Síða 1 af 1

XPR

Posted: 13 Jan 2019 10:39
af Bóndi
Smá spurning sem erfitt er að svara.
En winchester XPR riffil í 338WM. Er einhver glóra í því eða er plastið út í hött í svona stóru caliberi. Ekki í margar veiðiferðir bara erlendis annað slagið.
🤠🤠🤠

Re: XPR

Posted: 13 Jan 2019 11:59
af maggragg
Þetta er klárlega léttur riffill. Myndir vilja góðan kút eða hlaupbremsu hehe. Held að plastið sé sem slíkt ekki vandamál, annars væru þeir líklega ekki að bjóða hann í þessari útfærslu. Annars þekki ég ekki mikið um þessa riffla.

Mynd

Re: XPR

Posted: 14 Jan 2019 23:42
af Veiðimeistarinn
þetta er fínn riffill í veiði erlendis, léttur gott í flutningi og það er nauðsynlegt vegna þess að þar er allt skotið meira og minna fríhendis, til dæmis í rekstrarveiðinni.
Plastskeftið er allt í lagi vegna þess að það er ekkert verið að skjóta af tvífæti.
Flott vopn í veiðina erlendis.
Hljóðdeyfir og ekki hljóðdeyfir, skiptir kannski ekki höfuðmáli í veiðinni erlendis, en hann er miklu stapílli og stöðugri með deyfi !