Þrif á riffli

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Þrif á riffli

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Apr 2012 00:25

Datt í hug að grennslast fyrir um hvernig þið teljið best að hreinsa "lítinn riffil" eins og sagt er í sveitinni, en hann er 22 cal. af Krico gerð.
Það er nátturlega aðeins skotið úr honum blýkúlum sem ekki eru í koparsokk, svo ekki þarf að hreinsa neinn kopar, aðeins blý og sót.
Hvað eru menn að nota og hvað telja menn hér vænlegast til árangurs í þeim efnum?
Viðhengi
IMG_1211.JPG
Húnbogi, Krico 22 cal.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Þrif á riffli

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 19 Apr 2012 09:05

Sæll meistari.
Ég er að nota Butch's Bore Shine í alla mína riffla .22 líka, er með CZ .22 sem eru skotnir nokkur þúsund skotum á ári teknir í vel í gegn á vorinn og það látið duga út árið. Þetta er það efni sem Finni mælti með við mig á sínum tíma til að hreinsa blí og sót ásamt Fosters kvoðunni til að taka koparinn ef hann er til staðar. Svo er bara að bursta hæfilega ég nota helst nilonbursta frekar en kopar ef það dugar og svo að sjálfsögðu góða heila stöng sem er algjört must að mínu mati.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Þrif á riffli

Ólesinn póstur af maggragg » 19 Apr 2012 10:26

Ég var einmitt í sömu pælingum þar sem ég ætla mér að koma taka Otterup .22 LR í gegn og keypti mér Montana X-Tream rimfire solvent.

Mynd

Er ekki búin að prófa það en ég á eftir að fá mér hentuga heila hreinsistöng fyrir þennan riffill áður en ég tek hann í gegn. Það er örugglega margt annað sem er að virka vel.

Annars hef ég verið að nota Butch bore shine fyrir stóra riffilinn.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Þrif á riffli

Ólesinn póstur af Benni » 19 Apr 2012 13:42

Ed shilen sem framleiðir Shilen riffilhlaupinn sagði að þrif á 22lr hlaupi skemmdi meira en nokkuð annað og að hann hefði aldrei fengið inn riffil með útskotnu 22lr hlaupi en öll hlaup sem hann skipti um eru útaf skemmdum frá þrifum.

Svo er vandamál með að 22lr rifflar skjóta oftast best skítugir svo það tekur oft töluverðan fjölda af skotum til að hlaupið skjóti sem best.

Remington prufaði einusinni hversu mörg skot tæki til að eiðileggja 22lr hlaup og þeir gáfust upp eftir 200,000 skot án nokkura þrifa og riffilinn skaut enn jafn vel og nýr eftir öll þessi skot(=

Auðvita eins mismunandi skoðanir á þessu eins og skytturnar eru margar en ég allavega hef aldrei þrifið 22lr hlaup og sjálfsagt einhverjum sem finnst það algjör vanræksla(=

Kv Benni

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Þrif á riffli

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Apr 2012 13:56

Já ég hef nú ekki verið mikið að þrífa hann, búinn að skjóta úr honum einu og hálfu kartoni af skotum, eru ekki 500 skot í kartoninu, varla kominn í 1000 skot enn, veit ekki hvað var búið að skjóta úr honum áður en ég keypti riffilinn af Húnboga Valssyni.
Hef dregið í gegn um hann "orm" annað slagið og sett smá olíudropa í dúskinn aftast á orminum þegar ég dreg hann i gegn í síðasta skiptið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Norz
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:08 Oct 2010 14:26

Re: Þrif á riffli

Ólesinn póstur af Norz » 19 Apr 2012 19:07

Ég er einn af þeim sem telja að of mikil þrif á rifflum, .22 rf eða centerfire, geti skemmt hlaupið fyrr enn ella. Sel það þó ekki dýrar en ég stal því.

En... ég nota bara Mólý húðaðar kúlur í .308win, svo þrifa ritúalið er frábrugðið því sem notað er á naktar kúlur.

1. Yfirleitt eftir að skotæfingu er lokið sprauta ég Kroil olíu inní hlaupið, renni svo einum eða tveimum klútum í gegn.
2. Eftir 100-300 skot sprauta ég Butches Bore-Shine eða Mil-Foam í hlaupið, læt það sitja þar yfir nótt eða skemur. Svo sprauta ég Isopropylalcahol í gegnum hlaupið, nælon burstinn 2-3 sinnum í gegnum og ef ég er í skapi til þess fer ég með léttann slípimassa í hlaupið nokkrar ferðir. Sama geri ég við chamberinn til að ná því þar gæti verið. Svo kemur að ógurlegri burstun á hlaupinu með Mólý paste, 50-100 sinnum. Þó ekki með venjulegum bursta heldur mjúkum bómullar bursta.

Þannig er það hjá mér.
Kveðja Norz.
Með sjúklegri vinsemd, grunsamlegri virðingu og smá öfund, bara smá.

Svara