ÓE Aðstoð/Ráðleggingum vegna Tikka bolt shroud

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
ÓE Aðstoð/Ráðleggingum vegna Tikka bolt shroud

Ólesinn póstur af TotiOla » 06 May 2012 01:23

Sælar skyttur

Nú lenti ég nýverið í þeirri "skemmtilegu" upplifun að fá hluta úr rifflinum í andlitið þegar ég var að skjóta. Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt en ég verð að viðurkenna að mér brá frekar mikið við höggið :shock:

Þetta var s.s. bolt shroud-ið af annari Tikkunni hjá mér sem lét undan og skaust beint aftur af boltanum. Þetta er bara plast þannig að maður ætti nú kannski ekki að vera svona hissa.

Spurningin nú er, hefur einhver annar lent í þessu? Og þá einnig, hvort einhver hefur látið reyna á aðrar tegundir/gerðir bolt shroud-a? T.d. úr áli eða stáli, eða ætti maður bara að endurnýja þetta með nýju Tikka plaststykki?

Endilega segið ykkar skoðun þar sem ég er alveg grænn í þessum viðgerðar-/samsetningarmálum :roll:

Kv. Tóti
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: ÓE Aðstoð/Ráðleggingum vegna Tikka bolt shroud

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 May 2012 09:02

Sæll ég hef ekki lent í þessu og ég er akki búinn að lesa alla póstana en ég sá að T3 var nefnd
http://www.24hourcampfire.com/ubbthread ... oud_What_i
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: ÓE Aðstoð/Ráðleggingum vegna Tikka bolt shroud

Ólesinn póstur af TotiOla » 06 May 2012 15:11

Sæll Þorsteinn

Takk fyrir þessa ábendingu. Þarna virðist að mestu verið að rífast um hvort þetta plaststykki þjónar einhverjum tilgangi og hvort aðrir riffilframleiðendur leysi þann tilgang betur eða á annan hátt.

Einhverjir pósta linkum þarna og minnst er á vini eða kunningja sem hafa lent í því sama og ég en menn virðast meira vera að rífast um hvort Tikka sé betri en Remington heldur en að koma með lausn á málinu :P

Eftir smá leit og lestur rakst ég á þetta:
http://www.vagslandvapen.no/index.php?p ... 1&Itemid=2
En ég geri mér ekki grein fyrir og hef ekki þekkingu til að dæma um það hvort sniðugt er að hafa þetta stykki úr stáli?

Einnig rakst ég á þennan sem lét smíða svona stykki fyrir sig úr áli:
http://weww.snipershide.com/forum/ubbth ... er=2099104

Ég get ekki verið sá fyrsti sem lendir í þessu hér á landi? Hefur engin heyrt af neinu svona löguðu?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: ÓE Aðstoð/Ráðleggingum vegna Tikka bolt shroud

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 May 2012 17:08

þá skaltu hringja í þennan mann og hann leysir málið fljótt og vel
Kallaður Halli brellir og er byssusmiður og það af betri gerðini.
Sími 8929542
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: ÓE Aðstoð/Ráðleggingum vegna Tikka bolt shroud

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 06 May 2012 17:13

Sæll Þórarinn

Hef sem betur fer ekki lent í þessu sjálfur - enda var ég að kaupa Tikkuna og ekki ennþá búinn að skjóta úr henni. En ég hef lesið um þetta. Einnig sé ég á netinu að margir eru að skipta um þetta bara af því að það er úr plasti.

Þegar að menn eru að skipta um þetta og setja ál í staðinn þá er helst einn staður sem menn leita á

Hinterland Shooting supplies - http://www.hss.net.au/ virðast vera flottar vörur

Einnig er þetta til frá Svíþjóð - http://www.alutek.eu/

Er ekki bara málið að við krunkum okkur saman nokkrir Tikka eigendur og pöntum okkur svona - spara í flutningskostnaið - tökum nýtt boltahandfang með.

http://www.hss.net.au/product_info.php? ... cts_id=934
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: ÓE Aðstoð/Ráðleggingum vegna Tikka bolt shroud

Ólesinn póstur af TotiOla » 07 May 2012 11:00

Sælir

Gísli: Mér líst vel á að sameinast um eina pöntun. Er með tvær Tikkur og mundi vilja nýtt shroud á báðar. Persónulega finnst mér reyndar sænska shroud-ið mikið smekklegra en ég set það svo sem ekki fyrir mig ef aðrir hallast að þeim áströlsku. Ég er svo með stærra bolta handfang á .223 en mundi alveg skoða það að taka þannig á 6,5x55 ef sendingakostnaðurinn frá AU er ekki brjálaður.

Þorsteinn: Takk fyrir upplýsingarnar. Ég hef þennan bak við eyrað ef allt annað klikkar.
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara