Svartpúður og nýju vopnalögin.

Allt sem viðkemur byssum
Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður
Svartpúður og nýju vopnalögin.

Ólesinn póstur af Garpur » 12 Dec 2012 13:02

Sælir er það ekki rétt hjá mér að svartpúður sé bannað eins og vopn sem nota svoleiðis eldsneyti.
Er eitthvað um þetta í nýju lögunum.
Kv. Garðar Páll Jónsson

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: Svartpúður og nýju vopnalögin.

Ólesinn póstur af EBJ » 12 Dec 2012 16:59

Sæll Garðar...

Þetta finnst mér nokkuð athyglivert...Er bannað að eiga byssu fyrir svartpúður...Langar að prenta upp
fyrir þig bréf ritað til mín og fyrir hönd lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu...
Í grófum dráttum svona...Afsakuðu X-in þau eru óviðkomandi 8-)

Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu:

Fyrir liggur umsókn frá Erlingi Jóhannessyni
KT. XXXXXX-XXXX um innflutning hleðslutækis skotfæra frá 1865...

Erlingur er með skotvopnaleyfi nr. XXX-XXXX-XX og hefur leyfi
fyrir "svartpúðursbyssu"

Fyrir hönd lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fær Erlingur heimild til
að flytja inn og hafa í sínum vörslum það hleðslutæki sem eru nú
hjá Tollmiðlun...

Síðan koma númer sendinga og síðan stimpill og undirskrift embættismans...
Já spurning af hverju þú telur það bannað skrítið ef svo er...
Hef ekki séð að þessu hafi verið breitt síðan þetta barst mér í hendur...

Spurning hvort menn vita eitthvað betur en þetta í dag..
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Svartpúður og nýju vopnalögin.

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Dec 2012 18:24

Velkominn Erlingur minn ætli gæti ekki smá miskilnings vegna útskýringa við 3 gr í þessum blessuðu skotvopnalögum þar sem kemur fram að svart púður og svo framveigis gildi ekki fyrir greinina.Og byssur fyrir svart púður gæti einhver skilgreint sem byssur með söfnunargildi og þá engöngu með söfnunargildi en ekki notkunnar.
Set hérna afritun frá þessu.

Um 3. gr.
Greinin kemur í stað 1. gr. núgildandi laga en er verulega aukin. Hugtök og tækniatriði þarf að skilgreina vel til þess að löggjöf af þessu tagi sé glögg og nái markmiði sínu. Hér eru m.a. skilgreind hugtök og tækniatriði sem ekki aðeins reynir á í frumvarpstextanum sjálfum heldur er einnig gert ráð fyrir að byggt verði á þeim í reglugerðum sem settar yrðu á grundvelli laganna. Þykir rétt að hafa slíkar skilgreiningar í lögum fremur en í reglugerðum. Greinin skýrir sig að mestu leyti sjálf. Nokkur atriði skulu þó skýrð nánar. Í íslenskri löggjöf hefur verið leitast við að flokka skotvopn að nokkru leyti með hliðsjón af hættueiginleikum þeirra og hefur þá verið miðað við hlaupvídd vopnsins. Enda þótt viss fylgni geti verið þar á milli, einkum að því er varðar eldri vopn sem gerð voru fyrir svart púður, er þessi viðmiðun ekki fullnægjandi. Því er gert ráð fyrir að hættueiginleikar vopna verði í reglugerð bundnir við hreyfiorku eins og hún er tjáð með hinni alþjóðlegu einingu júl (joule) og að hinar margvíslegu tegundir skota fyrir riffla og skammbyssur, þ. e. kalíber, verði flokkuð þannig. Að því er varðar orðið loftbyssa skal þess getið að það tekur hvort sem er til loftskammbyssu eða riffils. Um skilgreiningu orðsins vopns er það að segja að hún er nokkuð þrengd frá því sem er í 1. mgr. núgildandi laga. Málsgreinin eins og hún er nú þykir vera of rúm og almennt orðuð og mætti jafnvel segja að hún uppfylli ekki þær kröfur um skýrleika sem gera verður til refsiheimilda. Hefur hún enda reynst örðug í framkvæmd.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: Svartpúður og nýju vopnalögin.

Ólesinn póstur af EBJ » 12 Dec 2012 19:00

Sæll Þorsteinn.

Já það er víst venjan að hafa sem flest túlkunaratriði...Sennilega til þess að
hver og einn sem um málin fjalla hverju sinni geti bara túlkað
eða hártogað þau að vild.. :)

En ég hef pappír upp á mitt undirritað spurning
hvert það leiðir... :?: Kanski ekkert..
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Svartpúður og nýju vopnalögin.

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Dec 2012 19:52

Vonum það besta þér í hag :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara