Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Allt sem viðkemur byssum
Svara
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af maggragg » 22 Ágú 2016 23:23

Búið er að setja drög að breytingum á reglugerð á vef innanríkisráðuneytisins. Um er að ræða breytingu sem felur í sér ramma um hljóðdeyfa og heimild lögreglustjóra til að gefa út leyfir yfir notkunn þeirra.

https://www.innanrikisraduneyti.is/fret ... l-umsagnar
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 115
Skráður: 03 Oct 2012 22:07
Staðsetning: Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af Morri » 23 Ágú 2016 00:23

Hvers vegna ætli hljóðdeyfir og riffill þurfi að vera í sitthvoru lagi í geymslu? Skiptir kannsk ekki öllu, en rifflar með deyfi komst hvort eð er ílla í flesta riffiltöskur..... en óþarfi að hafa þetta skilyrði.

Gott að eitthvað sé að gerast í þessu
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 70
Skráður: 12 Jun 2012 13:16

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af BrynjarM » 23 Ágú 2016 00:27

Það er gott að þetta mál skuli fara í gegn. Ég var hins vegar að furða mig á því að það skuli tekið fram að þetta skuli geymt í aðskildum hirslum, riffill og hljóðdeyfir. Sé ekki alveg tilganginn í því en það skiptir svo sem ekki máli.
Brynjar Magnússon

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Ágú 2016 10:11

Sammála með geymsluna. En hinsvegar á aldrei að geyma hljóðdeyfi á riffli þegar hann er í geymslu, nema manni sé sama um tæringuna sem það veldur í hlaupinu. Það á alltaf að taka hljóðdeyfi af eftir notkunn, enda eru efnasamböndin sem myndast í deyfinum sérstaklega tærandi og geta skemmt mjög útfrá sér.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 343
Skráður: 12 Mar 2012 15:04

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af konnari » 23 Ágú 2016 22:20

Nákvæmlega....þá á víst alltaf að taka hljóðdemparann af eftir notkun svo hlaupið tærist ekki, hef margoft lesið þetta á breskum síðum sem vara menn við að geyma hljóðdemparann á rifflinum.
Kv. Ingvar Kristjánsson

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 95
Skráður: 18 Jul 2012 08:48

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af johann » 25 Ágú 2016 11:10

Reglugerðin fjallar um bann við notkun hljóðdempara. Það eru engin rök gefir fyrir banninu og þörf þess að gefa leyfi (undanþágu), en gefið í skyn að það sé óæskilegt að ekkert, eða lítið, heyrist í skotvopnum.

Það væri meira vit, ef mönnum er illa við "hljóðlát" skotvopn, að setja kröfur á lágmarks hávaða frá skotvopni. Í leiðinni mætti mínvegna setja hámark líka, svona til heilsuvarnar.

Það er leiðindaundirtónn í þessu, gefið í skyn að einhverjir ætli að læðast um með hljóðdeyfða riffla að fýra á fólk í laumi og að hljóðdeyfar séu í eðli sínu vondir.

Ekkert er heldur sagt um skráningu og hvernig leyfin eiga að virka, er þetta bara almennt leyfi á alla miðkveikta riffla, eða er þetta bundið við ákveðin skotvopn með tilheyrandi breytingu á skotvopnaskírteini og leyfisgjaldi? Þurfa riffill og dempari að skrást saman og þyrfti að merkja demparann raðnúmeri riffilsins? Þarf að sækja um leyfið og borga eitthvað og hvernig er með inn- og útflutning á dempurum, heimasmíði og svo framvegis?
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 125
Skráður: 03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af Haglari » 25 Ágú 2016 14:00

Ég er að mjög mörgu leyti sammála þér Jóhann. Það er leiðindar tónn í þessu en málið er að það hefur ALLTAF verið leiðindartónn í kringum þetta. Það er ekki bannað samkvæmt núverandi lögum að eiga hljóðdeyfi en einhverjum tókst að túlka lögin þannig að það væri bannað að skrúfa þá framan á riffla af því að þá breyttist ákoman skotana og það væri "breyting á eiginleikum" skotvopna.......... það að einhverjum hafi virkilega tekist að grafa svona djúft eftir ástæðu til að BANNA hljóðdeifa er helvítis "leiðindar tónn"

Með A,B og D réttindi má maður eiga haug af skotvopnum, hlaða þín eigin skot, þú getur keypt heilan haug af skotum líka....... en það er ekki hægt að treysta þér fyrir hljóðdeyfi????????????? :shock: :shock: :shock: sem gerir ekkert annað en að minka ATH! MINKA háfaðan..... á sama tíma getur maður með A réttindi farið og keypt subsonic skot í 22LR riffilinn sinn og það heyrist minna í honum heldur en sennilega flestum ef ekki öllum miðkveiktum rifflum sem eru með hljóðdeyfi.

Mér finnst það helvítis bögg að þurfa að skrá þetta sérstaklega, það er bara auka vésen, þjónar engum tilgangi nema til að innheimta af manni meiri pening fyrir nýju skýrteini. Afhverju eru ekki sjónaukar, muzzle brake, barrel tuner, tvífætur og ólar skráningarskildir líka?

Það er bull að setja það í lög að hljóðdeyfar eigi að vera í sér hirslu???? í alvöru, hver fann upp á þessu. Er hljóðdeyfirinn svona hættulegur einn og sér að það þarf að geyma hann annarstaðar? Ég efast um að við munum finna nokkurn sem mun fara eftir þessu.

Afhverju bara miðkveikta riffla, afhverju ekki líka 22LR, 22WMR, 17HMR og 17HM2 ??? Allir þessir rifflar eru mjög háværir, sérstaklega ef það er búið að stytta á þeim hlaupið. Afhverju er ekki hægt að treysta sama manninum fyrir hljóðdeyi á 17 Hornet og 17HMR ???? eða 22 Hornet og 22WMR???

Hvað er síðan málið með háfaðan? hvað er slæmt við það að skotvopn sé hljóðlaust með öllu? (fyrir utan supersonic crack)

En þrátt fyrir þetta allt, að þá er LOKSINS! verið að taka skref, mjög stórt skref, í rétta átt. Ef þetta fæst í gegn verður kanski eftir einhver ár til viðbótar hægt að gera þetta eitthvað betur.

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 463
Skráður: 13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af karlguðna » 25 Ágú 2016 17:10

Ofboðslega er ég sammála Óskari Andra , það sem hægt er að þvæla þetta mál er með ólíkindum ,
en ef maður gétur loksins fengið sér hljóðdeyfi , þá ætla ég að þegja :roll:

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 334
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af petrolhead » 25 Ágú 2016 21:42

Ég tek undir það með þeim er hér hafa tjáð sig að þetta er skref í rétta átt, en eins og bent hefur verið á hér að ofan þá er ekki annað að sjá en hljóðdemparar séu bannaðir ennþá en hægt að fá undanþágu og orðalagið "Óheimilt er að setja hljóðdempara á skotvopn nema með leyfi lögreglustjóra" finnst mér bera með sér að maður fái bara leyfi til að setja dempara á eitt tiltekið skotvopn svo maður geti ekki farið með demparann á milli riffla.

Mér finnst mikið til í því sem Óskar skrifar og finnst hann hafa tíundað þetta mál nokkuð vel varðandi það sem að okkur "notendum" snýr. En það er annar flötur á þessu máli sem eru þeir sem eiga að veita okkur undanþágurnar, sem sagt lögreglustjóri, það sem hann hefur til að vinna eftir er ansi óskýrt og ég mundi ekki vilja vinna eftir þessari reglugerð því hér er verið að setja ákveðið dómsvald og þar með ákveðna ábyrgð á framkvæmdavaldið (lögregluna) með það hverjum á að veita undanþágur og hverjum ekki, að þau eigi að heimila "Að því leyti sem það samrýmist friðunar- og veiðilöggjöf" þarna er verið að gera lögreglustjóra að ákveðnu leiti ábyrgan fyrir hverjum er treystandi og hverjum ekki að fara eftir lögum sem hver veiðimaður eða meindýraeyðir hefur undirgengist að fara eftir þegar viðkomandi fékk skotvopnaleyfi.
Mun eðlilegra er að almenna reglan væri sú að menn mættu nota dempara á skotvopn, rétt eins og að almenna reglan er sú að hver einstaklingur geti fengið byssuleyfi að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum...já eða bílpróf...en ekki að það þurfi til þess sérstaka undanþágu, það er búið að treysta mönnum til að eiga og nota skotvopn svo ég sé ekki alvarleikann í dempara.

En að minnsta kosti þá er eitthvað að gerast í þessu og því ber að gleðjast.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af sindrisig » 25 Ágú 2016 23:27

Þetta er prump frumvarp sem breytir engu. Þarft að sýna fram á þörfina osfrv. Skil ekki af hverju menn taka þessa tusku upp og reyna að búa til eitthvað sem er ekki með nokkru móti hægt. Minnir mann á söguna um nýju föt keisarans. Því nú miður.
Sindri Karl Sigurðsson

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 95
Skráður: 18 Jul 2012 08:48

Re: Hljóðdemparar - drög að breytingu á reglugerð opinber.

Ólesinn póstur af johann » 26 Ágú 2016 08:13

Ég held að við verðum samt að taka viljann fyrir verkið. Þetta er reglugerðarbreyting, en er næstum orðrétt upp úr frumvarpinu að nýju veiðilögunum sem eru sofandi í allsherjarnefnd. Minnir að Valgerður Bjarnadóttir hafi fengið þau lög í fangið í nefndinni, en svo hætti hún.

Reglugerðin hljómar eins og lagafrumvarp og tekur ekkert á framkvæmdinni.

Ef mér er ekki treystandi að eiga skotvopn með hljóðdeyfi, þá er mér ekki treystandi fyrir skotvopni. Eða eldhúshnífi, tja eða bíl með hljóðkút.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

Svara