XPR

Allt sem viðkemur byssum
Bóndi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:12
Skráður:30 Oct 2013 11:23
Fullt nafn:Kjartan Ottó Hjartarson
XPR

Ólesinn póstur af Bóndi » 13 Jan 2019 10:39

Smá spurning sem erfitt er að svara.
En winchester XPR riffil í 338WM. Er einhver glóra í því eða er plastið út í hött í svona stóru caliberi. Ekki í margar veiðiferðir bara erlendis annað slagið.
🤠🤠🤠

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: XPR

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Jan 2019 11:59

Þetta er klárlega léttur riffill. Myndir vilja góðan kút eða hlaupbremsu hehe. Held að plastið sé sem slíkt ekki vandamál, annars væru þeir líklega ekki að bjóða hann í þessari útfærslu. Annars þekki ég ekki mikið um þessa riffla.

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: XPR

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Jan 2019 23:42

þetta er fínn riffill í veiði erlendis, léttur gott í flutningi og það er nauðsynlegt vegna þess að þar er allt skotið meira og minna fríhendis, til dæmis í rekstrarveiðinni.
Plastskeftið er allt í lagi vegna þess að það er ekkert verið að skjóta af tvífæti.
Flott vopn í veiðina erlendis.
Hljóðdeyfir og ekki hljóðdeyfir, skiptir kannski ekki höfuðmáli í veiðinni erlendis, en hann er miklu stapílli og stöðugri með deyfi !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara