Síða 1 af 2

Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 08:44
af Veiðimeistarinn
Ég tók mynd, það er nú kannski ekki frétt út af fyrir sig ;)
Ég safna tómun skothylkjum í hjáverkum 8-)
Ég safnaði saman öllum hylkjum sem ég á í 6,5 millimetrum :D

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 09:05
af konnari
Glæsilegt safn ! Þú ert með þetta allt nánast.....þig vantar að ég held bara 6.5x47 Lapua (Gylfi Sig reddar því) 6.5 Grendel og 6.5 Creedmoor (fæst hjá Jóa í Ellingsen) en þessi tvö síðast nefndu eru mjög sjaldséð.

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 09:30
af maggragg
Já og villiköttinn 6,5 SLR sem mér þykir nokkuð spennandi ;) En mjög glæsilegt safn.

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 09:36
af Veiðimeistarinn
Hvernig eru þessi kaliber sem þið nefnið strákar, er þetta ,,nekkun" úr einhverjum öðrum caliberum :?:
Geti þið lýst þeim nánar fyrir :mrgreen: mér :?:

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 09:44
af maggragg
6.5 SLR eða Super Long Range er .260 hylki með 30°hálsi (sama og 6.5x47) þannig að það lítur út eins og langt 6.4x47 hylki og sameinar kosti beggja :)

Mynd
6.5x47 og 6.5 SLR

Það yrði samt ekki auðvelt að eignast svona hylki nema einhver myndi fá sér svona heima, þarft custom dia til að móta þau.

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 09:51
af Aflabrestur
Sæll meistari.
Flott safn.
Væri enn flottara ef þau væru öll hlaðinn, er sjálfur að safna hlöðnum skotum bæði riffil cal og haglasskotum. En þarna vantar líka 6.5x50mm Arisaka sem er töluvert algengt víða erlendis, en það er gamalt Japanskt hercaliber.

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 10:31
af oliar
Úrþví verið er að benda á 6.5 mm kaliber/hylki sem meistarinn ekki á þá væri kannski ekki úr vegi að nefna tvö remington hylki sem líklega eru óþekkt fyrir flesta en þeir reyndu :-)

Fyrst skal nefna 260 Remington er skilgreint sem nýmóðins hylki sem er gert fyrir stutta lása eins og 308 fjölskylduna. Rúmmál hylkis er heldur minna en 6.5x55 og yfirleitt finnast bara stutthleyptir rifflar í þessu kaliberi, þannig að hraðinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir og er líklega ein af ástæðum þess að fáir vita að tilvist þess......

Síðan er "stóri bróðir" 6.5 Remington Magnum. Kom á markað 1966 og var eyrnamerkt M 600 carabin sem var kallaður "Star Wars" vegna útlitsins. Hlauplengdin var bara 18.5 tommur og hraðinn eftir því.
Hylkisrúmmálið er svipað eða aðeins minna og hjá 6.5-284 og 6.5-06 og þótt kaninn hsfi lengt hlaupið uppí 20 " þá jókst hraðin ekkert sem heita skildi og mistu menn meira og minna áhugann enda voru 6.5 cal ekkert sem kaninn var alltof hrifinn af fyrir rúmun 45 árum !

Kv. Óli

ps. Flott safn annars :-)

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 10:32
af oliar
Úrþví verið er að benda á 6.5 mm kaliber/hylki sem meistarinn ekki á þá væri kannski ekki úr vegi að nefna tvö remington hylki sem líklega eru óþekkt fyrir flesta en þeir reyndu :-)

Fyrst skal nefna 260 Remington er skilgreint sem nýmóðins hylki sem er gert fyrir stutta lása eins og 308 fjölskylduna. Rúmmál hylkis er heldur minna en 6.5x55 og yfirleitt finnast bara stutthleyptir rifflar í þessu kaliberi, þannig að hraðinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir og er líklega ein af ástæðum þess að fáir vita að tilvist þess......

Síðan er "stóri bróðir" 6.5 Remington Magnum. Kom á markað 1966 og var eyrnamerkt M 600 carabin sem var kallaður "Star Wars" vegna útlitsins. Hlauplengdin var bara 18.5 tommur og hraðinn eftir því.
Hylkisrúmmálið er svipað eða aðeins minna og hjá 6.5-284 og 6.5-06 og þótt kaninn hafi lengt hlaupið uppí 20 " þá jókst hraðin ekkert sem heita skildi og mistu menn meira og minna áhugann enda voru 6.5 cal ekkert sem kaninn var alltof hrifinn af fyrir rúmun 45 árum !

