Síða 1 af 1

Gamla haglabyssa föður míns

Posted: 16 Jun 2018 22:45
af Veiðimeistarinn
Ég er staddur í borg óttans og heimsótti sem jafnan, Jóa byssusmið á verkstæðið á Dalbraut númer 1 !
Þar rakst ég á eðal grip á góðu verði, gamla haglabyssu, einhleypta Buhag Shul !
Ég gat ekki á mér setið og keypti þennan eðalgrip og fékk í kaupbæti tvo pakka af Seller&Belliot skotum !
Þetta er mákvæmlega eins byssa og faðir minn eignaðist fyrir rúmum 50 árum, byssan sem ég byrjaði að veiða rjúpur með, ásamt öðrum fiðurfénaði já og ferfætlinga líka og skaut mikið úr henni meðan hún entist, endaði með að slitna svo mikið að ûrdragarinn í henni hætti að virka, auk þess var ég búinn að sjóða tvisvar saman í henni hamarinn sem lamdi á pinnann og skeftið á henni ver brotið og teipað saman fyrir margt löngu !
Byssan föður míns sú arna, eftir langa og dygga þjónustu og þúsundir skota, er nú safngripur í vopnabúri Vaðbrekkumanna !