6,5x55 leynir á sér!

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16
6,5x55 leynir á sér!

Ólesinn póstur af Spíri » 22 May 2012 21:38

Skellti mér í sveitina í dag og að sjálfsögðu fékk einn að rifflunum að fljóta með, en að þessu sinni var það 6,5x55 fyrir valinu. þetta er ekki í frásögur færandi nema fyrir það að hann kom mér skemmtilega á óvart :) Þannig er að ég er með 6" rörbút sem ég hef skotið á. En um daginn skaut ég á hann af 100 metra færi með 300Winmag með norma 150grs kúlu og hafði sú kúla sig ekki í gegnum vegginn á rörinu, en það eru heilir 13mm í vegg rörsins. En svo í dag skaut ég af sama færi með 6,5x55. og 120grs Sierra spitzer kúlu á rörið og viti menn kúlan fór í gegn :!: hef alltaf staðið í þeirri meiningu að 300winmag væri svo stór og sterkur að gamli 6,5 ætti ekki roð í hann. Þetta eru kanski ekki fréttir, en þetta kom mér á óvart :o
Viðhengi
Mynd0373.jpg
Þarna sést hvernig stáið bólgnar út eftir 300win kúluna og hvernig 6,5 kúlan splundrast er hún lendir í seinni veggnum.
Mynd0373.jpg (12.09KiB)Skoðað 1116 sinnum
Mynd0373.jpg
Þarna sést hvernig stáið bólgnar út eftir 300win kúluna og hvernig 6,5 kúlan splundrast er hún lendir í seinni veggnum.
Mynd0373.jpg (12.09KiB)Skoðað 1116 sinnum
Mynd0372.jpg
6,5 hafði það í gegn!
Mynd0372.jpg (14.28KiB)Skoðað 1116 sinnum
Mynd0372.jpg
6,5 hafði það í gegn!
Mynd0372.jpg (14.28KiB)Skoðað 1116 sinnum
Mynd0374.jpg
300 Win hafði það ekki í gegn!
Mynd0374.jpg (11.18KiB)Skoðað 1122 sinnum
Mynd0374.jpg
300 Win hafði það ekki í gegn!
Mynd0374.jpg (11.18KiB)Skoðað 1122 sinnum
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 6,5x55 leynir á sér!

Ólesinn póstur af maggragg » 23 May 2012 08:33

6.5 mm hefur yfirleitt meira "penetration" heldur en .30 caliberin þar sem þú ert með meiri massa bakvið flatarmál kúlunnar eða á tæknimáli þá er SD hærri eða í þínu tilfelli 0.246 á móti 0.226 ln/in2. Það myndi ég halda að sé hluti af skýringunni enda er talað um "penetration" þegar talað er um kosti 6.5 mm kúlna. Það er ekki bara massinn og slagkrafturinn sem skiptir máli, heldur lögunin líka.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 6,5x55 leynir á sér!

Ólesinn póstur af TotiOla » 23 May 2012 08:48

Nú spyr ég kannski eins og nýliði (sem ég er) en er ekki jafnvel "betra" að kúlan fari ekki í gegn? Þ.e.a.s. að hún skili öllum höggþunganum í stálið án þess að rjúfa það.

Hefði haldið að maður vildi það þegar maður væri á veiðum. Þannig skilaði höggið sér í "meira dauðu" dýri og mannúðlegri aflífun :)

Endilega leiðréttið/fræðið mig ef ég er að fara með rangt mál.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 6,5x55 leynir á sér!

Ólesinn póstur af maggragg » 23 May 2012 09:04

Jú, það er rétt. Þessvegna eru flestar kúlur hannaða þannig að þær þenjist út eða springi, til þess jú að skila meira af slagkraftinum eftir í skotmarkinu. Markkúlur fara oft í gegn þar sem þær eru ekki hannaðar í bráð og það getur orðið til þess að særa og dýrin verða þess jafnvel ekki vör strax að þau hafa verið skotin.

Hvernig veiðikúlur virka er mjög mismunandi og líka skoðanir á því hvernig þær eiga að virka. Sumir vilja að kúlurnar fari vel í gegn svo að blóðslóð sjáist, sem á sennilega við í skóglendi, og aðrir að kúlan stoppi öll í bráðinni og það hafa skapast miklar og heitar umræður um þessi málefni á erlendum síðum. Ég er ekki sérfræðingur í þessum málum, er meira í eðlisfræðilegu hlutunum :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 6,5x55 leynir á sér!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 May 2012 23:28

Eins og ég hef oft sagt vil ég hafa veiðikúlur á hreindýr léttar og vil helst ekki að þær fari í gegn, það er óþarfi og þá verður allur kraftur kúlunnar eftir inni í dýrinu.
Ef þær fara í gegn skemma þær báðar hliðar skrokksins eins og þyngri kúlur gera gjarna og aflagast oft minna.
Það blæðir oft giska lítið út um innskotsgatið eins og menn hafa væntanlega tekið eftir, loftþrýstingur í kjölfar kúlunnar virðist loka á eftir kúlunni og það er oft erfitt að finna inngatið jafnvel.
Hér þurfum við ekki að fá blóðdreifina út um útskotsgatið sem alltaf er stærra og opnara, eins og á mörgum stöðum erlendis sem það er nauðsin til að finna dýrið í skógi til dæmis eftir blóðslóðinni, einnig er það kostur ef notaður er hundur við leitina.
Hér eru svæðin svo opin að við sjáum nær undantekningalaust hvar dýrið fellur svo þetta er ekki vandamál hér.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara