Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 16 Nov 2012 16:48

Ég er aðeins búinn að fara yfir þær umsagnir sem sendar hafa verið inn við þetta frumvarp. Þær eru flestar á einn veg og ágætt að sjá hvað margir hafa tekið sér tíma til þess að senda inn umsögn og vonandi verður hlustað á það sem við höfum að segja. Ein umsögn stingur þó verulega í stúf þarna og það er umsögn Ríkislögreglustjóra.

Sú umsögn virðist vera sett fram af fádæma forræðishyggju og án þess að vera rökstudd með þeim hætti við hljótum að geta búist við af embætti sem ætti að öllu óbreyttu að fá til umsagnar þær umsóknir sem varða undanþágu fyrir skammbyssu til þess að keppa í greinum ISSF og STÍ.
í 1. mgr. 10. gr. segir „Óheimilt er að flytja inn þá hluti sem tilgreindir eru í 6. gr. Þó getur
lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, að fenginni umsögn ríkislögreglustjóra, heimilað
innflutning vopna sem getið er í 6. gr. ef þau hafa ótvírætt söfnunargildi vegna aldurs og
tengsla við sögu landsins, sbr. 2. mgr. 16. gr. frumvarpsins. Lögreglustjórinn á
höfuðborgarsvæðinu getur, að fenginni umsögn ríkislögreglustjóra, enn fremur heimilað
innflutning hálfsjálfvirkra skammbyssna og hálfsjálfvirkra riffla fyrir randkveikt skot, enda
séu slík vopn sérhönnuð að gerð og þyngd og sannanlega ætluð til íþróttaiðkunar, svo sem
nánar verður kveðið á um í reglugerð.

Embætti ríkislögreglustjóra leggst alfarið gegn því að heimilt verði að flytja inn, eiga,
framleiða eða hafa í vörslum sínum eða versla með þau skotvopn og skotfæri sem tilgreind
eru í 6. gr. frumvarpsins. Er þar um að ræða sjálfvirk og hálfsjálfvirk skotvopn, s.s. sprengifim
flugskeyti og skotbúnað til hernaðar, skot með skeytum sem ætlað er að rjúfa brynvörn eða
eru með sprengju- eða íkveikjuskeytum svo og skeyti í slík skot, skotfæri í skammbyssur með
skeytum sem splundrast og skeyti í slík skot (sbr. einkum 10. gr., 14. gr., 16. gr.
frumvarpsins). Það er með ólíkindum að slíkt verði heimilt á Íslandi sem friðsælt ríki þótt
einungis um heimildarákvæði sé að ræða.

Þann 22. júlí 2011 áttu sér stað vofveiflegir atburðir í Noregi þar sem m.a. var notast við
hálfsjálfvirk skotvopn og sprengiefni. Í skýrslu 22. júlí nefndarinnar, rannsóknarnefndar
vegna viðbragða yfirvalda við hryðjuverkum og fjöldamorðum í Noregi 22. júlí í fyrra er
sérstaklega fjallað um hálfsjálfvirk skotvopn og að takmarka þurfi aðgengi almennings að
slíkum vopnum og sprengiefni. Í greinargerð og tillögum ríkislögreglustjóra til
innanríksráðherra, um niðurstöður 22. júlí nefndarinnar, frá 3. september 2012 kemur fram að
endurskoða þurfi skotvopnalöggjöfina með tilliti til þess að takmarka enn frekar aðgang
einstaklinga að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum vopnum. Eru þau sjónarmið embættisins því
ítrekuð. Sjónarmið embættisins eru að skotvopnalögin verði sem skýrust og að vilji löggjafans
verði án svigrúms fyrir matskenndar ákvarðanir embættismanna.


Rétt er einnig að árétt að skv. 14. tl. 9. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og
villtum spendýrum við veiðar er m.a. óheimilt að nota sjálfvirk skotvopn, svo og handhlaðnar
fjölskotabyssur og hálfsjálfvirk skotvopn, með skothylkjahólfum sem taka fleiri en tvö
skothylki.

Er þess einnig óskað að ákvæði þess efnis að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu skuli afla
umsagna ríkislögreglustjóra, sbr. ákvæði 10. gr., 14. gr., 16. gr. verði fellt út.
Ríkislögreglustjóri leggst einnig gegn því að hann sé fengin til þess að samþykkja námsefni og fyrirkomulag námskeiða fyrir endurhleðslu skota. Ég spyr, hver á þá að gera það? Maður ætti kannski að bjóða embætti ríkislögreglustjóra að vinna fyrir hann í verktöku við að gefa umsögn um þetta atriði.

Svo að umsögn ríkislögreglustjóra varðandi 6. mgr. 23. greinar. Sem annað hvort ríkislögreglustjóri er að misskylja all hressilega eða þá ég.

Þessa málsgrein get ég ekki skilið á annan hátt en þann að það eigi að leyfa hljóðdeyfa á riffla frá 222 og uppúr gegn því að menn sækji um það til lögreglustjóra og að meindýraeyðar og fleiri aðillar sem vinna nálægt byggð við eyðingu vargs geti sótt um að fá einnig hljóðdeyfir á .22 LR riffla.

Ríkislögreglustjóri virðist leggja það mat á þessa grein að það sé hægt að sækja um leyfi fyrir hljóðdeyfir á riffla sem eru með meiri hlaupvídd en 8 mm, sem eru byssur sem þarf sérstaka undanþágu vegna veiða erlendis. En það væri í raun fáránlegt að leyfa aðeins að sækja um hljóðdeyfir fyrir þessar byssur.

Þarna virðist vera hægt að túlka orðasambandið "Stærri rifflar fyrir miðkveikt skot" með tvennum hætti. Ég vil túlka þetta á þann hátt að stærri rifflar séu þeir sem eru stærri en þeir rifflar sem nota randkveikt skot. Ég verð að viðurkenna að ég áttaði mig ekki á því að hægt væri að túlka greinina með þeim hætti sem Ríkislögreglustjóri gerir, því þá hefði ég fellt út orðið stærri í umsögninni hjá mér.

Hafa menn skoðun á þessari umsögn Ríkislögreglustjóra?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 16 Nov 2012 17:31

Sælir.
Ég er svo sem ekki hissa á þessu þegar ég sé hvaða nöfn eru rituð undir þetta.
Eftir viðskifti mín við Loga Kjartansson hjá RLS tel ég það að maðurinn sé algjörlega úr samhengi við veruleikan, og möppudýr fram í fingurgóma og finnst þetta draga keim af hans vinnubrögðum, Telma hefur aftur reynst mér vel og alveg á jörðinni.
Afstaða yfirvalda í þessum umsögnum kemur mér sannarlega ekki á óvart.
Mér þykir hins vegar sárast að sjá Skotvís taka afstöðu með yfirvaldinu gegn hagsmunum margra vopnaeigenda og skotíþróttamanna, og hafa ekki ekki dug í sér til að koma með efnislegar athugasemdir við löginn.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Nov 2012 20:08

Þetta er algjör steypa hjá RLS varðandi 23. greinina en hann er að búa til skilgreiningu út í loftið þar sem ekki er búið að gera neina reglugerð með frumvarpinu og því er er hvergi skilgreint um undanþágu riffill til veiða erlendis. Það er skilgreint í núverandi lögum en það á ekki við um hið nýja lagafrumvarp, það á eftir að fela ráðherra að semja reglugerðirnar með frumvarpinu.

Ég get heldur ekki með neinu móti skilið þessa setningu:
Verður einnig að líta til þess að slík heimild til notkun hljóðdeyfa á stærri riffla myndi gera lögreglu ógerlegt að sinna eftirlitshlutverki sínu með notkun hljóðdeyfa.
Þessi umsögn ber þess merki að þar fer ekki mikil þekking á skotvopnum, eðli skotvopna og því miður einnig lögfræði í þessari tilteknu umsögn. Því miður því RLS getur haft nokkuð vægi fyrir nefndinni.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Nov 2012 20:35

Líka leiðinlegt að heyra um skotvís en það hlýtur að hafa verið meirihluti fyrir þeirra stefnu sem þeir setja framm en ég vil enmitt hvetja menn til að ganga inn og hafa áhrif því meira að seigja ein rödd hefur nú getað ruggað bátinum ;) .Og það væri nú gaman að fá menn með góðar skoðanir og aðrar sýnir þarna inn og þora að tjá sig.
En mér líst svakalega vel á þetta framtak hjá þeim þetta gæti verið' góður grunnur
http://www.visir.is/vilja-ad-skotveidim ... 2121109371
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Nov 2012 17:28

Bara svona vegna ummæla ríkislögrglustjóra :-)
Eru löggursnar ekki altaf öðruhvoru að skjóta saklausa þarna einherstaðar í útlandinu.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... _skotvopn/
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Nov 2012 13:06

Ég óttast eins og Magnús að Ríkislögreglustjóri hafi of mikið vægi fyrir nefndinni og tel því meiri líkur en minni á því að við munum sjá á eftir greininni Gróf skammbyssa í nánustu framtíð.

Það er algjör synd því það er mikil gróska í skammbyssugreinunum hjá okkur í Kópavoginum hvort sem þar er um að ræða stærri eða minni skammbyssur.

Vonandi gleypir nefndin ekki allt hrátt sem kemur frá Ríkislögreglustjóra, því þeir virðast vilja banna líka .22 byssurnar, sem myndi endanlega gera útaf við allar skammbyssu greinar á íslandi nema Loftskammbyssu og Fríbyssu á nokkrum árum, kannski 1 áratug.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Nov 2012 09:38

Hvaða áhrif getur þetta haft á endanlega mynd nýju laganna :?:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... i_heimilt/
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af skepnan » 22 Nov 2012 13:15

Samkvæmt fréttinni sem þú ert með Sigurður, þá ætlar Ríkislögreglustjóri að gera allar hálfsjálfvirkar hagglabyssur upptækar þar sem að talað er um öll sjálfvirk og hálfsjálfvirk vopn. Embættið hlítur að vera ánægt með að svona sé farið með túlkun þeirra í fjölmiðlum :twisted:
En reyndar er túlkun RLS á lögunum algerlega stórfurðuleg og ekki líkleg til vinsælda :shock:
Við verðum bara að vona að einhver með lægri blóðþrýsting og betur lesinn verði fenginn í málið fyrir þeirra hönd, því að lögin eru að stærstum hluta fín.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Nov 2012 14:11

Með öðrum orðun engöngu leyft að eiga tvíhleypur eða einhleypur í haglabyssugeiranum.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Gisminn » 04 Dec 2012 19:51

Smá svona pilla út í loftið vegna þessara stórhættulegu vopna sem á að banna eign og leyfi á.
Afhverju ættli þeir vilji þá eða þurfi þetta ?
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... eglubilum/
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 2
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 04 Dec 2012 20:27

Mér sýnist af öllu þessu að RLS sé alls ekki að hugsa um gömlu 11-87 þegar hann hugsar um hálfsjálfvirk og sjálfvirk skotvopn. Ég fæ, í fullri alvöru, á tilfinninguna að sá sem setti álitsgerðina saman hafi ekki vit á skotvopnum í meira mæli en sem nemur eftir að hafa horft á hressilega glæpamynd. Embættið sér sjálfsagt, eins og tæpt hefur verið á, ofsjónum yfir hálfsjálfvirkum og sjálfvirkum rifflum og er það í raun vel, að þeir séu tilbúnir að stemma stigu þar við. En sammála er ég, að það er vonandi að einhver sem þekkir muninn á Browning A5 og Browning BAR fari yfir frumvarpið fyrir þeirra hönd.
Kv. Stefán Jökull

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Dec 2012 00:14

Það er víst oft þannig að þeir sem taka ákvarðanir t.d. fyrir lögreglu, eru oftar en ekki fólk sem hefur ekki verið í lögreglunni og hefur ekkert vit á henni. Það eru tveir lögfræðingar sem skrifa undir þessa umsögn RLS sem hvorugir hafa starfað sem lögreglumenn, og sést greinilega hversu takmarkaða þekkingu þau hafa á þessum málum sem er miður.

Hinsvegar held ég að flestir séu nú sammála um það að lögreglan eigi að vera í stakk búin að bregðast við því þegar hættulegum vopnum er beitt eða ógnað með þeim, eins og skotvopnum, en vitað er að fjöldi óskráðra vopna er í umferð, og að auki eitthvað af stolnum vopnum.

Það væri verra ef lögreglan stæði bara aðgerðarlaus hjá.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Gisminn » 05 Dec 2012 00:30

það var einmitt pillan sem ég meinti.Leysum vandan opinberlega með að banna lögleg vopn en samt óopinberlega er allt of mikið af óskráðum vopnum sem við verðum að bregðast við og verja lögregluna okkar og að hún geti varið aðra.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Dec 2012 00:45

Það er einmitt óþolandi að löggjafarvaldið velur alltaf ódýrustu leiðina. Í stað þess að setja fjármang í lögregluna til að taka á ólöglegu vopnunum og þeim sem með þau fara er ódýrara að breyta lögunum og banna bara þeim sem sem fara löglega með byssurnar. Það skilar að sjálfsögðu nákvæmlega engu, en virkar sem rós í hnappagatið á þingmönnum sem svo segja að þeir hafi sko tekið á málunum...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 2
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 05 Dec 2012 10:39

Það er miklu auðveldara fyrir löggjafarvaldið að hjóla í okkur, því að þar sést árangur. Ef á að taka á ólöglegum vopnum í glæpaheiminum þarf fjármagn, tíma og mannskap, eitthvað sem ríkisstjórnir síðustu tuttugu ára hið minnsta hafa aldrei viljað veita lögreglu.
Kv. Stefán Jökull

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 2
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af 257wby » 05 Dec 2012 12:43

Það væri óskandi,og er raunar óskiljanlegt að ekki skuli vera skipað í stjórnunarstöður hjá hinu opinbera eftir þekkingu á viðkomandi málaflokk.
Allt og algengt að menn ráðskast með málaflokka sem þeir hafa enga þekkingu á.T.d. í sambandi við vopnaeign og notkun almennings þá væri nú ekki fráleitt að það væri einhver með þekkingu á skotvopnum,veiðum og þessvegna skotíþróttagreinum sem hefði umsjón með þeim málum.
En maður getur alltaf látið sig dreyma....

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af E.Har » 06 Dec 2012 11:00

Lögin eins og þau komu frá nefndinni voru að flestuleiti fín.
Síðan fór ráðuneiti Ögmundar að krukka í þeim.
Breytti helling varðandi skambyssur og hljóðdeyfa ofl ofl!
Bara fáránlegt!
Í nefndinni í upphafi sátu fulltrúar Skotsambandsinns. Skotvís. Lögreglu. Sýslumanna. Landhelgisgæslu. Ráðuneitissinns.

Almenn sátt var um frumvarpið.
Næsta sem gerist er að Ömmi lætur senda það til þrengingar aftur til lögreglu sem kroppar og potar í það, og í raun skemmir það.

Skil alveg aftsöðu SKOTVÍS, taldi að það viðmikklar breytingar hefðu verið gerðar að rett væri að kalla nefndina aftur saman. Gerðu því ekki efnislegar athugasemdir aðrar en að kalla ætti nefndina aftur saman. Ef lögreglan fekk ekki sínu framgengt innan nefndarinnar þá er einhvað að!

Er þetta ekki bara að Vinstri grænir vilja takmarka veiðar, útivist og skotíþróttir?
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 4
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 06 Dec 2012 17:46

Sæll Einar.

Eins og þetta fór frá nefndinni þá var margt sem ekki var í lagi eða ásættanlegt fyrir hinn almenna skotmann/konu. Td. 19 greinin og fl.
Það var ekki almenn samstaða í nefndinni eins og sumir vilja vera láta og ráðherra breytti sumu eftir að nefndin hafði lokið störfum, það er rétt.
Í ráðuneytinu er sagt að ef þeir nefndarmenn sem áttu að vera að vinna fyrir okkur auk formannsins, sem mér skilst að hafi einhvern áhuga á skotveiðum, hefðu staðið saman. Þá hefði þetta frumvarp litið öðruvísi út í dag.
Ef einhver dugur hefði síðan verið í þeim, þá hefðu þeir að sjálfsögðu getað sagt sig úr nefndinni ef þeir hefðu ekki verið samþykkir þeirri niðurstöðu sem átti að skila til ráðuneytisins.
Það gerði fulltrúi Bændasamtaka Íslands 12. des. 2011, þegar hún sagði sig úr starfshóp um stöðu og aðgerðir til endurreisnar svartfuglastofnum.
Að gera síðan ekki neinar efnislegar athugasemdir við frumvarpið, mun lengi verða í minnum haft.
Það er löngu orðið tímabært að við áttum okkur á því að við verðum að standa saman og standa vörð um okkar hagsmuni. Nú sem aldrei fyrr. Var ekki einu sinni sagt ,,aldrei að víkja''

Kveðja, Jón Pálmason
fyrrverandi félagsmaður í Skotvís.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af skepnan » 06 Dec 2012 21:12

257wby skrifaði:Það væri óskandi,og er raunar óskiljanlegt að ekki skuli vera skipað í stjórnunarstöður hjá hinu opinbera eftir þekkingu á viðkomandi málaflokk.
Það er nú ekki óskiljanlegt Guðmann minn miðað við það að ekki er krafist lágmarksmenntunar til þess að verða ráðherra :shock: :o
Raunar er þetta væntanlega eina starfið á skerinu þar sem ekki er krafist lágmarksmenntunar enda er niðurstaðan eins og hún er :twisted:

Svona til gamans þá eru hér upplýsingar um mentun sumra ráðherra tekið af vef Alþingis:
Svandís umhverfis og auðlindaráðherra er með BA-próf í almennum málvísindum og íslensku frá HÍ
Steingrímur atvinnuvega og nýsköpunnarráðherra er með B.Sc.-próf í jarðfræði HÍ 1981. Próf í kennslu- og uppeldisfræði HÍ 1982.
Ögmundur innanríkisráðherra er með MA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði Edinborgarháskóla, Skotlandi, 1974.
Jóhanna forsætisráðherra er með Verslunarpróf VÍ 1960 og svo auðvitað flugfreyja

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Umsögn ríkislögreglustjóra um vopnalögin

Ólesinn póstur af Gisminn » 06 Dec 2012 21:42

Bíddu bíddu aðeins Keli er ég að miskilja eitthvað? Þarf mentunn til að vinna í leikhúsi (Alþingi)
Ég hélt að þar væri verið að sýna dramaleik þarna þessa dagana. Og meira að seigja 1 leikarinn(Þráinn Bertelsson) var að fá heiðurs listamannalaun uppá 300 þúsund á mánuði :evil:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara