Riffilkaup

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08
Riffilkaup

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 05 Jun 2012 23:54

Sælar skyttur!

Vil byrja á að lýsa ánægju minni með þennan vef. Hef skoðað og fylgst með í nokkurn tíma en skráði mig loksins í dag. Skemmtilegar, jákvæðar og málefnalegar umræður í alla staði!

En þá að alvöru málsins. Með þessu innleggi mínu vildi ég fá ykkar álit og skoðanir á mínum næstu riffilkaupum Ég seldi fyrir ekki svo löngu síðan riffilinn minn í cal.308win. af gerðini Ruger mark2. Núna stendur til að kaupa nýjan til að fylla í skarðið. Hann er ætlaður til allra almennra veiða á Íslandi, hæfilega mikilla æfinga á pappa og svo væri gaman að fikta við skotmörk á lengri færum, núna þegar ég hef eignast sjónauka sem sem gefur mér tækifæri til þess. (Sightron siii 8-32x56).

Eftir að hafa skoðað allt það helsta sem í boði er hafa tveir rifflar heillað mig mest. Fyrst er það Tikka T3 Varmint og núna nýlega er það Rössler Titan 6.

Tikkan fyrir alla sýna reynslu á Íslandi, fullt af ánægðum mönnum sem tala um áræðanleika og nákvæmni.

En eftir að hafa skoðað Rössler rifflana betur er maður alveg á því skella sér á einn þannig. Möguleikinn á skiptihlaupi, þessi frábæri bolti og öll önnur hönnun heilla mjög mikið.

Planið hefur verið að finna góðan og vandaðan alhliða veiðiriffil með þungu eða milliþungu hlaupi, á þessu verðbili um eða undir 200 kallinn.

En þá er komið að aðalhöfuðverknum. Kaliberið!? Hef sveiflast úr einu yfir í annað síðustu mánuði en er þó orðinn nokkuð fastur á því að kúlan verði 6,5. Skemmtileg kúlustærð.

Þannig er þá staðan, að velja á milli Tikku T3 varmint í 6,5x55 eða Rössler Titan 6 í sama cal.
Nú eða hin 6,5 caliberin sem Rössler bíður uppá. Sem eru 6,5x47 og 6,5x284. jú og.260rem. Er orðinn virkilega spenntur fyrir þeim líka. Vil gjarnan fá aðeins flatara cal (en .308) sem gæti líka gert góða hluti á lengri færum.

Þá er orðið ykkar, endilega sannfærið mig um ágæti caliberana sem um ræðir eða bendið mér á eitthvað sem ég er ekki að nefna. Væri gaman að heyra frá mönnum sem eiga svona riffla og geta hjálpað mér að velja á milli þeirra.

Með von um hjálp við valkvíðanum...
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 05 Jun 2012 23:59

Er með Tikku T3 Varmint í 260 Rem. Gæti ekki verið sáttari við þann riffil og það caliber.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Jun 2012 00:02

Hérna er smá umræða um rössler og reynda tikku líka.
skotvopn/rossler-rifflar-t189.html
Báðir mjög flottir en ég persónulega er spenntari fyrir Rössler. Er með Lothar Walther hlaupi og flottan lás. Einnig auðvelt að skipta um hlaup og caliber.

Varðandi caliberin þá verðurðu ekki fyrir vonbrigðum með neitt af þeim sem þú nefndir. Er sjálfur með 6.5x55. Langar mest í .260, m.a. vegna short action lássins sem það býður uppá en 6.5x47 er líka spennandi. Ef þú vilt meira þá er 6.5x284 stærri baukur með þeim kostum og göllum sem því fylgja. ( Flatara, meira bakslag, styttri ending hlaups, meira púður ) Það er ekki eitt rétt í þessu og hvað sem þú velur þá verðurðu sáttur við það miðað við þau cal sem þú nefndir. Veit ekki hvor þetta hjálpaði eitthvað :D
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Jun 2012 00:07

Get sagt þér að ef þú áttir 308 þá væri með tilliti til falls ekki vtlaust að fá sér 6,5x55 við gerðum test frá 150 metrum og upp í 300 metrum og var ég með 100 graina í 6,5 en hann með 150 graina kúlu í 308 Hvorug hleðslan heit bara nákvæmar, 150 núllpunktur hjá báðum á 200 munaði 4mm milli kúlna og svona var þetta út á 300 en þá var ég með fall upp á 31.3cm en hann 32,1 cm.
En það var áberandi hvað 308 fann meira fyrir vindrekinu en við vorum ekkert að spá i því okkur langaði bara að læra á fallið upp í 300.
Ég gef mér það að þú hafir verið farin að læra fallið á 308 svo 6,5x55 væri ekkert mál að samsvara sér í. En viljir þú enn flatara þá koma hin sterk inn.
Hjálpaði sennilega lítið við valkvíðanum en gaf þér allavega einn vínkil á málið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af maggragg » 06 Jun 2012 00:12

Varðandi fallið þá má segja að það sé ekki merkjanlegur munur á milli 6.5x55, .260 og 6.5x47. Þau koma öll sömu kúlu á mjög svipaðan hraða og svo sambærileg að það er varla hægt að bera þau saman þegar um fall er að ræða, aðeins aðra þætti. Ferill kúlu ræðst eingöngu af hraða og BC stuðli kúlunnar og ef notaðar eru sömu kúlur í þessi caliber á sama hraða er fallið nákvæmlega það sama á milli þeirra.

.308 getur líka verið nokkuð flatt ef það er með réttu kúluna á réttum hraða, en þó aldrei eins og 6,5 kúla á réttum hraða :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af TotiOla » 06 Jun 2012 00:56

Sæll Atli

Ég sé að þú ert í mjög svipuðum hugleiðingum og ég var hér fyrr á árinu þó ég hafi reyndar ekki komið orðum jafn vel að því og þú gerir hér að ofan :roll:

Þú leitar klárlega á rétta staðinn fyrir svona pælingar. Það er ómetanlegt fyrir okkur óreyndari :mrgreen: að fá að dýfa stórutánni í reynslubrunn þeirra sem hér skrifa og fá hreinskilin og kurteis svör án allra fordóma og skítkasts.

Hér getur skoðað þau svör sem ég fékk. Þau hjálpa kannski eitthvað, þó mér sýnist þú vera kominn langleiðina með þetta sjálfur ;)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 06 Jun 2012 01:09

Jú takk strákar. Öll umræða er auðvitað af hinu góða. Spurning hvort það auðveldi svo fyrir mér valið eða geri mér enn erfiðara fyrir :) Ég set fallið svosem ekki endilega mikið fyrir mig, maður lærir alltaf á það þvi ekki er það óumflýjanlegt. En af 6,5 kúlunum væri kostur ef það væri sem flatast frá 100-300m og kæmi vel út á löngum færum. Svo vill maður hafa þetta sem nákvæmast. Ég er heldur ekki að skjóta svo mikið árlega að hlaupbrennsla verði eitthvað vandamál.

Einnig kemur kanski inní reikninginn að ég er enn ekki farinn að hlaða skotin mín sjálfur. Það kemur þó að því fyrr en síðar. En þá er spurning hvað fæst af tilbúnum skotfærum í þessi sérstæðari caliber? Ég lét þá í Hlað um að hlaða fyrir mig í .308, ættu þeir ekki að geta haldið því áfram í segjum 6,5x47? Því það er að heilla mig einna mest í Rösslernum..

Já rétt Þórarinn, er á svipuðum stað held ég. Fannst Tikkan flott hjá þér! :) Núna hef ég nánast lesið hvern ritaðan staf um þessi vopn.. Allvega á íslensku, svo ég fer að nálgast rétt val vonandi..
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Jun 2012 10:29

Dr Gæsavængur, skrifar ,,Hann er ætlaður til allra almennra veiða á Íslandi, hæfilega mikilla æfinga á pappa og svo væri gaman að fikta við skotmörk á lengri færum" og ,,En af 6,5 kúlunum væri kostur ef það væri sem flatast frá 100-300m og kæmi vel út á löngum færum".
Miðað við þetta þá virðist Russlerinn henta þér best með 6,5-284 þú getur fengið það hlaup orginal síðan hefur nokkrum Tikka 6,5x55 verið verið breytt, það er rimmaðir í 6,5-284.
En miðað við það sem þú segist ætla að nota riffilinn og hvaða kostum þú vilt að hann sé búinn er 6,5-284 engin spurning af þessum kaliberum sem þú nefnir.
Ég þekki 6,5-284 mjög vel og tel það eitt af bestu alhliða veiði caliberunum sem fáanleg eru.
Hins vegar verð ég að viðurkenna vankunnáttu mína á 6,5x47 og 260 (6,5-06), ég hef aldrei seð þá vinna á veiðum en miðað við getu þeirra í markskotfimi ættu þetta að vera fín veiðikaliber líka alveg á pari við 6,5x55 sem ég þekki mjög vel líka raunar betur en 6,5-284 og veit að það hefur ákveðna annmarka hvað fall varðar þegar út á löngu færin er komið eða um 300 metra sem þú nefnir.
Ég held að þegar upp er staðið sé 6,5-284 fjölhæfari en hin caliberin sem þú nefndir í 6,5 en heldur eftir sem áður flestum þeirra eiginleikum ef hleðslan er minnkuð og kúlurnar þyngdar :)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 06 Jun 2012 11:10

Sælir

Ég var í svipuðum pælingum fyrir um ári síðan. Langaði að stækka mig uppúr .243(6mm) og fara í 6.5mm. Í fyrstu var ég alveg harðákveðinn í að taka .260rem, sama góða hylkið og ég var vanur, bara aðeins þyngri og þykkari kúla.

Á endanum fór ég svo í 6.5x47 og ástæðurnar voru eftirfarandi:
- Hannað af Lapua árið 2005 fyrir hámarksnákvæmni uppí 300m.
- Nýtir púður og þrýsting einstaklega vel, enda tölvureiknað.
- Mjög góð hlaupending.
- Gamall draumur, var næstum búinn að fara í þetta caliber árið 2008.
- Nýtt og spennandi.

Þú þarft aldrei að veiða neitt með því að skjóta yfir 300m á Íslandi nema þú sért að leita sérstaklega eftir því. Ef þú ert á þeim buxunum að skjóta á lengri færum þá eru öll þessi 6.5 caliber mjög góð, ef kúlurnar eru notaðar rétt líkt og Magnús segir hérna að ofan.

Vil samt taka það fram að ég hleð sjálfur og get þannig föndrað við að finna hleðslu í minn riffil. Þetta var það sem heillaði mig en þetta heillar kannski ekki þig, það er nú snilldin við þetta allt saman, okkur líka mismunandi hlutir.

Ég er sjálfur bara búinn að skjóta riffilinn aðeins til og koma honum í punkt, en það mun reyna á hann í grenjavinnslunni næstkomandi helgi.

En gangi þér vel og hvað sem þú færð þér þá er það eina sem dugir að vera nógu duglegur að skjóta og fá þannig tilfinningu fyrir tækinu sem þú ert með.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af E.Har » 06 Jun 2012 15:39

Tikka fær mitt atkvæði og 6,5-284.

Annars skiptir það ekki máli.
Öll þessi hylki eru fín. Sum mættu hafa meiri púðurgeymi fyrir minn smekk, en með léttum 100-120 gr kúlum breytir það ekki mikklu.

Bæði tikkan og Röslerinn vel frambærilegir. Hef séð mánudagseintök af báðum en heilt yfir toppgræjur.

Er ekki málið að taka bara báða af því þetta er aldrei spurning um hvað maður þarf bara hvað mann langar í. :mrgreen: :roll: :P :lol: :mrgreen:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af skepnan » 06 Jun 2012 20:37

Sæll Atli Freyr, þegar ég var í þessum pælingum fyrir nokkru síðan þá horfði ég mjög stíft á Rössler vegna skiptihlaups möguleikans. Svo eru þeir líka vel smíðaðir. Eftir mikið "hugsihugs-hugsihugs" eins og Bangsímon :D þá ákvað ég að .270 væri minn tebolli. Svo eftir hálfa öld eða svo á veraldarvefnum þar sem ég var búinn að hringa sjálfan mig nokkrum sinnum :roll: þá ákvað ég að skella mér á Howa Talon vegna skeptisinns og dempunarinnar sem að það gefur, og gæti ekki verið sáttari. Fékk Óla til að sérpanta einn inn fyrir mig með sendingu sem að hann var að fá þá.
EN samt hef ég nokkrum sinnum hugsað hvort að ég hefði átt að taka Rösslerinn og aukahlaup :?
Gisminn, vinur minn til óteljandi ára, er með 6,5x55 og mjög sáttur en aðrir í kringum mig eru með 6,5-284 og telja það guðlast að nefna önnur kalíber á sama klukkutímanum og 6,5-284 :lol: :lol:

Niðurstaða: ég tæki Rössler í 6,5-284 og hugsaði mig svo bláan í framan yfir því hvernig aukahlaup ég fengi mér svo :twisted:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Spíri » 06 Jun 2012 21:46

6,5x284 verður það næsta sem ég fæ mér hvort sem ég læt ríma tikkuna mína eða hvort það verður látið smíða utan um nýjan stiller lás 8-) En eitt er það cal sem mér finnst alveg hreint frábært til veiða á ref og varg en það er 6mm284. Hraðinn á 70grs Nosler kúlunni er yfir 4000 fet á sek :!: það fékk ein geldlæða að kynnast fyrir viku síðan, en hún var að verða full nærgöngul við lambféð og var ekki annað en að senda noslerinn á hana og átti hann stefnumót við hana 203 metra frá mér :) Þess skal getið að ráðna grenjaskyttan hefur verið látinn vita ;)
Viðhengi
Mynd0383.jpg
Mynd0383.jpg (13.92KiB)Skoðað 2001 sinnum
Mynd0383.jpg
Mynd0383.jpg (13.92KiB)Skoðað 2001 sinnum
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Jun 2012 21:55

Góður :lol: en ég hélt að allir bændur væru með of stóra þumla til að eiga svona fallega byssu ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Padrone
Póstar í umræðu: 1
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Padrone » 06 Jun 2012 22:54

Sæll Atli

Ég var í þessum sömu hugleiðingum bara fyrir rétt um mánuði síðan.
Kröfurnar sem ég gerði voru: Þungt hlaup, viðarskepti og 6,5x55
Eftir að hafa farið í Vesturröst, Hlað, Veiðimanninn og Sportbúðina uppá höfða komst ég að þeirri niðurstöðu að Rössler var eina valið.

Ástæða þess að ég vildi fara í 6,5x55 var að það er fjölbreyttasta kúluvalið af þeim verksmiðjuframleiddum skotum sem eru fáanleg hér á skerinu, svo best sem ég viti.

Ég er ekki kominn með endurhleðslu réttindi en þegar þau verða komin í hús þá er MJÖG líklegt að ég skoði 6,5x284 (ekki annað en að kaupa annað hlaup á Rösslerinn, kostar líklega 50-75 þúsund

Ég rakst á þennan pistil um Rössler Titan 6 http://sportveidi.net/?p=524 (en hann er allavega ekki virkur hjá mér núna).

En að lokum, til hamingju með Sightroninn, gæði í gegn ;) (hef ég heyrt)
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 07 Jun 2012 00:54

Sælir og takk aftur fyrir svörin allir.
Allt góðar pælingar sem fram hafa komið. Og það er rétt E.Har, að best væri bara að taka báða. En einn alhliða riffill skal það vera og fannst mér þá tilvalið, þar sem caliberaáhuginn breytist eftir vindátt, að fara í Rössler. Það er hreinlega of mikið við hann sem heillar mig. Þá sérstaklega skiptihlaupin, boltinn, stillanlegi spangikkurinn, beddaða viðarskeptið, skotgeymirinn, öryggið og það að rústfría útgáfan er bara 5þúsund krónum dýrari. Minn fyrri var rústfrír og kann ég vel við það. Fallegt í hnotu :D og já Padrone, ég las þessa grein áður en hún virtist hverfa.. Virkilega góð! Riffilinn virðist allstaðar fá þessa umsögn.

Eftir ýmsar vangaveltur um caliber er ég samt við það að detta á lokaval. Nú bíður allavega Rössler í cal. 6,5x47 eyrnamerktur mér í búðinni. Finnst það höfða best til mín í dag og eiga vel við nútímalega hönnun riffilsins. Hef þá alltaf val um að breyta til síðar enda var ég orðinn nokkuð ákveðinn í x284 sem heillar mig líka mikið einsog það virðist gera með fleiri hérna.
Svo þá er bara að máta sjónaukann við (næsti hausverkur-sjónaukafestingar), ganga frá kaupaheimild og byrja lætin!

Svo byrtast sennilega myndir þegar allt er komið saman og búið er að prufa.

Takk fyrir aftur.
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

El mundos
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:20 May 2012 00:11

Re: Riffilkaup

Ólesinn póstur af El mundos » 07 Jun 2012 09:26

Til hamingju með valið Atli

Ég hefði valið nákvæmlega það sama :)
Ingimundur Óskarsson
896-1093
ingimundurosk@simnet.is

Svara