Sjónaukafestingar á Tikka riffla?

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Sjónaukafestingar á Tikka riffla?

Ólesinn póstur af maggragg » 17 Jun 2018 22:01

Hvar fást festingar á Tikka riffla, þ.e. eru optilock aðalmálið? og hvað kostar svoleiðis miðað við annað sem er í boði. Finn ekkert á hlað síðunni. Er bæði að hugsa fyrir Tikka T1 .22LR riffillinn sem er að koma og svo bara almennt fyrir Tikka riffla.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Sjónaukafestingar á Tikka riffla?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Jun 2018 07:43

Það eru til fleiri búðir en Hlað sem selja sjónaukafestingar !
Til dæmis http://joibyssusmidur.com og þar er bakvið borðið Jóhann Vilhjálmsson eini byssusmiðurinn hér á landi sem er menntaður í sínu fagi !
Við skulum beina viðskiptum okkar þangað sem fagmennska er höfð í fyrirrúmi !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Sjónaukafestingar á Tikka riffla?

Ólesinn póstur af maggragg » 18 Jun 2018 14:13

Sá að Jói er með recknagel piccatinny rail fyrir Tikka á 12.000kr sem er fínt. En hringirnir eru allt of fínir fyrir .22lr. Hinsvegar klárlega málið fyrir veiðiriffill.

Annars kaupi ég af þeim sem hafa það sem mig langar í og tel mig þurfa hverju sinni. Kaupi helst hér heima en ef það er ekki í boði þá bara að utan. Sem betur fer eru margir góðir sölumenn og fyrirtæki hér heima og Jói einn af þeim. Síðan hans ekki allveg nógu þægileg en mikið af flottum vörum þar, t.d hljóðdeyfarnir sem eru í topp klassa.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Sjónaukafestingar á Tikka riffla?

Ólesinn póstur af petrolhead » 19 Jun 2018 00:38

Sælir félagar.
Held að ég fari rétt með það að Ísnes sé með Tikkuna núorðið og ættu þá að eiga opti lock hringi....minnir meira að segja að ég hafi séð slíka þar.
Svo hafa þeir í hlað verið með Apel basa og hringi með sama spori og Opti lock, þó það sé ekki á síðunni þeirra, en það er sennilega í sama verðklassa og Recknagel.

Ég keypti eitt svona piccatiny rail af Jóa og það flott vara !

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Sjónaukafestingar á Tikka riffla?

Ólesinn póstur af prizm » 29 Jun 2018 05:16

Ég fékk festingar hjá Jóa en reyndar en annars fékk Ísnes sendingu af Optilock vikunni eftir að þú settir þetta inn.
Vesturröst hafa verið með festingar líka að ógleymdum Stephen Blakely en ég veit svo sem ekkert hvað þeir eiga á lager en það er ekkert sem símtal getur ekki reddað.

EDIT: Ég er með rail á þeim rifflum sem ég nota venjulega er enn að bíða eftir sendingunni minni (sjónauki + festingar) fyrir "hreindýrariffilinn".
Með kveðju
Ragnar Franz

Svara