Síða 2 af 3

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 09 Feb 2016 22:56
af gkristjansson
Síðasta uppfærsla fyrir "háttinn".

Komnar 380 undirskriftir en eins og einhver spekingurinn sagði "Mikið vill meira". 380 undirskriftir er minna en 0.2% af þjóðinni og það þarf sjálfsagt meira en það til að ná eyra upptekins ráðherra.....

Halda áfram að skrifa undir....

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 10 Feb 2016 01:07
af Stebbi Sniper
Ég er kominn á blað... nálgumst 500... sem er kannski svona 10 % af því sem við þyrftum til að ná a.m.k. öðru eyra þessa fólks...

Mesta svekkelsið við þessa könnun hlítur samt að vera að Siggi skyldi ekki lenda númer 308 í röðinni... Ingvar Kristjáns getur hinsvegar verið rólegur því bæði 2506 og 3006 er eftir... :lol: :roll: :D

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 10 Feb 2016 14:45
af Haglari
Er eitthvað hægt að troða þessu inn á fjölmiðla til að fá meiri umfjöllun og hugsanlega fleiri undirskriftir. Mér finnst að öll umræða þurfi að koma upp á yfirborðið! neikvæð og jákvæð.

Sú spurning sem hefur brunnið á mér undanfarið er afhverju er það álitið neikvætt að það heyrist minna í skotvopnum. Afhverju þarf að takmarka þetta við centerfire riffla, afhverju er það neikvætt að gera rimfire riffla mun hljóðlátari. Rimfire eins og 22 WMR, 17 HMR og 17 HM2 fara öll yfir hljóðraða. Einungis 22LR æfingaskot fara undir hljóðraða, það heyrist mjög lágt í 22LR subsonic nú þegar en ég sé það ekki sem eitthvað neikvætt að það heyrist ennþá minna. Mér þætti mjög áhugavert að heyra þá sem sitja að ákvörðunarvaldi í þessu afhverju það sé álitið neikvætt að það heyrist hugsanlega 120-130 dB í veiðiriffli í staðin fyrir 160-170 dB?

Kv.
Óskar Andri

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 10 Feb 2016 16:22
af karlguðna
sammála síðasta ræðumanni, óþarfi að vera að flækja málið. Engin haldbær rök fyrir því að banna hljóðkúta , sama hvaða caliber það er , en flott og gott mál þessi undirskriftarsöfnun, búin að senda pósta á nokkra, :P

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 10 Feb 2016 17:11
af gkristjansson
Það eru komnar 495 undirskriftir eins og er á þeim tveim dögum sem söfnunin hefur verið í gangi. Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að það þurfi einhverjar þúsundir undirskrifta til að fá ráðherra til að einu sinni lesa þetta....

Ég hef enn sem komið er ekki heyrt nein haldbær rök fyrir því af hverju á ekki að leyfa þetta, hefur einhver heyrt einhver rök gegn þessu?

Líst vel á að reyna að koma málinu í fjölmiðla þetta er ekki mál sem bara snertir okkur skyttur og veiðimenn heldur líka vini okkar og vandamenn sem án efa vilja að við höldum heyrninni.

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 10 Feb 2016 17:21
af Haglari
Fólk má standa sig betur að skrifa undir.... bara inni á skotveiðispjallinu á facebook eru 4811 notendur. Þá finnst mér mikið vanta uppá þegar undirskriftirnar eru einungis 495. Þekkir einhver hverjir eru forsarsmenn þessara spjallgrúbbu, það hlítur að vera hægt að hengja tengil inn á listann efst á síðunni!

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 10 Feb 2016 17:32
af gkristjansson
Það er búið að pósta um þessa undirskriftarsöfnun á skotveiðispjallinu.

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 10 Feb 2016 20:40
af gkristjansson
Háttartímauppfærsla: Komnar 518 undirskriftir.

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 10 Feb 2016 21:06
af Gisminn
Bæði ég og konan búin að kvitta

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 11 Feb 2016 21:33
af gkristjansson
Uppfærsla dagsins: Komnar 720 undirskriftir þegar að þetta er skrifað á þrem dögum.

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 11 Feb 2016 23:05
af Stebbi Sniper
Sæll Guðfinnur

Þetta er flott framtak hjá þér, en nú þarf líka að fylgja þessu eftir. Hafa menn hjá skotvís eitthverja skoðun á þessari söfnun? Er ekki hægt að fá þá í lið með okkur til þess að koma þessum málstað á framfæri?

Mér finnst harla ólíklegt að þessi undirskrifta söfnun fái nokkra athygli t.d. fjölmiðla. En afhverju ætli það sé þannig?

Afhverju fer t.d. ekki einhver sem kann að koma fyrir í fjölmiðlum með fréttamann út á skotsvæði og leyfir honum að mæla með hljóðmælir þegar skotið er t.d. án hljóðdeyfis, með hljóðdeyfir og svo síðast en ekki síst með Brake-i.

Hefði haldið að þetta væri nú nokkuð krassandi fréttaefni!

Það væri nú ágætis rós í hnappagatið hjá skotvís að koma þessu í gegn...

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 12 Feb 2016 11:23
af Einar Gudmann
Gaman að sjá menn sameinast um að fá þetta í gegn. Ég kann hinsvegar ekki við að skrifa undir þetta þar sem ég skrifaði á sínum tíma umsögn UST um vopnalögin og hljóðdemparana. Nú er ég hættur þar þannig að það kannski skiptir ekki máli en það væri tilvalið að undirskriftasöfnunin myndi vísa í umsögnina. Það er einungis minnst á umsögnina í textanum en það er enginn tengill á hana.

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 12 Feb 2016 13:31
af gkristjansson
Ertu með tengil í umsögnina handhægan einhverstaðar? Sé ekkert því til fyrirstöðu að skella tenglinum inn.

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 12 Feb 2016 14:27
af gkristjansson
Fann tengilinn á skýrsluna (var á fyrsta póstinum frá Sveini hér í umræðunni). Búinn að bæta þessum tengli við textann í undirskriftarsöfnunni.

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 12 Feb 2016 20:55
af gkristjansson
Komnar 920 undirskriftir, halda bara áfram.

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 13 Feb 2016 15:23
af gkristjansson
Vorum að skríða yfir 1.000 undirskriftir, halda dampinum uppi!

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 15 Feb 2016 12:39
af Haglari
1112 undirskriftir komnar. Maður vill auðvitað sjá meira og það verður vonandi.

Ég fór aðeins að velta fyrir mér, er einhver áætlun með frammhaldið. Þegar undirskriftinni líkur hvað gerist þá. Verður þetta sent til innanríkisráðuneytis?

Þetta er meiriháttar framtak og vonandi á þetta eftir að skila einhverju!

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 15 Feb 2016 20:18
af gkristjansson
Sæll Óskar,

Jú ég vona innilega að áfram verði haldið með málið. Ég sjálfur hef hug á því að halda þessari söfnun opinni en held að einhver hagsmunasamtök verið síðan að taka við málinu (Skotvís?) þar sem ég á kannski ekki létt með að fylgja þessu frekar eftir (bý erlendis).

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 19 Feb 2016 15:53
af Stebbi Sniper
Sæll Guðfinnur

Hefur eitthver komið að máli við þig til þess að taka við þessum undirskriftum og skila þeim til ráðherrans?

Það er aðalfundur hjá Skotvís 23. febrúar ef ég man rétt, svo hugsanlega getur verið rétt að fara með þetta mál þangað inn og sjá hvort áhugi er til staðar hjá þeim að taka málið lengra?

Einnig er aðalfundur hjá Skotfélagi Kópavogs á sama tíma, en málið er kannski ekki okkur viðkomandi beinlínis þar sem við stundum bara kúlugreinar sem skotnar eru innanhúss.

Ég veit ekki hvort menn hafi lesið þessa grein og kannski er nú ekki vinsælt að nefna Ameríku sem fyrirmynd í byssumálum, en þar er ríkjum sem leyfa hljóðdeyfa(dempara) sífelt að fjölga.

Accurateshooter.com: Hljóðdeyfar

Að nota hljóðdeyfir við veiðar er að verða mjög útbreitt og það er kominn tími til þess að við komum okkur inn í nútíman. Meðal annars þess vegna má ekki láta þetta deyja út...

Re: Skorum á ráðherra

Posted: 19 Feb 2016 18:42
af gkristjansson
Sæll Stefán,

Ég hafði samband við Skotvís og spurði hvort þeir væru til í að taka yfir þessari undirskriftarsöfnun og koma málinu áfram.

Svarið frá þeim kom um hæl og mér var sagt að þetta yrði rætt á aðalfundinum í næstu viku. Ég er sjálfur félagsmaður í Skotvís og veit fyrir víst að mitt atkvæði væri að Skotvís ætti að taka við málinu.

Ég skil vel að skotfélag væri kannski ekki besti valkosturinn til að taka við þessu en ég held samt að þetta mál snerti alla skotmenn og skotkonur hvort menn eru að stunda skotveiðar eða skotfimi yfir höfuð.

Bara svona sem uppfærsla, núna eru komnar 1.196 undirskriftir.