Bogi og ör VS skot úr 30-06

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:
Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af Bowtech » 04 Ágú 2012 18:38

Hérna er tafla úr skotprófun sem fór fram í Austurríki sem sýnir mun á innkomu/penetration eiginleikum þar sem verið er að bera saman þegar skotið er af boga og ör á móti riffil 30-06,

Skotið 3 sinnum á ílát fyllt með sandi.

Bogi 65 pund dragþyngd 511gr hraði 249 fet/s KE 70.37 Joule 95
Bogi 65 pund dragþyngd 420gr hraði 270 fet/s KE 68 Joule 92
Bogi 77 pund dragþyngd 699gr hraði 228 fet/s KE 80,71 Joule 109

Örvarnar fóru allar í gegn.

Rifill Sig Mod 98 Cal 30-06
Veiðikúla notuð

kúla 165gr hraði 2765 fet/s KE 2801 Joule 3798
kúla 165gr hraði 2790 fet/s KE 2852 Joule 3867
kúla 165gr hraði 2796 fet/s KE 2865 Joule 3884

Kúlan stoppaði í öllum 3 skiptum í 5,51 tommu fjarlægð frá brún íláts

Endilega segið ykkar skoðun á þessu.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af GBF » 04 Ágú 2012 21:32

Hvaða ályktun dregur bogaskyttan af þessu ? greinilegt að bogar séu öðrum hlutum betri við veiðar ?
Jú þetta segir okkur að allar örvar hafi farið í gegn og að allar kúlur hafi stoppað í skotmarkinu...annað ekki. Eiginlega verið að bera saman epli og perur.
Hvergi kemur fram á hvaða færi, hvers konar ílát, eða eiginlega neitt sem hjálpar við að draga ályktun af þessu.
Hinsvegar er nokkuð sem getur ekki annað en haft áhrif á hvernig útkoman varð, veiðikúlur EIGA að þenjast út við fyrirstöðu og þar með hægja á sér í skotmarkinu og margir telja til kosta að þær eyði allri sinni hreyfiorku í skotmarkinu, á sama við um örvar ætlaðar til veiða ?
Georg B. Friðriksson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af Bowtech » 04 Ágú 2012 22:38

Sæll Georg

Fjarlægðin sem um ræðir er 5 metrar og skotið er á plastfötur.

Erlendis þá hefur þvi verið haldið fram að ör sé ekki nægjanlega öflug til veiða, og þá er alltaf verið að miða þetta við veiðikúlur og þá gagnvart hraða svo ör nái til mynda nægjanlegt afl og það hefur borið á því hérna heima líka.
En það er einmitt málið að kúla og ör vinnur ekki eins og því er ekki hægt að bera þetta saman en samt hefur margt efsemdar fólk einmitt verið að gera það og þess vegna er þessi prófun gerð.
Það er rétt eins og þú bendir á að kúla þennst út strax við snertingu og mynda því viðnám straxt en ör með veiðiodd stingur og sker og þar af leiðandi minnkar viðnámið.

Bogveiði er ekki æðri veiðiaðferð heldur en skotveiðar. Það ætti að leggja þær að jöfnu en það fer eftir notkunar t.d á færi sem er lengra en 80-90m þá ætti að nota riffil þar sem að bogi og ör er ekki nægjanlega öflugt, en á styttri færum þá er bogin hentugur en riffilinn er það líka.

Með örvar að þá telst það best ef örin fer í gegn.

Vona að þetta svari því sem vantaði kannski uppá upphaflega póstinn.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af E.Har » 05 Ágú 2012 11:26

Riffilkúlan skilur eftir liðlega 3700 shul af orku í skotmarkinu.
Örin kannski 75 ! Fer í gegn svo einhver orka fer annað.

Annars segir þetta okkur ekki annað en bæði ör og bogi pduga á sandfötur.

Mín skoðun er að með núverandi eftirlitsmannakerfi megi alveg nota boga á hreindýr. Færi um og undir 50 m og gædin med med kvikindið í sigtinu ef einhvað klikkar.

Ég myndi samt aldrein leggja boga og 30-06 ad jöfnu.
Myndirnar hér að ofan skilgreina það.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

johann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af johann » 05 Ágú 2012 16:27

Veiðiörvar drepa náttúrulega á annan máta en kúlur; í raun er verið að stinga priki með rakvélablöðum í dýrið af færi. Ef örvaroddurinn tekur í sundur slagæð, þá deyr dýrið tiltölulega fljótt svo ákoman skiptir öllu máli. Gallinn er bara sá, að örin fer svo hægt að ef færið er meira en 10 metrar getur dýrið brugðist við örinni og stokkið til; fram eða til baka. Mörg dæmi um þetta á youtube, jafnvel dæmi um að fullvaxið dádýr stökkvi undan örinni alveg eða jafnvel að það fái hana í garninar - Hérna myndu menn heldur betur láta heyra í sér ef riffilskyttur myndu kviðskjóta dýr af 50m færi.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

johann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af johann » 05 Ágú 2012 16:40

-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 08 Sep 2013 13:36

Bowtech skrifaði:Hérna er tafla úr skotprófun sem fór fram í Austurríki sem sýnir mun á innkomu/penetration eiginleikum þar sem verið er að bera saman þegar skotið er af boga og ör á móti riffil 30-06,

Skotið 3 sinnum á ílát fyllt með sandi.

Bogi 65 pund dragþyngd 511gr hraði 249 fet/s KE 70.37 Joule 95
Bogi 65 pund dragþyngd 420gr hraði 270 fet/s KE 68 Joule 92
Bogi 77 pund dragþyngd 699gr hraði 228 fet/s KE 80,71 Joule 109

Örvarnar fóru allar í gegn.

Rifill Sig Mod 98 Cal 30-06

Veiðikúla notuð

kúla 165gr hraði 2765 fet/s KE 2801 Joule 3798
kúla 165gr hraði 2790 fet/s KE 2852 Joule 3867
kúla 165gr hraði 2796 fet/s KE 2865 Joule 3884

Kúlan stoppaði í öllum 3 skiptum í 5,51 tommu fjarlægð frá brún íláts

Endilega segið ykkar skoðun á þessu.
Ég myndi ekki vilja vera í þeim sporum að skjóta ör í hreindýr sem lenti aftarlega í hvið eða stæði ofarlega í herðakambi og hafa bara boga til að reyna klára verkið.
Jens Jónsson
Akureyri

johann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af johann » 08 Sep 2013 16:41

Það sést vel á youtube vídeóinu sem ég setti þarna inn hverslags veiðar þetta eru. Þarna eru vanir menn að skjóta á hin og þessi dýr og í undantekningatilfellum er skotið gott lungnaskot. flest skotin eru í kvið eða stóra vöðva og í sumum tilfellum nær dýrið að stðkkva úr skotinu.

Mín skoðun á niðurstöðunum er sú að fyrst að kúlan stöðvaðist eftir rúmar 5 tommur í sandi en örin fór í gegn,þá er nokkuð ljst að öll orka kúlunnar hafi skilað sér í skotmarkið, en hverfandi orka frá örvunum. Skaðinn af örvunum er þa´einungis þær æðar sem oddurinn skar í sundur á leið sinni í gegnum dýrið.

Hér á íslandi höfum við haft það að leiðarljósi að aflífa bráðina eins fljótt og mannúðlega og hægt er.
Þetta getur alls ekki flokkast undir það. Bogar og örvar eiga því ekkert erindi í veiðar við íslenskar aðstæður ekki frekar en veiðar með atlatl, spjótum eða að hlaupa uppi bráðina og bíta hana á barkann.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 08 Sep 2013 19:42

Já og það deyr allt um leið sem er skotið?
Menn hafa nú náð að skjóta 3 lappir undan hreindýri með riffli áður en það lá.
og er ekki 30% gæsastofnsins með högl í sér.
Annars gleður það mig hvað það eru margir sérfræðingar (youtubehetjur) hér sem eru hoknir af reynslu í bogveiðum og þar af leiðandi óþrjótandi viskubrunnar um efnið.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af karlguðna » 08 Sep 2013 20:29

Aflabrestur GÓÐUR
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 09 Sep 2013 07:21

Aflabrestur skrifaði:Já og það deyr allt um leið sem er skotið?
Menn hafa nú náð að skjóta 3 lappir undan hreindýri með riffli áður en það lá.
og er ekki 30% gæsastofnsins með högl í sér.
Annars gleður það mig hvað það eru margir sérfræðingar (youtubehetjur) hér sem eru hoknir af reynslu í bogveiðum og þar af leiðandi óþrjótandi viskubrunnar um efnið.
Vissulega deyr ekki allt strax sem skotið er á en líkur á að dýr sleppi frá veiðimanni með boga eru talsvert meiri en ef viðkomandi er vopnaður byssu. Ég hef séð fugl synda með ör þvert í gegnum sig og get hæglega séð hreindýr fyrir mér hlaupa frá bogaveiðimanni með ör í sér sem ekki hefur lent á banvænum stað og eftir stendur veiðimaður með verkfæri sem hefur 10 til 50 metra veiðisvið án möguleka á að skjóta í 2 lappir til viðbótar til að stöðva dýri.
Jens Jónsson
Akureyri

johann
Póstar í umræðu: 4
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af johann » 09 Sep 2013 11:28

Þakka þér fyrir Karl að benda á það að menn eiga ekki að hafa skoðun á hlutum nema að hafa upplifað þá sjálfir (raunheimahetjur). Hafandi skotið töluvert af boga á mark og æft það reglulega nægir mér alls ekki greinilega. Hér eiga menn ekki að kommentera á það að drepa dýr með ör nema hafa gert það sjálfir?
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af TotiOla » 09 Sep 2013 12:28

Aflabrestur skrifaði:Já og það deyr allt um leið sem er skotið?
Menn hafa nú náð að skjóta 3 lappir undan hreindýri með riffli áður en það lá.
og er ekki 30% gæsastofnsins með högl í sér.
Það að til séu lélegar skyttur sem ráða ekki við að aflífa dýr með sómasamlegum hætti (með riffil/haglabyssu) eru engin rök fyrir því að leyfa eigi veiðar með töluvert takmarkaðri verkfærum.

Hér erum við líka farnir að tala um verkfærin annars vegar og (í þínu tilfelli) veiðimanninn hins vegar. Það er amk. minn skilningur, þó ég eigi kannski ekki að vera að skipta mér af þar sem ég hef ekki handleikið svona græju og telst því líklega til "sérfræðinga".
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 3
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af Bowtech » 09 Sep 2013 14:00

Gaman að sjá svona líflegar umræður. :D

Nú er standa bogveiðar sem hæðst í Grænlandi á Hreindýr og Sauðnaut.

Enn sem er að þá hefur ekki komið fram nein vísbending um að bogi sé síðri en riffill við veiðar á hreindýr eða sauðnaut...

Þar er t.d ekki talið tiltökumál þó það þurfi 3 skot úr riffli 375 Holland & Holland á Sauðnaut til að fella það.
En þau eru að falla með 1 ör. Hlaupa styttra en ef um riffil væri að ræða.

Samkvæmt rannsókn í Danmörku um bogveiðar að þá er jafnmörg og ef eitthvað er færri dýr að særast en ef um skotvopn væri að ræða.

Þið talið um youtube. meginn hluti myndbanda kemur frá kananum og það er ekki hægt að bera það saman við bogveiðimenn í Evrópu. Það er mikill munur á kröfum, Norðurlanda þjóðirnar Álandseyjar, Danmörk og Finnland þar fremst í flokki hafa komið því til leiðar að flest lönd eru farin að líta til þeirra með kröfur og reglugerðir um bogveiðar í sínu landi og sum hafa breytt löggjöfinni sinni til að það geta gengið í ESB, sem dæmi. Þannig nú er svo komið að um helmingur Evrópu þjóða leyfir bogveiðar og á næstunni verða þau í meirihluta. Og í mörgum löndum/borgum Evrópu hafa skotvopnin verið að víkja fyrir boganum sem aðalveiðistjórnunartæki í þéttbýli.

Þið sem hafið áhuga á afli kúlu og það sem hún gerir á bráð, hvet ykkur að lesa þessa grein hér:
http://bogveidi.net/index.php/greinar/1 ... ect-a-dyrq Það gætu vaknað spurningar eftir lesturinn. "Here we discuss this concept and conclude that there is no instant
shock effect in an animal hit by a bullet."

En svo þegar uppi er staðið þá snýst þetta að mestu leyti um getu veiðimannsins...
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Sep 2013 14:08

Sælir allir, Jóhann ertu ekki að fara mannavillt ,,,??? var bara að láta aðdáun mína á aflabrest í ljós ,
:roll:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af karlguðna » 09 Sep 2013 14:37

takk fyrir þetta Indriði,, flott síða , flottar greinar.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af TotiOla » 09 Sep 2013 15:03

Bowtech skrifaði:Enn sem er að þá hefur ekki komið fram nein vísbending um að bogi sé síðri en riffill við veiðar á hreindýr eða sauðnaut...
Bara svo það sé alveg á hreinu þá meinti ég það ekki beint þannig þegar ég kallaði boga "töluvert takmarkaðra verkfæri". Heldur átti ég þá helst við "effective range" eða það sem getur kallast viðunandi færi. Það hlýtur að vera mun erfiðara að komast í góð færi við hreindýr með boga í okkar opna/flata landsvæði, auk þess sem EF svo vill til að dýrið særist þá gef ég mér að það sé mun fljótara að koma sér út úr fær. Ekki satt? Það takmarkast s.s. mjög við fjarlægð/nánd við dýrið. Endilega leiðréttu mig ef það er tóm vitleysa hjá mér.
Bowtech skrifaði:Þar er t.d ekki talið tiltökumál þó það þurfi 3 skot úr riffli 375 Holland & Holland á Sauðnaut til að fella það. En þau eru að falla með 1 ör. Hlaupa styttra en ef um riffil væri að ræða.
Ég á erfitt með að trúa þessari fullyrðingu um að eðlilegt sé að þrjú skot þurfi en að þau falli með einni ör. Ætlar þú að segja mér að það séu bara 100% bogveiðimenn á Grænlandi? Engin tilfelli þar sem þrjár örvar þarf til eða dýr jafnvel sleppa særð? Getur ekki verið að þetta sé svolítið hlutdræg fullyrðing? :)
Bowtech skrifaði:Samkvæmt rannsókn í Danmörku um bogveiðar að þá er jafnmörg og ef eitthvað er færri dýr að særast en ef um skotvopn væri að ræða.
Er hægt að nálgast þessa rannsókn einhver staðar til þess að kynna sér allar hliðar málsins?
Bowtech skrifaði:En svo þegar uppi er staðið þá snýst þetta að mestu leyti um getu veiðimannsins...
Þetta tek ég heilshugar undir... en kemur, að mínu mati, efni þráðarins ekki beint við þar sem verið er að ræða verkfærin en ekki veiðimanninn. Ekki satt?
Mbk.
Þórarinn Ólason

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:145
Skráður:23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn:Árni Ragnar

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af Árni » 09 Sep 2013 16:12

Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leiti að mér finnst þetta hálf kjánaleg umræða.
Hef ekkert á móti bogveiðum né réttmæti þeirra, ef þær væru leyfðar ætti ég pottþétt boga sem ég færi með í rjúpu.

Hinsvegar er um tvo algjörlega mismunandi krafta að ræða og ættu því ekki að vera bornir saman, veiðikúlur snúast og opna sig í bráð á meðan ör fer beint í gegn.

En einföld spurning;
Ef þú yrðir fyrir váskoti og mættir velja hvort það væri frá ör eða 30-06 veiðikúlu, hvort væri það?
Mitt svar er ör, og þessi gæs sem var með ör í gegnum sig í amk 6 vikur, er held ég sammála mér,
http://www.dailymail.co.uk/news/article ... vives.html
(vek athygli á setningu neðst í fréttinni; "‘Unfortunately we tend to see a lot of this." )
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

MB1
Póstar í umræðu: 1
Póstar:3
Skráður:06 Sep 2012 14:30

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af MB1 » 09 Sep 2013 18:28

1
Síðast breytt af MB1 þann 09 Sep 2013 18:45, breytt í 1 skipti samtals.

Six
Póstar í umræðu: 1
Póstar:11
Skráður:13 May 2012 10:01

Re: Bogi og ör VS skot úr 30-06

Ólesinn póstur af Six » 09 Sep 2013 18:44

Árni skrifaði:
En einföld spurning;
Ef þú yrðir fyrir váskoti og mættir velja hvort það væri frá ör eða 30-06 veiðikúlu, hvort væri það?
Mitt svar er ör, og þessi gæs sem var með ör í gegnum sig í amk 6 vikur, er held ég sammála mér,
http://www.dailymail.co.uk/news/article ... vives.html
(vek athygli á setningu neðst í fréttinni; "‘Unfortunately we tend to see a lot of this." )
Tetta er nu meira ruglid.. menn eru ad leika ser ad skjota dyrin med target oddum en til eru oddar
Fyrir hvert tilvik. Eg efast um ad gaesin hefdi lifad lengi ef notad hefdi verid rettur orvaoddur
Sigurður Jakob Helgason
sigurdurjh@gmail.com

Svara