Síða 1 af 1

kúkur í lauginni

Posted: 18 Mar 2018 13:10
af petrolhead
Sælt veri fólkið.

Lenti í smá leiðindum með hana rauðhettu litlu, stundum þegar ég var að hleypa af þá var eins og gikkurinn stæði á sér svo skotið fór ekki fyrr en ég var búinn að halda í gikkinn um stund og það kom líka fyrir að skotið hljóp ekki af fyrr en ég fór að slaka á gikknum aftur. Í móti er svona lagað ansi hreint leiðinlegt svo það var ekki við þetta búið.
Ég plokkaði því járnið upp úr spítunni og svo gikkinn úr, þetta er Bix'n Andy gikkur og það er plata á hliðinni á honum sem er hægt að taka af til að sjá inn í gikkinn.
Þegar ég var búinn að opna hann og skoða í góða stund tók ég eftir einhverjum aðskotahlut undir stykkinu sem heldur við pinnann í boltanum (held að þetta heiti top sear á ensku) ég plokkaði þetta drasl úr með flísatöng og skoðaði og komst helst að því að þetta væri plastspónn utan af hreinsistöng....en er þó alls ekki viss um að svo sé. Þetta virtist alla vega vera meinið því hann hleypir nú af án þess að hika nokkuð, en það þarf greinilega ekki mikið til að setja nákvæmnissmíð úr jafnvægi. Nokkrar myndir til frekari útskýringar.