrædda grein.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 2
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Benni » 08 Apr 2012 16:08

Já get ekki lesið þetta öðruvísi en að þeir verði leyfðir eins og frumvarpið er.
Bara vonandi að það taki þá ekki mörg ár að koma þessu í gegn..

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Apr 2012 17:13

Já, maður vonar að þetta fari bara hratt og örugglega í gegn, mætti jafnvel snurfusa frumvarpið eilítið í nefnd og svona...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Apr 2012 17:47

Það er nú voðalega hætt við að þetta dagi upp í þinginu þegar þarf að forgangsraða á síðustu dögum þingsins, þetta er nú kannski ekki sérstakt óskamál einhverra þingmanna sem beita þrýstingi síðustu dagana til að málið fái brautargengi.
Stutt er að minnast frumvarpsins um hreindýr og hreindýraveiðar, það var bara fyrir mikinn þrýsting sem það fékkst afgreitt á síðustu dögum þingsins í fyrra.
Það var tafið fyrir því frumvarpi á síðustu dögum þingsins með því að vísa því til nefndar aftur, endirinn var sá að frumvarpið var samþykkt of seint svo það eyðilagði leiðsögumannanámskeiðið sem haldið var í kjölfarið.
Frumvarpið ekki búið að öðlast fullt gildi með birtingu í stjórnartíðindum og 25 leiðsögumenn fengu leiðsögumannaréttindi úr kornflexpakka, enda árangur sumra þeirra eftir því, alveg með eindæmum!
Minnstu munaði að það eyðilegði það leiðsögumannakerfi hreindýraveiða sem er við lýði í dag og þykir til fyrirmyndar víða um heim.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Bowtech » 09 Apr 2012 16:27

Ég er nokkuð sáttur við þetta frumvarp að minnsta kost gagnvart því sem ég hef verið að berjast fyrir í um 2 ár en það er breytingar á bogaeign. En að öðru þá er maður nokkuð sáttur en 2 atriði sem mér fyndist að betur mætti fara gagnvart fjölda skotvopna, hljóðdeyfir og skammbyssudæmið.

Miðað við frumvarpið þá er lagt til að bogar almennt verði undanþegnir lögum en settar verða nánari reglur en lásbogar verða áfram tilgreindir í lögum. Og er það gert samkvæmt tillögum Bogveiðifélag Íslands eins og sagt er í athugasemdum.
Hér fyrir neðan eru úrdrættir úr frumvarpi yfir það sem viðkemur bogaeign athugasemdir ofl.

V. KAFLI
Önnur vopn.
40. gr.

Vopnaburður á almannafæri er bannaður. Heimilt er að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar eða í öðrum tilvikum þegar hættulaust telst.
Enginn má, nema að fengnu leyfi lögreglustjóra, framleiða, flytja inn til landsins, eignast, hafa í vörslum sínum eða fara með eftirtalin vopn:
a. lásboga sem hefur meiri togkraft en 7 kg,
b. sverð, og
c. bolta í lásboga.
Skilyrði fyrir því að fá leyfi skv. 2. mgr. er að umsækjandi hafi náð 20 ára aldri. Þá skal fara um leyfisveitinguna skv. 16. og 17. gr., eftir því sem við á.
Þá eru þau nýmæli að hefðbundnir örvabogar falli ekki undir ákvæði frumvarpsins heldur er gert ráð fyrir að ráðherra setji um þá reglur. Er þetta gert að tillögu Bogveiðifélags Íslands. Þó mun lásbogi með 7 kg togkraft eða meira falla áfram undir ákvæði frumvarpsins.

Í 2. mgr. er gert ráð fyrir því að lögreglustjóri veiti leyfi fyrir lásboga með 7 kg togkrafti eða meiri togkrafti, sverði og boltum í lásboga. Almennir bogar verða undanskildir ákvæðum um innflutning o.fl. en ráðherra mun setja um þá reglur. Slíkt mun tíðkast í nágrannaríkjum Íslands og þrátt fyrir að bogar geti verið afar öflug og langdræg vopn þá hafa ekki skapast vandræði hérlendis né erlendis vegna þeirra.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 08 May 2012 22:35

Ein stór breyting á lögunum er sú að núna gildir hin almenna lögmætisregla. Þ.e að það sem ekki er bannað er leyft sem er öfugt við fyrri lög og í raun ekki góð löggjöf. Hinsvegar eru lögin mjög ítarleg en nú mál líkja skotvopnaleyfinu við bílpróf.

Þegar maður fær skotvopnaleyfið má maður nota og meðhöndla skotvopn í lögmætum tilgangi en svo eru setta reglur um hvað maður þarf að uppfylla til að fá skotvopnaleyfið eins og með bílprófið. Að sjálfsögðu má maður ekki meðhöndla skotvopn án skotvopnaleyfis.