Kv. Óli

ps. Flott safn annars :-)

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 11:30
af konnari
Óli ! Veiðimeistarinn er með 260rem hylkið........það er lengst til hægri....6.5-08 (260rem)

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 13:03
af konnari
maggragg skrifaði:6.5 SLR eða Super Long Range er .260 hylki með 30°hálsi (sama og 6.5x47) þannig að það lítur út eins og langt 6.4x47 hylki og sameinar kosti beggja :)

Mynd
6.5x47 og 6.5 SLR
Já svo er annar athyglisverður villiköttur líka afsprengi 260rem sem er 260AI 40° sem kemur fast á hæla 6.5-284......en ef nánar er gáð þá er samt ótrúlega lítill munur á 260 standard, 6.5 SLR og 260AI 40°
Hér eru athyglisverðar greinar um 260 AI:

http://www.the-long-family.com/260AI.htm
http://www.6mmbr.com/gunweek046.html

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 27 Jun 2012 14:07
af oliar
Sælir... hefði betur sett upp gleraugun.... sá ekki svona langt til hægri :-) úps ætli það þýði nokkuð að ég sé kommúnisti :-)

kv. Óli

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 14 Ágú 2012 11:09
af 338lapua
Sælir er með 6.5 Grendel ef þig vantar það í safnið hjá þér.
MBK, Jakob

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 14 Ágú 2012 19:06
af Veiðimeistarinn
Já, mig vantar það í safnið!
Hvernig get ég nálgast það hjá þér?

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 11 Nov 2012 22:21
af Þ.B.B.
Sæll Sigurður veiðimeistar, ég var að leita af upplýsingum um 6,5 Grendel og datt niður á þennann þráð.
Ég veit lítið eitt um 6,5 Grendel en tel það samt mjög áhugavert, lítið púður, létt kúla, lítið bakslag, flatur ferill og lítið fall á lengri færum, skothylkið er unnið(hannað) úr 220 russian og kaninn kallar það ppc á sterum.
Eittkvað meira veit ég um þetta apparat en það snýst aðalega um hönnunina á hylkinu í USA, framleiðsluna á því í USSR og skrípaleikinn við að flytja það svo aftur til USA þannig að hægt væri að koma því í almenna sölu í gegnum Wolf.
Það sem vakti athygli mína var að Skyttan, Jakob, 338 Lapua, svarar þér og nefnir það að hann eigi 6,5 Grendel skothylki handa þér, og spurningin er sú og kannski les hann þetta en er hann(Jakob) að skjóta úr riffli í 6,5 Grendel?
Varðandi 6,5 Creedmoor þá er það líka mjög spennandi long range kaliber eins og 6,5 Grendel en í 308w ættinni, 6,5 - 08(308w nekkað í 6,5) og hefur sett met á 1000 jördum.
Þorsteinn Bjarnarson.

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 12 Nov 2012 09:36
af kra
Sæll Sigurður.
Ertu bara að safna 6,5 eða öllum tegundum.?

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 12 Nov 2012 11:13
af Veiðimeistarinn
Ég safna öllum tegundum af skothylkjum og á orðið heilmikið safn.

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 12 Nov 2012 12:19
af T.K.
Ég spyr líka, er einhver að nota Grendel hér á landi?

Þorsteinn, mér sýnist þú bara vera fara í sérsmíði. Mest virðist vera úrval af Grendel í semi auto rifflum í USA. En fyrst þetta semi auto tactical dót er svona hrikalega
nákvæmt, hvernig er þá eiginlega 6,5Grendel í almennilegum boltalás? Holymoly


http://www.youtube.com/watch?v=c6h2Cgoi ... ata_player

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 12 Nov 2012 14:50
af kra
Sigurður.

Áttu 7mm STW ?
454 Casull
Og ég skal senda þér 6,5x47 Lapua
Og ef þú vilt fá sent, viltu þá bara hylkin eða kúlusett en óvirk.

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 12 Nov 2012 15:58
af Veiðimeistarinn
Já ég á 7 mm STW
En vantar 454 Casull og 6,5x47 Lapua.
Nei bara hylkin.

P.S.
Þórir, er ekki leiðinlegt að vera svona föðurlaus, það virkar á mig eins og þú sért HÁLFmunaðarlaus..... :lol:

Re: Nokkur kalíber í 6,5 mm

Posted: 12 Nov 2012 20:11
af Þ.B.B.
Sæll Þórir, jú þetta er að þróast í það en ekki hjá mér heldur pabba, ég er bara að göslast með honum í þessu, er reyndar mjög hrifinn af getu 6,5 Grendels en er ekki alveg búinn að gefa 308w uppá bátinn.
Kallinn er búinn að lesa allt sem hann hefur komist yfir um 6,5 Grendel og það verður ekki aftur snúið hjá honum, hann talar ekki um annað en nýja riffilinn þessa dagana, þetta á að vera egg nákvæmur semi, mark-veiðiriffill hjá honum og ég þykist vita að hann muni taka okkur í kennslustund næsta sumar.
Við gamli erum að æfa prone í Egilshöllinni tvisvar í viku og það er bara stóra kennslan í gangi, þú ættir að drífa þig með og byrja að æfa aftur.
Sjáumst.
Þorsteinn Bjarnarson.