Síða 1 af 1

Versla frá usa

Posted: 13 Mar 2016 12:43
af marin
Sælir félagar.
Hafið þið lent í því að vera versla frá Brownells og í restina á ferlinu þá er eins og þeir neiti kredikortinu frá mér, sendi þeim póst og það komu bara bull svör, "endurræstu tölvuna, talaðu við bankann þinn,,
Allskona svona svör en ekkert virkar, samt bjóða þeir uppá að senda erlendis.
Kv Árni

Re: Versla frá usa

Posted: 14 Mar 2016 11:45
af Kristmundur
Ég er búin að versla mikið frá þeim og aldrei neitt vesen.

Re: Versla frá usa

Posted: 14 Mar 2016 14:55
af petrolhead
Sæll Árni.

Ég hef verslað frá Brownells og Sinclair (sama battery) og það hefur ekki verið neitt vandamál. Ég lenti hins vegar í svona brasi þegar ég ætlaði að versla bílavarahluti á síðu sem heitir Rockauto, þá gat ég aldrei gengið frá greiðslunni þrátt fyrir margar tilraunir, verslaði svo þessa hluti á Amazon fyrir rest og hef aldrei vitað af hverju þetta gekk ekki því tveir kunningjar mínir hafa verslað á Rockauto án nokkurra vandræða.
Það sem ég hef rekið mig á í þessu í gegnum tíðina er að ég hef stundum þurft að nota íslensku stafina þegar ég gef upp nafn á kreditkortinu og svo ekki mátt nota þá á öðrum síðum, fer eftir því hvaða greiðslumiðlari á í hlut, þú gætir prófað það ef þú ert ekki búinn að því nú þegar.
Annað sem ég hef rekið mig á, snýr að pöntuninni sjálfri, er að ég hef stundum þurft að bæta 00 framan við póstnúmerið til að það sé samþykt þar sem þeir eru með 5 stafa póstnr í Ameríku.

MBK
Gæi

Re: Versla frá usa

Posted: 18 Mar 2016 22:46
af G.ASG
Stundum þarf að fá visa til þess að opna fyrir færslur að utan. Ég hef lent í þessu líka. Hringja bara í þjónustuverið og tjékka á því hvort það sé lokað fyrir erlendar greiðslur yfir einhverri vissri upphæð

Re: Versla frá usa

Posted: 23 Mar 2016 18:02
af Valdi Long
Sæll Árni, ég lenti í sama veseni fyrir nokkrum dögum og sendi fyrirspurn.
Svarið var: ekki nota séríslenska stafi, bara þá sem eru notaðir í USA.
Ég prófaði það, og rann í gegn.

Kv. Valdi.

Re: Versla frá usa

Posted: 24 Mar 2016 08:14
af Aflabrestur
Sælir.
Hef lent í þessu þá vantaði eh. öryggisvottun á kortið frá visa!!! :evil:

Re: Versla frá usa

Posted: 01 Apr 2016 22:05
af prizm
Væntanlega ertu að lenda í því sem Jónbi skrifar hérna fyrir ofan.
Það þarf að opna fyrir erlendar færslur og vera með öryggisvottun.

Ég er nýlega búinn að vera panta mér hitt og þetta frá USA og hef amk ekki lent í neinu veseni með kortið mitt.

Re: Versla frá usa

Posted: 08 Apr 2016 06:43
af marin
Sælir og takk fyrir svörin, ég er á sjó núna en ég reyni þetta þetta kannski aftur þegar ég kem heim, netið út á sjó er ekki það gott að það bjóði upp á svona tilraunir.

Re: Versla frá usa

Posted: 13 Apr 2016 20:03
af Aflabrestur
Sælir.
Var að enda við að ganga frá pöntun frá Sincler sem er nú sama batteryið og það rann í gegn eins og ekkert væri ss. ekkert merkilegt tvífætur og smá dót í rest 8-)
að vísu hef ég pantað frá þeim nokkrum sinnum áður og ekkert mál nema þeir vijla ekki selja mér hylki :evil:

Re: Versla frá usa

Posted: 14 Apr 2016 12:27
af Freysgodi
Svo má nú oft nota Paypal - sem hjálpar upp á svona mál