Síða 1 af 1

Sauer 100 og 101

Posted: 01 Nov 2016 14:13
af maggragg
Eru einhverjir sem eiga eða hafa prófað nýju Sauer 100, eða 101 rifflana og eru til í að deila reynslu sinni af þeim?

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 04 Nov 2016 00:28
af Sveinbjörn
Sauer 101 hafi ég talsvert handa á milli er þeir voru til sölu í Ellingsen. Tæki Sauer 101 fram yfir Tikku og Sako A7. Svo skulum við ekkert vera að blanda rifflum frá USA í þennan samanburð.

Við vorum líka með Mauser M12 sem mér huggnaðist betur en Sauer 101. Báðar tegundir flottir rifflar sem skáka út keppinautum í milli verð klassa.

Sauer 100 þekki ég ekki og hef ekki handleikið þess háttar veiðibyssu.

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 04 Nov 2016 13:13
af maggragg
Já þetta er mjög spennandi rifflar. Eina sem er að trufla mig við Sauer 101 er að hlaupið er hitapressað í. En kannski er það ekki svo stórt mál. Hlýtur að vera hægt að láta skipta um hlaup einhvernveginn. Held líka að öryggið sé "öruggara" í Sauer 101

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 04 Nov 2016 21:21
af joivill
Það er það sem gerir akkúrat Sauer 101 og Mauser M12 nákvæma og flotta riffla. Þessi samsetning útlokar allar skekkjur í sametningu og löggin læsast beint inn í hlaupendan. Það þarf ekkert að skipta um hlaup ef rétt er valið í birjun og dugar sem veiðiriffill nokkur þúsund skot. Eg get ekki séð að það sé búið að skipta út öllum hlaupum a t.d sako sem hafa verið seldir hér undafarna áratugi. Veiði riffla hlaup geta dugað fleirri skot en maður hefur tíma í um æfina.
Kv JóiVill

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 04 Nov 2016 22:01
af joivill
https://www.youtube.com/watch?v=sXPYKW1VH5I

Þetta sést nokkuð vel hérna æa þessu myndbandi

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 05 Nov 2016 10:56
af maggragg
Takk fyrir þetta Jóhann :) Þannig að maður ætti að safna aðeins lengur og skoða Sauer 101 frekar en 100 uppá nákvæmni. Handlék þessa báða í búðinni um daginn og þó 100 hafi verið mjög mjúkur og flottur, þá fann maður gæða mun á lás í 101 þar sem hann var ennþá mýkri og svona. Er soldið spenntur fyrir þýskri smíð, en þó ekki ennþá tilbúin að fara í topprifflana, Sauer 404, Blaser R8 eða sambærilega, þótt það muni koma sá dagur :)

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 05 Nov 2016 22:30
af Veiðimeistarinn
100.....101....skiptir ekki máli......
Málið er..................................
Mauser Dumolin með Lothar Walter hlaupi og KKC skefti !
Settur saman af Jóhanni Vilhjálmssyni, ómetanlegur veiði riffill !
Nóta bene ég hef góða reynslu af honum !!!

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 05 Nov 2016 22:47
af maggragg
Ég á nú þegar ómetanlegan veiðiriffill, Mauser 98k með Shulz & Larsen hlaupi og uppábúin að hætti Bóbó :)

Langar núna til viðbótar í léttan gönguriffill, eingöngu í í refinn. Má ekki fara yfir 4 kg með öllu (sjónuauki, hljóðdempari), vera með lausu magasíni og hröðu hylki. Er mjög spenntur fyrir þjóðverja og er að skoða þessa Sauer 100 og 101 í augnablikinu. Á ekki efni á Sauer 404 eða Blaser R8 eins og er.

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 06 Nov 2016 17:33
af Veiðimeistarinn
Hvað kosta 100 og 101 ??
Þú getur fengið Mauser Dumolin í þeirri þyngd !
Mauser er líka Þjóðverji og líki þér Mauser á annað borð er ástæðulaust að skipta yfir í aðra gerð !

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 06 Nov 2016 19:41
af maggragg
Sauer 100 er á 140þ í plastskeptinu og Sauer 101 á 210þ í plastskeptinu (snittaður, með stillanlegum kinnpúða og Ilaflon húðuðu járnverki. Þetta eru rifflar sem eru tilbúnir úr kassanum og þarf ekkert að fikta í þeim til að þeir skjóti miðað við það sem maður hefur lesið. Er miklu spenntari persónulega fyrir sérstakega 101 heldur en mauser. Ný lásahönnun ásamt nútíma tækni við framleiðslu og vönduð hlaup.

http://www.sauer.de/us/products/bolt-ac ... ology.html

Koma snittaðir og því þarf bara að skella kút og kíki á og allt klárt ;)

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 06 Nov 2016 20:36
af Veiðimeistarinn
Þá er nú bara bitamunur en ekki fjár að fá sér Mauser Dumolin aðeins dýrari en kemur með límtrésskefti með stilla þegum kinnpúða !!

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 08 Nov 2016 17:27
af maggragg
Ég á Mauser og langar ekki í annan svoleiðis lás.

Ég er líka sérvitur um byssur og spái mikið í þessu.

Það sem ég er að spá akkurat á þessum klukkutíma eru eftirfarandi byssur:

Sauer 101 classic XT í 22-250 eða .243
Sauer 100 classic XT í .243
Howa miniaction í .204 ruger
Tikka T3x xxxxx í .204 ruger

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 01 Dec 2016 23:52
af grimurl
Sælir
ég er með Sauer 101 classic XT með plastskefti í 6.5x55.
Keypti hann hjá Sveinbirni í Ellingsen 2014.
Er rosa ánægður með hann,mjög nákvæmur,lipur og þægilegur.
Plastskeftið er hágæða skefti, mjög þétt og stíft, miklu betra en t.d. á Browning X-Bolt sem ég á líka.
Persónulega sé ég það ekki sem ókost að geta ekki skipt um hlaup,svona hlaup á eftir að endast mér alla æfina og gott betur.
Mæli 100% með Sauer 101

P.s. Ef ég væri að kaupa í dag færi ég í Sauer 101 Alaska

Re: Sauer 100 og 101

Posted: 04 Dec 2016 17:14
af maggragg
Takk fyrir þetta.

Er búin að fara í Hlað að skoða og handleika bæði 100 classic XT og svo 101 Alaska. Ég er rosalega hrifinn af örygginu á 101 og er orðin verulega volgur fyrir Alaska, þótt það sé verulegur verðmunur. Þetta er virkilega flottir rifflar í alla staði og Alaska hefur allt það sem ég er að leita að.