Síða 1 af 1

Bergara ?

Posted: 11 Apr 2018 20:24
af sindrisig
Hefur einhver eitthvað vitrænt til málanna að leggja varðandi þessar byssur sem Jói Vill er að koma með? Ég er aðallega að hugsa um veiði og þrammi því tengdu.

Re: Bergara ?

Posted: 23 Apr 2018 22:39
af Veiðimeistarinn
Þetta eru mjög góðir rifflar virðist vera hörku nákvæmir, hlaupin hafa fengið góða dóma hjá hlutlausum aðilum !
Svo eru ýmsar útfærslur á þeim varðandi skeftin og verðin ekki til að fæla frá !
Eini gallinn við þá og hann er stór er sá, að það er ekki hægt að fá þá í Vaðbrekku kaliberinu 6,5-284 !
En þeir eru með 6,5-Credmore sem er áhugavert kaliber og vafalaust næsta tískukaliber hérna á klakanum.

Re: Bergara ?

Posted: 28 Apr 2018 05:18
af petrolhead
Tek undir með þér Siggi að 6,5 creedmore er virkilega áhugavert caliber og það sem gerir það enn áhugaverðara er að það er ekkert mál að ríma það út í 6,5-284 ;)

Re: Bergara ?

Posted: 29 Jun 2018 05:21
af prizm
Bergara eru að fá skuggalega góða dóma úti, ég tek örlítið undir með Sigga að þeir séu ekki alveg til í réttri hlaupvídd nema hvað að hlaupvíddin sem ég er að leita eftir er 6.5x47L.
En ef ég enda í Bergara þá verður Bergara B14 HMR í 6.5CRMR með 24" hlaupi fyrir valinu

Re: Bergara ?

Posted: 16 Jul 2018 19:28
af Sigurgeir
Fékk minn í síðustu viku Bergara B14 HMR og er mjög ánægður með hann

Mynd
Mynd