Með þessu er verið að stíga skref frammávið og verið að viðurkenna að það er ekki byssan heldur maðurinn bakvið hana sem skiptir máli.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Sep 2012 07:25

Búið er að leggja frumvarpið aftur óbreytt fram á þessu þingi sem þykir nokkuð snemma á tímabilinu.

http://www.althingi.is/altext/141/s/0184.html

Hinsvegar er búið að leggja fram aragrúa af "stórum" frumvörpum svo að nú er bara að sjá hvað gerist ásamt því að nýta tíman til að tryggja smáatriðin þegar frumvarpið fer í meðferð alsherjarnefndar.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Oct 2012 10:37

Forvitnilegt.

Nú hefst enn og aftur vinna við þetta.
Hvað finnst mönnum gott og hverju þarf að breyta?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Oct 2012 17:02

Það er margt mjög gott í frumvarpinu. T.d. er gert ráð fyrir því að hljóðdeyfar verði leyfðir. Minniháttar breytingar á skotvopnum verði ekki skráningaskyldar, yngri fjölskyldumeðlimir mega skjóta af skotvopnum undir eftirliti forráðamanna. Bogar falla ekki lengur undir lögin. Hámarkslengd á hnífum tekin úr lögunum. Grunnhugsun lagana er breytt, núna er það sem er ekki bannað leyft. Stífari skilyrði til að öðlast réttindi og margt sem ber að fagna.

Hinsvegar tel ég að það megi skoða betur það ákvæði þar sem hálfsjálfvirkar skammbyssur með miðkveiktum skotum eru alfarið bannaðar, en það svo til útilokar eina grein STÍ sem er gróf skammbyssa. Núverandi skilyrði fyrir keppnisbyssur eru nokkuð góðar til að tryggja að aðeins sé hægt að kaupa til þess ætlaðar keppnisbyssur í þeim flokki og mætti halda þeirri skilgreiningu áfram.

Einnig er ég á móti ákvæðinu um hámarksfjölda skotvopna. Frekar ætti að binda sömu skilyrði við þá sem eiga fleirri en 20 skotvopn til samræmis þá sem eru með verslanir eða söfn, þ.e. kröfur um geymslu og öryggisbúnað. Ákvæðið mun ekki ná markmiði sínu þar sem á heimili er hægt að skrá skotvopn á fleirri en einn fjölskyldumeðlim og mun aðeins auka á ónákvæmni skráninga skotvopna.

Að öllu jöfnu er ég mjög hlyntur þessu frumvarpi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af Morri » 03 Oct 2012 22:22

Sælir

Ég tek undir með síðsata ræðumanni. Ég er honum sammála í þessu máli.

20 vopn á mann hlutur sem ég skil ekki. Það er alveg sjálfsagt mál að menn eigi fleiri vopn finnst mér. Það er líka sjálfsagt að fara fram á það að þeir sem eigi t.d. 20 byssur eða fleiri þurfi að standast sömu kröfur og gerðar eru til þeirra sem eru með safnaraleyfi ( oft eru þetta sömu menn hvort eð er) Með svona heimild held ég að flestir gætu verið sáttir.

Auknar öryggiskröfur eru að hinu góða, að fá sér skáp við fyrstu byssu er flott mál. Hinsvegar vantar ákvæði í lögin um hvernig skápurinn skal vera útbúinn.

Hljóðdeyfar eru hlutir sem ég hef lengi viljað að væru löglegir, og vonandi verða lögreglustjórar liðlegir með leyfisveitingu til þeirra sem þess óska, hljóðdeyfarnir skráðir í skotvopnaskránna, enda sé breytingin tekin út af byssusmið eða rennismið ( eitthvað í þessum dúr)

Hvað varðar hálfsjálfvirkar skammbyssur og skammbyssur á íslandi yfir höfuð þá held ég að það séu ansi margar byssur sem aldrei eru notaðar við íþróttaiðkun, þó þær séu þannig skráðar. margar hverja liggja bara inni í skáp og eru bara skemmtun að eiga fyrir okkur dellukallana. Skil mjög vel að það þyrfti að herða reglurnar um skammbyssueign, en að banna allt með pennastriki, því er ég á móti.
Það er algert lágmark að leyft verði að eignast þau vopn sem er æft og keppt í hér á landi nú þegar. Olympíugreinar og vopn sem undir þær falla eiga að vera undanskildar banni.


Ekki meira um þetta að sinni

Ómar
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Búið að leggja fram ný vopnalög á alþingi

Ólesinn póstur af maggragg » 03 Oct 2012 23:13

Varðandi markbyssur fyrir grófa skammbyssur þá setti LRH reglur fyrr á árinu varðandi þær og væri hægt að notast við þá skilgreiningu svo gróf skammbyssa yrði ekki útilokuð, en reglurnar útiloka aðrar byssur sem ekki væru ætlaðar til markskotfimi.

Tekið af vef Ísness:
Okkur var að berast ný skilgreining frá Lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á sérhönnuðum grófum skammbyssum sem skotíþróttamönnum leyfist að eignast hérlendis:

1) Byssan uppfylli skilyrði ISSF 2) Byssan er framleidd og markaðssett til notkunar í Grófri skammbyssu 3) Óbreyttur skotgeymir taki ekki meira en 6 skot. 4) Heildarlengd á óbreyttri byssu sé ekki styttri en 270mm. 5) Gikkþungi skal vera stillanlegur í 1000gr til 1500gr.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara