Verkfæri manna (myndaþráður)

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 9
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ
Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Jun 2012 01:03

Jæja. Kvöld fór í að þrífa og setja gler á græjurnar og eru Tikkurnar tvær þá komnar í endanlega mynd. Amk. þangað til næsta breyting er fullmótuð og fjármögnuð. 8-)

Ég ætla af því tilefni að fá að koma með einn svona mont-póst þar sem ég er orðinn svo ánægður með gripina :D

Nær er Tikka T3 Tactical í .223 með Sightron SIII 10-50x60 MRAD
Fjær er Tikka T3 Varmint í 6,5x55 með Vortex Viper PST 6-24x50 MRAD FFP
Tikkurnar tvær.jpg
.223 og 6,5x55
Tikkurnar tvær.jpg (43.27KiB)Skoðað 4312 sinnum
Tikkurnar tvær.jpg
.223 og 6,5x55
Tikkurnar tvær.jpg (43.27KiB)Skoðað 4312 sinnum
Síðast breytt af TotiOla þann 26 Jun 2012 23:10, breytt 3 sinnum samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 9
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Tikkurnar tvær

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Jun 2012 01:12

Væri ekki leiðinlegt ef fleiri hentu inn myndum og upplýsingum um þau verkfæri sem verið er að nota :mrgreen: Megið nota þennan þráð í það ef ykkur hugnast það. Ég breyti þá fyrirsögninni.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Afrakstur kvöldsins

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Jun 2012 09:23

Fallegir gripir en endilega máttu láta mig vita ef þú tekur gæs með 223 því mig dauðlangar að fá það á hreint hvort þetta cal sé nothæft á gæs þar að segja ef skotið er fyrir ofan skipið eða á hlið fyrir aftan bringuna.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 9
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Afrakstur kvöldsins

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Jun 2012 11:45

Sæll Þorsteinn

Markmiðið er einmitt að gera .223 riffilinn að gæsa- og refaveiðigræju (ef ég kemst einhvertíman í tæri við rebba) þangað til hlaupið er búið og skoða þá að breyta um cal. Fara t.d. í 204 Ruger með þungu hlaupi og bæta svo við KKC skepti þegar fjárhagurinn leyfir.

En ég skal láta þig vita þegar fyrsta gæsin fellur fyrir .223 :D
Mbk.
Þórarinn Ólason

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Afrakstur kvöldsins

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 26 Jun 2012 16:51

Þetta eru flottir rifflar hjá þér Tóti. Sérstaklega ánægður með þann aftari :)

Tek þátt í myndbirtingum.

Mynd
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Afrakstur kvöldsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Jun 2012 22:01

Gísli, hvaða græjur eru þetta, sort og hlaupvídd ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Afrakstur kvöldsins

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 26 Jun 2012 22:13

Sæll Siggi

Þetta eru Sako 85 í 270 Win sem ég hef nú komið með til þín tvisvar og einu sinni til Aðalsteins frænda þíns. Þá var hann reyndar með annan sjónauka - þetta er S&B Classic 3-12x50 en var áður með Burris XTR í sömu stækkun.

Svarti riffilinn er sá nýji - Tikka T3 Varmint í 260 Rem með Vortex Viper PST 6-245x50. Keyptur meira fyrir pappa og líka ref.

Mynd
Hér höfum við stillt okkur upp með Sakoinn
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 9
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af TotiOla » 26 Jun 2012 23:19

Sæll Gísli :) Takk fyrir að deila.

Laglegar græjur hjá þér. Sérstaklega þessi Tikka! ;)

Væri gaman að bera Tikkurnar saman við tækifæri. Ertu ekki að skjóta reglulega úti í Höfnum?

Hvet fleiri til þess að setja inn græjumyndir 8-)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af skepnan » 26 Jun 2012 23:44

Sæll Þórarinn, verður maður þá ekki að vera memm í leikfangasýningunni :D

Þetta er Weatherby vanguard varmint special í .223 með Hawke Nite-eye 6,5-20x50
IMG_4597.JPG
Þessi er Howa talon thumbhole .270 með Leupold 3-9x50
IMG_4598.JPG
Báðir sjónaukarnir verða svo uppfærðir með tíð og tíma ;)
Svo má sjá gallabuxnaskálm fyllta af ösku úr jöklinum sem er í baksýn :mrgreen:
en það var einhver umræða um slík "rest" hér fyrir nokkru.
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 9
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af TotiOla » 27 Jun 2012 09:35

Sæll Þorkell

Flott combo hjá þér! Verð að viðurkenna að ég var mjög heitur fyrir .270 þegar ég var að skoða mér stærri riffil. Sé núna svolítið eftir því að hafa ekki farið í .260 eins og Gísli.
Hvernig hefur þessi .223 verið að koma út hjá þér? Hvaða twist hefur hann og hvaða kúlur/hleðslu hefur þú verið að nota?

P.s. Myndbyggingin hjá þér er til fyrirmyndar :shock: Þarf að taka nýja mynd við tækifæri. Þessi símamynd mín var hálf slöpp :roll:
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af Pálmi » 27 Jun 2012 17:11

Sælir

Hérna er einn í 338 lapua.
Viðhengi
009 - Copy (550x413).jpg
009 - Copy (550x413).jpg (115.61KiB)Skoðað 4119 sinnum
009 - Copy (550x413).jpg
009 - Copy (550x413).jpg (115.61KiB)Skoðað 4119 sinnum
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 9
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af TotiOla » 27 Jun 2012 19:10

SÆLL!! :shock: Eins og maðurinn sagði.

Hverra manna er þessi?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af skepnan » 27 Jun 2012 19:22

Sæll Þórarinn, Weatherby-inn hefur reynst mér ágætlega, hann grúppar fínt en gikkurinn hefur altaf verið frekar stífur, ég á eftir að láta einhvern byssusmiðinn fara yfir hann mér finnst hann nefnilega "hnökra" aðeins upp á síðkastið :?
En hvað um það, hann er með 12 í tvisti og tjútti og þar af leiðandi betri með léttari kúlum samkvæmt staðlinum. Þess vegna hef ég ekki prófað þyngri en 55gr hingað til en þegar ég fer sjálfur að hlaða þá á ég eftir að prófa hitt og þetta ;)
Hlað hefur hlaðið fyrir mig eftirfarandi:
Sierra 52 MK
N-133 24gr

Sierra 55 BK
N-133 23gr

Nosler 55 BT
N-135 24gr

Sierra 52gr mk er frábær kúla og góðar grúppur en Noslerinn sló henni við núna síðast í ansi miklu roki á hlið. Það er kúla sem á eftir að gera góða hluti við alsaklausa refi :twisted:
Við getum vonandi reynt hana í haust á gæs, Steini minn ;)

Pálmi, hvad í ólukkan er tetta eins og færeyingurinn í Dominós myndi segja :lol: :lol:

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af Pálmi » 27 Jun 2012 20:27

Sælir
Þessi ólukkan er sambland héðan og þaðan, Lawton lás með 40Moa reili, Xlr skepti úr áli,32"hlaup + breik og fl. Þetta samsett hét heima og virkar HRIKALEGA vel :D
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Jun 2012 20:44

Ég verða að vera hreinskilinn... ljótur er hann.þessi 338 Lapua .! en efast ekki um að hann virkar ábyggilega hrikalega.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

reynirh
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:22 Feb 2012 20:52

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af reynirh » 27 Jun 2012 23:42

Minn er nú ljótari Gylfi.
Reynir Hilmarsson Húsavík

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 4
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 28 Jun 2012 00:50

Loksins birtir Pálmi mynd af gripnum. Ég get nú ekki verið sammála því að hann sé ljótur - kannski fallega ljótur. Fékk að grípa í hann um daginn og get staðfest að þetta er GRÆJA. Langar mikið í svona skeftir. Pálmi fékkstu einakskilaboðin frá mér um daginn?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Jun 2012 11:02

Þessi verkfæri eru þau sem ég er mest að handleika þessa dagana.
Efri riffillinn Valmet combi 12/222rem. tófybyssan mín sem ég er að nota á grenjunum þessa daga. Sjónglerið er Bushnell trophy, red dott sem stækkar 1x með 28 mm. linsu.
Neðri riffillinn er hreindýrariffillinn minn sem ég nota að vísu líka á tófu þegar ég þarf að skjóta á löngu færunum úti í 300 metrunum.
Mauser 98 lás úr þýskum Mauser sem var orginal 8x57 eftir viðkomu með 243 hlaup sem mér líkaði aldrei 243 hentar mínum veiðiskap afskaplega illa, setti Arnfinnur á hann hlaup í kaliberinu 6,5-284 árið 2005 og setti hann ofan í plastskefti.
Plastskeftinu skipti ég út á síðasta ári, Jói Vilhjálms setti hann ofan í límtrés skefti, Eletric blu Silhouette Traditional frá Richards Microfit Gunstocks.
Sjónglerið á honum, 30 ára Tasco 6-24x42 hefur dugað einstaklega vel öll þessi ár við mikla og ekki alltaf mjög nærfærna notkun.
Bendi þeim mönnum sem eru að velta fyrir sér hér á spjallinu hvernig sjónpípur þeir eigi að fá sér eins og oft ber við og eiga að endast á Tasco :D
Viðhengi
IMG_6761.JPG
Ofar Valmet combi 12/222 Rem. neðar Mauser 6,5-284.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af iceboy » 28 Jun 2012 22:25

Verður maður ekki að vera með þó svo að báðar myirnar hafi komið hérna inn áður í aðra þræði.
mauser 2.jpg
Mauser m98 6,5x55
Hérna er mauserinn minn i skeptinu fá rifle-stocks.com sem ég tók skotprófið með í dag:-)
rebbi 2.jpg
Svo er hérna sako Vixen i cal 222 með síðasta fórnarlambinu
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 9
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Verkfæri manna (myndaþráður)

Ólesinn póstur af TotiOla » 29 Jun 2012 13:26

Sælir og takk fyrir að deila :)

Sé að þið, Árnmar og Sigurður, eruð með eins skepti undir ykkar rifflum og langar að spyrja. Hvernig líkar ykkur við þetta skepti?

Enn hvet ég menn til þess að deila myndum, jafnvel þó að þær hafi komið einhverstaðar hér inn áður. The more, the merrier sagði maðurinn víst ;)
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara