Hálfsjálfvirkir rifflar leyfðir

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Hálfsjálfvirkir rifflar leyfðir

Ólesinn póstur af maggragg » 28 Sep 2010 10:02

Með breytingareglugerð frá 9. mars 2010 er búið að opna fyrir eign á hálfsjálfvirkum rifflum til íþróttaskotfimi. Fellur það undir D leyfi og virðist þetta ákvæði vera túlkað mjög þröngt en það á einungis við riffla með hlaupvídd .22LR í dag. Fyrir hendi þarf að vera viðurkennd skotíþróttagrein þar sem keppnisreglur viðurkenna notkunn viðkomandi vopna. Samkvæmt minni vitneskju þá er þetta gert fyrir silhouette skotfimi.

Efni reglugerðarinnar er þó þannig að ef ný skotíþróttagrein yrði viðurkennd hér á landi þar sem hálfsjálfvirkir rifflar í stærri hlaupvíddum eru viðurkenndir, ætti sjálfkrafa að vera hægt að sækja um leyfi fyrir þá. Ekki er tekið fram í reglugerðinni um hvaða hlaupvídd er að ræða og er það þá opið og takmarkast af þeim greinum sem viðurkenndar eru hérlendis.

Reglugerð nr. 258/2010
1. gr.
Á eftir orðinu „skammbyssum“ í 3. gr., flokki D, 1. málslið kemur: eða rifflum.


2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr.:
a)
Á eftir orðinu „skammbyssu“ í fyrirsögn kemur: og riffli til iðkunar skotfimi.
b)
Á eftir orðinu „skammbyssu“ í 1. mgr. kemur: eða hálfsjálfvirkan riffil.
c)
Á eftir orðinu „skammbyssu, þ.m.t. loftskammbyssu“ í 2. mgr. kemur: og hálfsjálfvirkum riffli.


3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 39. gr. vopnalaga nr. 16, 25. mars 1998, öðlast þegar gildi.


Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 9. mars 2010.

Ragna Árnadóttir.
Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara