Almenn þrif á rifflum

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:
Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af atlimann » 29 Dec 2012 18:29

Sælir,
Ég fékk mér riffil núna í haust, Sauer 202 Classic í cal. 6.5x55 ég fékk hann notaðann og það var búið að skjóta hann ca. 50 skotum og hann hafði verið þrifinn á milli af fyrri eiganda.

Nú er ég búinn að skjóta hann ca. 50 skotum líka og var að þrífa hann áðan,

ég byrjaði á því að bleyta hvítan "patch" og renna honum í gegnum hlaupið og lét það standa í 2-3 mín, þurkaði svo hlaupið með nýjum patch-a og svo renndi ég bursta í gegnum hlaupið líka, þetta endurtók ég nokkrum sinnum þangað til patch-inn kom nánast hvítur úr hlaupinu aftur.

Nú langar mig að vita hvernig menn eru að gera þetta hjá sér, ég veit að það er enginn leið sú eina rétta.
Eru menn að nota eitthvað smurefni í lokin?

Ég fékk nefninlega litla svarta og gula dollu mep rifflinum og í henni er eitthvað smurefni sem líkist koppafeiti og ég veit ekkert hvað ég á að gera við þetta því hún er merkt á þýsku.

kv. Atli Már
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Dec 2012 18:44

Jú ég geri þetta svona bleyti í með Butch´s Bore Shine og svo hreinan og aftur bleytt og hreinan og þegar hann hættir að koma með gráu eða svörtu þá bursta ég nokkrum sinnum og endurtek þetta þar til allt er hreint en oft er allt sót löngu hætt en klútarnir enn að koma bláleitir út það þýðir kopar og þá nota ég oft sér koparhreinsi í restina.En engin aðferð er nákvæmlega eins né hvaða efni menn trúa á. Ég hef aldrei notað eitthvað smurefni í hlaupið eftir þrif
Síðast breytt af Gisminn þann 30 Dec 2012 00:05, breytt 2 sinnum samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Hjölli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:27
Skráður:02 Jun 2012 21:55
Staðsetning:Kopavogur Iceland

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af Hjölli » 29 Dec 2012 21:46

'Eg nota borguide bleyti vel í hlaupinu með butch eða sambærilegu efni læt liggja í 30-60 min
bleyti bursta og renni í gegn ca 10 sinnum þurka svo vel innan skoða reglulega með hlaupsjá

kv
Hjörleifur Hilmarsson

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af Bc3 » 29 Dec 2012 23:41

http://m.youtube.com/watch?v=jjenp2dRawM eg nota þessa t.d þessa aðferð
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 30 Dec 2012 13:47

Byssufeitin í dollunni er ætluð á hreyfifleti trúi ég. Ég smyr t.d boltana á rifflunum mínum með feiti, sérstaklega löggana.
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af skepnan » 30 Dec 2012 16:21

Sælir, ég skal hrá-þýða texta frá Speedy Gonzalez nokkrum sem að er velþekktur í heimalandi sínu USA fyrir skotfimi og aðra vitleysu :D

Skref 1, settu hlaupstýringu "bore-guide" inn í láshúsið. Ef þú átt ekki eina hættu þá þarna og farðu og fáðu þér eina, ef ekki skjóttu þá bara og slepptu því að hirða eitt eða neitt um hlaupið þitt og endinguna á því. Ef þú átt eina haltu þá áfram og gefðu sjálfum þér "góður strákur" fyrir að hafa verið nógu séður til þess að kaupa réttu tækin til verksins.
Takið eftir, eitt "óshitt" strokar út öll "góður strákur".

Skref 2, renndu einum klút vættum í hlauphreinsi gegnum hlaupið og látið liggja í um 30 sekúndur, ekki þurrka þetta með klút.

Skref 3, rennið burstanum rétt nógu langt í gegnum hlaupið að hann rétt standi út úr hlaupinu. Já ég veit að þú átt enn um 12inches eða ca.30 sentimetra af hreinsistöng eftir sem að þú getur ýtt áfram út úr hlaupinu en við viljum vernda krúnuna. Líka ef að stöngin er hangandi svona langt út úr hlaupinu þá ferðu á endanum að eyða rifflunum í krúnunni á milli sirka 4-7 á klukkuskífu. Það er mjög slæmt fyrir nákvæmni. Þegar burstinn er kominn út úr hlaupinu, vættu hann vel með t.d. Butch´s Boreshine og renndu svo burstanum RÓLEGA 10 heilar ferðir fram og til baka gegnum hlaupið á meðan þú reynir að hafa hreinsistöngina eins beina og hægt er. Þarna fer hlaupstýringin að borga sig. Munið lykilorðið er rólega. Við ætlum ekki að setja nein hraðamet í dag. Látið þetta liggja á í um eina til tvær mínútur og farið í næsta skref.

Skref 4, eftir að þú hefur látið hlauphreinsinn liggja í hlaupinu í smá stund rennir þú klút vættum í hlauphreinsi gegnum hlaupið. Fylgir svo á eftir með tvo hreina klúta og svo þurrkar þú skothúsið með Brake Kleen eða kveikjara bensíni. Svo þurrkar þú varlega af krúnunni með mjúkum klút og smyrð boltann.

Þetta er svona snögg þýðing á grein eftir Speedy en hér má finna hana í heild sinni:
http://www.rifle-accuracy-reports.com/b ... ak-in.html

Svo er bara að gera þetta nógu oft ef að þér finnst hlaupið ekki nógu hreint, sum kalíber eru nefnilega algerir hlaup-sóðar og þurfa aðeins meiri strokur og klapp en hin.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Dec 2012 16:28

notar engin hérna froðu?
Er það bara ég sem rett renni í gegnum hlaupið þegar heim er kmið, meira til að þurrka ein einhvað annað!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Benni
Póstar í umræðu: 1
Póstar:122
Skráður:16 Feb 2012 09:33
Fullt nafn:Benjamín Þorsteinsson
Staðsetning:Húsavík

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af Benni » 30 Dec 2012 16:51

Geri nokkurnveginn það sama og Keli bendir á í pistlinum að ofan nema ég nota Montana Extreme (frábær nefháraeyðir :mrgreen: ) og jafnvel froðu yfir nótt ef það er mjög skítugt!

Montana Extreme er líka gott til að vekja mann almennilega ef maður er eitthvað syfjaður þegar maður er að hlaða, eitt sniff og maður vaknar sko :shock:

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af skepnan » 30 Dec 2012 16:52

E.Har skrifaði:notar engin hérna froðu?
Sæll, ég hef aldrei prófað froðu, finnst þér hún verka betur en t.d. Butch´s Boreshine?
Og ef svo er, hvernig notar þú hana. Lætur þú hana liggja í yfir nótt eða bara í smá stund? Hvernig þrífur þú hana svo úr? og notar þú þá ekki bursta?
Endilega settu hérna inn hvernig þú notar kvoðuna, ég er áhugasamur um þessa kvoðu.

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af atlimann » 30 Dec 2012 17:42

flott svör hér að ofan, það væri líka gott að vita hvar menn eru að kaupa hreinsiefnin sem þeir eru að nota :D
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Dec 2012 18:53

Ég er kálfur þegar kemur að þrifum.
Eða bara umhirðu riffla yfir höfuð. Veiðiverfæri í mínum huga, og hirði þá bara ekki nógu vel.

Ef hlaupið er skítug löt ég froðuna lyggja lengi í því.
Renni svo nokkrum pöddum /púðum í gegn,
Ef hlaupið er skitugt þá eru til grofari púðar.
Endurtek svo leikinn þangað til púðarnir koma snirtilegi í gegn.
Svo þið sjáið, ekki til eftirbreyttni :o

Er svo með svona spotta í stað krassi í töskunni, til mfyrir öll cal.
Sma lóð og bursti á endanum. Oliubæutur orðin vegna notkunar.
Hendi svoleiðis gjarnan í gegn þegar ég kem inn af veiðum.
Oft ekki einu sinni skotið, eða allavega fáum skotum, bara til að ná raka og þessháttar úr.

Eins og ég segi ekki til eftirbreytni. :|
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

prizm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:49
Skráður:15 May 2012 10:07

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af prizm » 31 Dec 2012 11:25

Ég notaði alltaf Butch en hef núna fært mig yfir í froðuna, mér finnst hún virka betur og svo er hún lyktarlaus(sem þýðir að frúin hendir mér ekki út í frostið að þrífa heldur get ég athafnað mig inni).

Mín aðferð er að setja froðuna í, leyfa henni að liggja í einhverjar mín(fer eftir skotafjölda hve lengi).
Renni patch/klút í gegn tvisvar sinnum.
Renni koparburstanum nokkrum sinnum í gegn.
Set froðuna aftur og leyfi henni aftur að liggja í einhverjar mínútur.
Renni patch/klút í gegn, ef allt er hreint þá set ég smá olíu í patch/klút og segi það gott en ef það kemur enn drulla þá endurtek ég þetta þar til klútarnir koma hreinir út og renni svo olíunni í gegn.
Og svo áður en ég tek skot þá renni í einum klút í gegn.
Með kveðju
Ragnar Franz

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af Gisminn » 31 Dec 2012 12:15

Afhverju að setja olíu í hlaupið ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 31 Dec 2012 17:07

Margir setja olíu í hlaupin til þess að verja þau fyrir tæringu á milli þess sem byssan er notuð og þá sérstaklega ef á að geyma hana í lengri tíma. Ég er samt ekki viss um að það séu margir sem geri þetta hér, mögulega benchrestarar og fígúrur sem sækjast eftir hámarksnákvæmni.

Þó hef ég aldrei sett þetta í .22 riffilinn minn, en mig minnir að menn hafi talað um að Carl J. Eiríks hafi gert þetta við Anschuts-inn sinn og strokið svo úr áður en hann byrjaði að skjóta. Það er örugglega hægt að lesa meira um svona hjá stóru framleiðendunum af .22 markrifflum s.s. Anschuts, Bleiker, Gruning, Fienwerbau o.fl.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af skepnan » 29 Jan 2014 13:36

Ég ákvað að fá þennan þráð upp aftur þar sem Jón Rúnar er að velta því fyrir sér hvernig á að skjóta inn og þrífa nýja riffilinn. Hann er örugglega ekki eini byrjandinn hérna sem að veltir sömu hlutunum fyrir sér. Af hverju er þetta ekki kennt í byssunámskeiðinu???
Vonandi lærir þú eitthvað á þessu og gangi þér vel með nýja gripinn ;)

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

Jón R
Póstar í umræðu: 1
Póstar:16
Skráður:15 Apr 2013 18:32
Fullt nafn:Jón Rúnar Pétursson

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af Jón R » 01 Feb 2014 01:14

Þakka þér fyrir fyrir uppið á þessum þræði Þorkell það var mjög áhugavert að lesa þetta :D
Jón Rúnar Pétursson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af gylfisig » 01 Feb 2014 10:08

Góð umræða, og sjálfsagt ekki nógu oft kveðin.
Lykilatriði að þrífa rifflana vel. Lykilatriði að nota réttu tækin.´
Borescope sagði ansi margt um ástand riffilhlaupa. Það er fjárfesting sem ég tel að hafi tvímælalaust borgað sig. Ég taldi mig kunna að þrífa, og kannski kann ég það að mestu leyti, en borescopið kemur upp um allan trassaskap. Ég nota sömu aðferð og Keli lýsir, og mín hreinsiefni eru Butch bore og Kroil. Reynið að verða ykkur út um Kroil ef þið getið. Held að það hafi fengist i Bílabúð Benna.
Gætið þess að nota rétta íhluti á enda hreinsistangarinnar. Allt of margir skrúfa eitthvað á enda stangarinnar sem ekki passar á hana. Burstið hlaupin. Ekki láta bara púða duga. Það er alls ekki nóg.
Feiti er til að setja á lögga lásboltans og það á alltaf að smyrja þá lítils háttar.
Hef einu sinni lyktað af þessu Montana efni sem einhver nefndi, og ætla að láta það duga. Hef varla náð mér eftir það.. held að það hafi öll nefhár brunnið i mínu nefi við það (:
Myndi nota svo sterk efni með gætni. Froðu nota ég i miklu hófi, eingöngu til að losa um kopar i hlaupi. Læt hana liggja í, yfir nótt. Það dugir yfirleitt á koparinn.
Boreguide er algjört skilyrði við þessa hreinsun, og svoleiðis ættu allir að eiga, sem er annt um rifflana sína.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af karlguðna » 01 Feb 2014 11:39

Takk fyrir þennan þráð ,,þreif riffilinn eftir síðustu skothrynu og hélt ég væri nokkuð góður en eftir að hafa lesið hérna og kíkt á linkana tók ég tikkuna fram aftur og þreif eins og fagmennirnir og viti menn ,,, riffillinn var haugskítugur :oops: var mjög hissa því næstum eini munurinn nú og áður var BURSTINN ,, ég hélt að klútarnir gerðu sama gagn en nú veit ég betur,,,,
kærar þakkir.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Almenn þrif á rifflum

Ólesinn póstur af gylfisig » 01 Feb 2014 12:31

Hér er mynd innan úr Hornet hlaupi, sem er talsvert mikill kopar í. Hlaupið var hreinsað hefðbundið, en sú hreinsun dugði ekki á koparinn. Þetta sést greinilega í borescopinu, en engan veginn með því að reyna að kíkja með berum augum inn í hlaupið. Að ætla sér að reyna að skjóta eitthvað af viti, úr svona hlaupi, er sóun á skotfærum. Myndi frekar nota haglabyssuna.
Vonandi sést eitthvað á þessari mynd, sem ég er að tala um. Þ.e. koparinn.
Hlaupið er koparlitað að innan, en ætti að vera alveg silfurlitt.
Viðhengi
01022014784.jpg
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara