Brotalöm í byssulögum

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Dec 2012 11:36

http://www.ruv.is/frett/brotalom-i-vopnalogum

Nú er ég ekki viss hvort að eitthvað sé að gerast með þetta frumvarp og hvort það náist í gegn fyrir kosningar þar sem mörg "stærri" mál eru eftir og líklegt að þau taki allan tíma. Hefur einhver frétt eitthvað?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 29 Dec 2012 12:29

Sæll Magnús.

Brotalömin er nú ekki stærri en svo að lögin sem við höfum í dag kveða á um skildur eigenda og forráðamanna skotvopna. Eins og Jónas bendir á hér á spjallinu. 33 gr. reglugerðar 787/1998
Í nýju lögunum verður kveðið fastar að orði og gerðar auknar kröfur, sem er gott.
Auk þess gefinn tími til að uppfylla sett skilyrði, held 2 ár.
Ætla rétt að vona okkar allra vegna að þessi lög fari ekki óbreytt í gegn á næstunni.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Dec 2012 13:09

Sæll Jón

Það er rétt að það eru skyldur settar á eigendur í dag. Í nýju lögunum verður þetta bæði skýrara og hertar kröfur en sammála um að þetta fari ekki óbreytt í gegn...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
257wby
Póstar í umræðu: 1
Póstar:193
Skráður:21 Sep 2011 07:39
Fullt nafn:Guðmann Jónasson
Staðsetning:Blönduós

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af 257wby » 29 Dec 2012 15:09

Umrædd grein þar sem kveðið er á um læsta hirslu við fyrstu byssu er ein af þeim betri í frumvarpinu og mun væntanlega hafa ein og sér meiri áhrif á aðgengi glæpamanna að skotvopnum en öll boð og bönn sem lögð eru til í frumvarpinu.

Ef aðrar tillögur frumvarpsins væru byggðar á jafn heilbrigðri skynsemi og þessi þá væri nú
lítið útá það að setja,því miður er það ekki svo!

Kv.
Guðmann
Kv.
Guðmann Jónasson
kronos@simnet.is

Helstu verkfæri
Antonio Zoli Kronos 12 Ga u/y
Beretta A-300 12Ga semi auto
Otterup M70 breyttur á flesta kanta.
Mossberg 352 semi auto 22lr.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af maggragg » 29 Dec 2012 20:19

http://www.ruv.is/frett/19-byssur-a-hverja-hundrad

Hljómar ekki vel í eyrum þessi frétt einhvernveginn...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af Morri » 30 Dec 2012 00:02

Þvílík sorgarsaga ef þetta fer óbreytt í gegn!
Það verður ekki gott að laga til aftur í þessum málum.

Vona að þetta verði ekki unnið hratt! ( illa)
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 30 Dec 2012 10:43

Rétt hjá þér Ómar.
Það verður ekki létt verk að lagfæra vitleysurnar ef þær fara í gegn og verða að lögum:(
Mætti ég þá biðja um gömlu lögin áfram ;)
Voru kannski ekki svo slæm þegar betur er að gáð. Við vitum að minnsta kosti hvað við höfum.
Mjög slæmt þegar ætt er af stað í svona illa hugsaðar lagabreytingar, sem mun bitna á okkur af fullum þunga.
Ástæðurnar sem gefnar voru upp fyrir því að nauðsynlegt væri að fara í breytingar á lögunum voru fyrir utan þær að reynt hafði á ýmis atrið við túlkun laganna, voru þessar:
Tækni hefur fleygt fram og þjóðfélagið tekið breytingum.
Jafnframt hefur alþjóðlegt samstarf á þessu sviði aukist.
Eins og til tókst með frumvarpið, þá var nú betur heima setið en af stað farið.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Dec 2012 11:25

Gömlulögin, núgildandi lö voru herfileg en hafa skánað aðeins.
Bara svona sem bæmi, rifflar 30 cal og stærri bannaði!
sem er búið að teigja upp í 8 mm og gefa undanþágur til notkunar erlendis á stærra sem uppfyllir samt ekki lögin.
Búið að láta reyna á tugi mála, og margt verið leiðrétt.
Menn notað og jafvel misnotað ákvæðin um íþróttabyssur fram og til baka.

Núverandi lagadrög voru nokkuð góð unnin með fulltrúum allra aðila, Löggu, sýslumanna, landhelgisgæslu, Skotvís g skotíþróttafelaganna ásamt ráðuneitissinns.

Eginlega einu sem ekki fengu góð lög voru safnarar en byssur yfir 20 stk máttu ekki vera brúkshæfar, hvað það þýðir veit eg ekki, er nóg að taka pinnan úr?

Vandin var hinnsvegar að Ögmundur tekur sig til og sendir plaggið sem átti að vera fullbúið til lögreglunnar sem breytir nokkuð millku, sérstaklega varðandi íþróttabyssur. Og allt sem flokkast undir semi!
Ástæða þess er sennilega að hluta torfur að (iþróttabyssum) sem hafa komið inn til landsinns!
Allavega er mér sagt það. Þessu verður ervitt að breyta til baka ef þetta fer svona inn.
Sérstaklega eftir fjöldamorðin í Usa og tal um bann við árásarvopnum þar. Hér heima er hætt ið að markskammbyssur séu í huga flestra þingmanna í samaflokki og árásarrifflar og skammbyssur sem hannaðar eru til að drepa fólk!

Persónulega tel ég best að senda þetta aftur í nefndina því breytingarnar gagnvart íþróttabyssum eru of veigamikllar til að þeim verði breiytt til baka í þinginu.
Held hinnsvgar að þetta fari ekki fyrir ef einhverjir nenna að hamast á Ögmundi.

Annars veit maður aldrei ferlið hjá Sólveigu þegar núverandi lög voru sett var skondið svo ekki sé meira sagt!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 3
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 30 Dec 2012 12:10

Sælir/ar.

Það má segja það sama um gömlu lögin og þau nýju að þau voru ekki nógu vel unnin.
Stönguðust á við önnur gildandi lög t.d. Alltaf hægt að lagfæra það. Tekur samt tíma.
Stóra vandamálið er og mun væntanlega verða eitthvað áfram, þeir aðilar í stjórnkerfinu sem eiga að vera að vinna/þjónusta okkur, ( við borgum þeim að minnsta kosti launin ) sem vinna á móti okkur og okkar hagsmunum leint og ljóst.
Þessir aðilar túlka lögin eins og þeim sjálfum hentar og eins þröngt og þeim sjálfum hentar.
Erfitt að eiga við þessa aðila. Sumir jafnvel æviráðnir og því ekki auðvelt að fá nýja menn í stólana þeirra.
Megum ekki kenna Ögmundi um allt sem miður fór varðandi lagafrumvarpið.
Hef grun um að Björn forveri hans hafi einnig verið með puttana í sumu. Veit að minnsta kosti um eitt atriði:) Sem hefði verið betra að hafa inni í dag.
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af Morri » 30 Dec 2012 13:27

Já, ég held að gömlu megi standa frekar en að fá þetta óbreytt í gegn.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af prizm » 31 Dec 2012 11:30

Að mínu mati þá hið besta mál að skilda alla þá sem eiga skotvopn að vera með viðurkenndar hirslur og auðvitað geyma skotfæri í aðskildri læstri hirslu.

Ég vona að tekið verði mark á umsögn SR um þessi lög en umsögn þeirra má finna http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4? ... 8&nefnd=am

Reyndar vona ég líka að það verði tekið á í leyfisveitingarmálum, t.d. með því að taka út ýmsar spurningar sem varða sögu skotvopna og annað sem er ótengt lögum/reglum um skotvopn úr prófinu og settar fleiri spurning varðandi lögin sjálf, siðferði og annað því tengt.
Fyrst ég er nú að tjá mig um þetta á annað borð vona ég einnig að einhverskonar próf(jafnvel einhverskonar þrengd skilyrði) verði sett á B leyfisskilda riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur.
jafnvel að aðskilja skammbyssur og hálfsjálfvirka riffla og leyfa veiðar með slíkum vopnum(hvort sem um ræðir almenna veiði eða eingöngu heimilt til vargeyðingar, háð ströngum skilyrðum).

Annað aðeins út fyrir efnið þá reyndar myndi ég vilja fá ÍSÍ/STÍ til að leyfa aðrar skammbyssugreinar(reyndar myndi ég vilja sjá fleiri skotíþróttagreinar) en ISSF.

P.S. Ég tek fram að þetta er mitt persónulega álit, ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að því eru margir ósammála og þrátt fyrir að Skyttuspjallið sé ekki þekkt fyrir að vera með skítkast þá vill ég biðja ykkur um að virða mitt álit þó svo að þið séuð því ekki sammála.
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af Gisminn » 31 Dec 2012 12:19

Þitt álit og skoðun er alveg jafn góð og min
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Brotalöm í byssulögum

Ólesinn póstur af Morri » 31 Dec 2012 12:45

Sælir

Ég held að það séu flestir sammála því að það á að vera viðurkenndur byssuskápur ( sem engar skýrar reglur eru um í dag hvernig á að vera útbúinn) við fyrsta skotvopn.
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

Svara