Síða 1 af 1

kostir og gallar við Marocchi..

Posted: 09 Oct 2019 09:55
af Jon
hvað getiði sagt mér um hálfsjálvirku marocchi haglabyssur
http://hlad.is/index.php/netverslun/hag ... -sjlfvirk/
Var búinn að skoða þessa uppí hlað og leyst mjög vel á hana en vill vita annara álit áður en ég kaupi hana.
á fyrir Benelli M1 super 90 sem ég er ekki alveg nógu ánægður með og er því að spá í að skipta henni út
Mbk

Re: kostir og gallar við Marocchi..

Posted: 09 Oct 2019 16:11
af Sveinn
Er búinn að eiga Marocchi Tecno (sama og A12) í 10 ár, en sú týpa er gasskipt hálfsjálfvirk. Hef mjög góða reynslu af henni. Kom einu sinni fyrir að hún jammaði á leirdúfuskoti en þá vantaði smurningu á einn stað... Hlað menn fljótir að sjá það og kipptu í liðinn á staðnum. Hef notað hana á gæs, svartfugl og rjúpu. Hef þrifið bakslagsgorminn tvisvar, hann vill safna ryði og skít í slarki.

S12 er með snúningsbolta og ég hef ekki reynslu af henni.

Mín bestu meðmæli.