Cal 6,5 06

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Cal 6,5 06

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 31 Dec 2017 03:25

Er einhver að brúka cal 6,5 06? Karl nokkur í Ameríku var að fikta við þetta um 1920. Þá var minna um úrval af púðri og því má segja að hugmyndin sé góð en kom fram á röngum tima.

Nú er öldin önnur og aðgengi að hægbrennandi púðri alveg ágæt. 6,5x68 þykir líka öndvegis caliber og við grúsk á alnetinu hef ég séð skoðanir í þá veru að bæði sé gott.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Cal 6,5 06

Ólesinn póstur af petrolhead » 31 Dec 2017 11:46

Sæll Sveinbjörn.
Ég hef heyrt þá sögu og, sver ei um sannindi, að það séu til tveir rifflar hérlendis í þessu cal sem heita þá með ættarnafni og öllu 6.5-06 A square. Það er nú ekki ósennilegt að félagi okkar hann Jón aflabrestur gæti vita eitthvað um þetta mál.
Svo á ég jú afleiðu sem heitir 6,5-06 Ackley Improved en það ég best veit er það eini riffillinn í því cal á landinu.

6.5x68 hefur vakið áhuga minn að undanförnu svo ég er rétt eins og þú búinn að grúska svolítið á netinu og verð að segja að mér finnst þetta cal hafa áhugaverða eiginleika, ég fann nú engan aragrúa af hleðslutölum en alveg nóg til að koma manni af stað ef maður færi í svona æfingar.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara