Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Allt sem viðkemur byssum
User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54
Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af T.K. » 14 Jan 2013 21:30

Flestir eru sammála um að Sviss sé fyrirmyndarríki, á margan hátt. Ekki satt?

Er ekki hægt að líta til þeirra nú þegar verið er að ræða um skotvopnalöggjöf? Væri Ísland verr eða betur sett undir þeim áhrifum? Hvað heldur þú? Frelsi eða höft?

http://en.wikipedia.org/wiki/Gun_politi ... witzerland


http://www.youtube.com/watch?v=Ao3wRpxt ... ata_player
Síðast breytt af T.K. þann 15 Jan 2013 13:17, breytt í 1 skipti samtals.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
baikal
Póstar í umræðu: 2
Póstar:33
Skráður:16 Jul 2010 23:17
Fullt nafn:Einar Stefánsson
Staðsetning:Skagafjörður
Hafa samband:

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss

Ólesinn póstur af baikal » 14 Jan 2013 22:27

Góða kvöldið.

Svisslendinga þekki ég ekki neitt og get þar af leiðandi ekki tekið þá mér til fyrirmyndar, enda þarf ekki að sækja þekkingu á byssun og notkun þeirra til annara landa, löggjöfin hversu þröng og hörð sem hún er, hefur engin áhrif á þá, sem EKKI hafa farið eftir henni, ætla EKKI að fara eftir henni og munu EKKI fara eftir henni hver sem hún verður. Það eru ekki þeir sem fara eftir lögum sem eru vandamálið það örugglega betra að hafa allar byssur skráðar, hvort sem ég á eina eða hundrað. hvort ég þarf hundrað byssur er annað mál, það hvað ég á, hvað ég þarf að eiga, og hvað einhver annar telur að ég þurfi að eiga, hvaða viðmið á að nota.
Þegar og ef löggjafin fer að hugsa og leitar hjálpar við verkefnið , þá er von.
Kveðja úr Skagafirði.
Einar Stefánsson.

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss

Ólesinn póstur af T.K. » 14 Jan 2013 23:40

Þad er ekki auðvelt að finna 'einu réttu leiðina' en gaman ad skoda umheiminn og söguna. Margt sem leynist þar. Svo taka Kínverjarnir aðra stefnu:

http://www.thenews.com.pk/TodaysPrintDe ... 1678&Cat=2
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jan 2013 11:08

Þessi frétt er líka frá fyrirmyndaríkinu Swiss.

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/0 ... i_sviss_2/

Spurningin er hvort Stefán Einar sem skrifar, með kveðju frá Swiss, hérna inn á spjalið, hefur eitthvað um þetta að segja?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss

Ólesinn póstur af T.K. » 15 Jan 2013 12:24

Já eg las þetta - allt til enda.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
baikal
Póstar í umræðu: 2
Póstar:33
Skráður:16 Jul 2010 23:17
Fullt nafn:Einar Stefánsson
Staðsetning:Skagafjörður
Hafa samband:

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss

Ólesinn póstur af baikal » 15 Jan 2013 12:58

Daginn.

Hvað Svisslendingar gera sér til skemmtunar þegar þeir eru "fullir" er þeirra mál.
hefði þetta gerst hér , væri afsökunin. " Hann var fullur auminginn , ekki vera vond við hann. :roll:
Kveðja úr Skagafirði.
Einar Stefánsson.

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss

Ólesinn póstur af T.K. » 15 Jan 2013 13:16

Þetta er sorglegt, en fróðleg frétt frá Sviss.

Þekkir einhver hversu hátt Ísland skorar í samanburði við önnur lönd þegar kemur að hlitfalli þeirra sem eiga skotvopn?

Ég er bara að vekja menn/konur til umhugsunar og gaman væri að heyra ykkar raddir. Hvað varðar vopn er ég persónulega ekki :( hrifinn af skammbyssum (nema þartilgerðum markbyssum loft/22cal) og alls ekki margskota 'hervopnum'. En það er bara ég - og hvort ég hafi rétt til að banna öðrum ad eiga slíkt veit ég ekki alveg.

Finnst þetta spall snerta á einu stærsta atriði í tilveru okkar - FRELSI. Þetta er klárlega ein hlið á þeim tening.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jan 2013 13:59

Sælir

Ég tel mig þekkja nokkuð vel til í Sviss. Ég er bæði hálfur Svisslendingur og hef búið þar og sinnt m.a. herskyldu í Sviss 2004.

Svisslendingar eru mun framar í þessu en við og þá á ég fyrst og fremst við þjóðfélagði. Skotfimi er þjóðarsport Svisslendingar án gríns. Allir sem hafa sinnt herskyldu þurfa að skjóta einu sinni á ári á 300 metrum. Einnig er árlegt landsmót sem flestir taka einnig þátt í. Árlega er fjöldi skotmóta og svo eru stór mót reglurlega þar sem hundruðir skjóta í einu.

Þetta er svo samofið menningunni að skotmótin eru eins og þorrablótin hér heima. Þar koma menn, skjóta sín skot og svo er grill og bjór á eftir.

Það þykir ekkert eðlilegra en að 15 ára stúlka sé á vespu snemma á sunnudagsmorgni á leið á skotsvæðið með SG550 hálfsjálfirkar árásarriffil á bakinu.

Gott dæmi er þegar ég var í ferðalagi um evrópu 2005 en við vorum 5 saman. Ég fekk lánaðann riffill hjá félaga mínum til að fara á skotæfingu daginn eftir. Við fórum svo í lest og konan mín var með riffilinn á bakinu. Öllum í hópnum fannst þetta svakalegt en enginn annar tók eftir þessu. Svo sjálfsagt var þetta. Þetta var bara íþróttatæki í augum Svisslendinga, eins og var vera með batmintonspaða á bakinu.

Lögin í Sviss hafa verið hert síðustu ár. Nýlega var gerð skylda að skrá allar byssur og þá var fólki boðið að skila inn byssum til eyðingar. Það var ein sorglegasta sjón sem ég hef séð þegar þúsindir af gömlu fólki kom með gömlu S&R K31 og K11 rifflana og henti þeim í haug þar sem fólkið hafði engan áhuga á byssunum yfir höfuð. Aðrir skráðu þær á sig. Þannig að í dag þarf leyfi og byssan þarf að vera skráð. Skammbyssur eru leyfðar en sérstakt leyfi þarf til að bera þær inn á sér, semsagt almennt bara leyfðar til æfinga, enda hluti af skotæfingunum eru á 25 og 50 með skammbyssu. Foringjar í hernum eru allir með skammbyssu og keppa og æfa á þær skylduna eins og aðrir.

Varðandi misnotkunn þá er hún einhver en ekki nánda nærri því eins mikil og ætla mætti. Dæmið sem Sigurður vísar í er ágætt dæmi en samt sem áður var maðurinn aðeins vopnaður veiðibyssum, haglabyssu og veiðiriffli í það skiptið en ekki sjálfvirkum riffli eins og margir eiga heima hjá sér.

Mikil pressa er í Sviss hjá vinstri öflunum um að þrengja enn frekar byssueign og að menn hafi ekki hervopnin heima hjá sér. Mikil barátta er í Sviss um þessi mál eins og í Bandaríkjunum en Sviss stendur samt mun framar í þessum málum þar sem í augum Svisslendingar eru byssur ekki ætlaðar í að verja heimilin heldur frekar íþróttatæki og svo skyldueign hermanna. Þeir hafa jú átt mjög öflugan her lengi þótt hann sé að dragast saman eins og víðar í evrópu.

En það er virkilega gaman af skotfimi í Sviss og hér er ein mynd af mér að skjóta á 300 metrum með SG550 áður en ég fór í herinn :)
IMG_0484.jpg
300 metra skotfimi
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Jan 2013 17:05

Mér sýnist aðstaðan þarna vera svakalega góð :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jan 2013 17:16

Og þetta er bara gamaldags... Það eru skotsvæði í öllum þorpum eða byggðarfélögum, svona eins og með sundlaugarnar á Íslandi, og allt byggt af ríkinu með flottustu græjum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Jón Pálmason
Póstar í umræðu: 1
Póstar:177
Skráður:16 Ágú 2010 21:54
Fullt nafn:Jón Pálmason
Staðsetning:Sauðárkróki

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af Jón Pálmason » 15 Jan 2013 19:16

Sælir/ar.

Ég hafði grun um að þetta væri flott aðstaða sem skotmenn/konur byggju við í Sviss, en þetta er greinilega almennara sport en flestir hér heima gera sér grein fyrir.
Við gætum margt að þessu lært. En vafalaust langt í að við hér á Íslandi náum þessum standard.
Allt í lagi samt að láta sig dreyma:)
Jón Pálmason
Með kveðju úr Skagafirði

User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af oskararn » 15 Jan 2013 22:00

Sælir félagar.
Þetta er skemmtileg og góð lýsing Magnúsar á því sem mætti vera okkur til upplýsingar um íþróttagreinina og kanski miklu meira.
Það fyrsta sem ég tek eftir á þessari mynd er hallinn á undirstöðunni og viðspyrnan við skotmanninn.
Á þeim mótum sem ég hef skoðað hér er ávalt legiðá sléttu plani. Er einhver regla hjá alþjóðasambandinu um hver halli á undirstöðu skotmannsins eigi að vera?
Var þetta ein af þeim spurningum sem komu fram við yfirferð á spurningum hreindýraskotprófsmanna um framgang verkefnisins?
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

Stefán Einar
Póstar í umræðu: 1
Póstar:18
Skráður:05 May 2012 20:49

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af Stefán Einar » 15 Jan 2013 23:06

Sælir
Það er vissulega rétt sem er sagt hér að ofan að vopnaburður hérna í Sviss er á öðru plani en víðast annarstaðar. Ég ætla að leyfa mér að bæta örlitlu við, enda búsettur hérna í miðri hringiðunni í Sviss og hef náð að fylgjast þokkalega með atburðum undanfarið. Læt ég krækjur fylgja með fyrir þá sem vilja kynna sér efnið nánar.

Ríkið, sem almennt er tannlaust batterí, hvetur almenning til að stunda skotíþróttina. Reglulega vakna ég við skotvöllinn, sem er sennilega í 800 metra fjarlægð frá heimili mínu. Til fróðleiks, þá er nektarströndin í skjóli bak við markskífurnar – enda þarf að nýta hér hvern fermetra af mikilli kostgæfni. Æfingar fara þó fram á laugardagsmorgnum – þegar sól er enn lágt á lofti. Ungir sem aldnir stunda þessa íþrótt af miklum móð oft í tengslum við herskyldu. Talið er að um 3.4 miljónir skotvopna séu til í Sviss, eða milli 30-40% heimila.

Almenn herskylda er í Sviss og hefur staðið af sér amk eina þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir vopnfærir menn á aldrinum 20-30 ára skulu gegna herþjónustu og æfa vopnaburð með reglulegu millibili. Æskilegt er að hafa skotvopnin heimavið, til að efla viðbragsflýti ef hættuástand skapast (1). Svisslendingar hreykja sér af að geta komið hernum með almennu herútkalli í viðbragðstöðu á nokkrum klukkustundum ef hættu ber að höndum. Geri aðrir betur.

Þetta fyrirkomulag nýtur almenns hylli hérna, enda tókst Sviss að standa utan við báðar heimsstyrjaldirnar og hefur ekki staðið í vopnuðum átökum í yfir 200 ár, þrátt fyrir að vera í miðri Evrópu, samanstanda of 4 þjóðarbrotum og allir með málfrelsi! Herinn er hérna viðamikið batterí, sem átti til að mynda öll reiðhjólin, traktorana og meira segja heyvagnana á rannsóknarstöð háskólans sem ég vann við hérna í den.

Það kann því að skjóta skökku við, en morð af völdum skotvopna er tölfræðilega fá, miðað við hvað byssueign er almenn (2). En því miður þá segir það ekki alla söguna.

Sviss hefur þann vafasama heiður að vera með hæstu tíðni sjálfsmorða framin af völdum skotvopna í allri Evrópu (3). Þetta eru áhugaverðar tölur, sér í lagi þegar haft er í huga að í Sviss er hægt að fá aðstoð við að enda líf sitt, ef maður er dauðvona. Því mætti ætla að tölurnar ættu að vera lægri.
Hér í Zug, þar sem ég bý, lágu 14 manns í valnum árið 2001, eftir að maður gekk berserksgang og sallaði niður hluta af bæjarstjórn staðarins (4). Aðrir 18 lágu eftir særðir. Til þessara voðaverka notaði hann m.a. herriffil, annan umbreyttan herriffil fyrir almenning, skammbyssu og haglabyssu. Að lokum féll hann fyrir eigin hendi með heimagerðri sprengju.

Í framhaldinu af morðunum hérna í Zug, var hafist handa við að skylda eigendur til að skrá vopn sín. En löggjöfin var ekki samstíga yfir allar kantónurnar og víða misbrestur á framkvæmd hennar. En þetta er á valdi hverrar Kantónu (sjálfstjórnareiningar) en ekki af ríkinu. Þessi staðreynd átti hugsanlega sinn þátt í voðaverkunum um daginn í Daillon, sem Sigurður benti. Fyrir nokkrum árum síðan, voru öll vopn tekin af þessum tiltekna einstaklingi, enda veill á geði og hafði haft í hótunum við aðra bæjarbúa. En þar sem skráningar eru takmarkaðar, þá er hann grunaður um að hafa keypt sín vopn af öðrum – en þau virðast ekki vera tilkynningaskyld (5).

En varðandi skráningu skotvopna, þá standa spjótin núna illilega á hernum þessa dagana, sem telur sig hafa misst sjónar af 10,000 rifflum úr sínum röðum (6) og virðist vera alveg glórulaus um hvar þau eru niðurkomin.

Einn einkennilegan vinkil hef ég rekist á varðandi byssuleyfi. Lágmarksaldur er 18 ár, vera Svissneskur ríkisborgari eða vera með fasta búsetu (sbr. Græna kortið í USA) og hreint sakarvottorð. Þó mega ekki Tyrkir, Kósóvó búar, Króatar, Alsír búar ofl. þjóðerni eiga nein vopn (7). Einhverjir hefðu hváð ef við settum slíkar klásúlur í okkar vopnalöggjöf. Almennt er löggjöfin talin vera frjáls í sniðum – t.d. hef ég ekki rekist á neinar kvaðir varðandi byssuskápa. Þó ber að hafa í huga að kantónurnar myndu sennilega ráða því, frekar en ríkisstjórnin.

Að lokum er óhætt að segja að vopnamenning er almennt á háu plani hérna í Sviss, almenningur er vel þjálfaður sem miðast almennt við herskyldu. En til að fá réttindi til veiðimennsku – þarf upp undir tveggja ára námskeið. Þessi menning miðast því frekar við þarfir hersins og skotíþróttarinnar – frekar en veiðimennskunnar eins og við þekkjum hana. En vissulega getum við mikið lært að Svisslendingum, bæði afrekum og mistökum.


1. USA Today: http://usatoday30.usatoday.c ... -law_N.htm
2. Gun Facts: http://www.gunpolicy.org/fir ... witzerland
3. Swissinfo: http://www.swissinfo.ch/eng/specials/sw ... id=8301804
4. [url]Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Zug_massacre[/url]
5. [url]Huffingtonpost: http://www.huffingtonpost.com/2013/01/0 ... 01987.html[/url]
6. The Local: http://www.thelocal.ch/page/view/3562
7. [url]Gunfactory: http://www.gunfactory.ch/div/erwerb.htm[/url]



Kv. Stefán
Með kveðju frá Sviss
Stefán Einar Stefánsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 15 Jan 2013 23:36

Sælir.
Flott aðstaða þarna í sviss enda ekki von á öðru þaðan.
En ef menn þurfa endilega að sækja sér lög og reglugerðir eh. annað afhverju ekki að horfa til nágrana okkar í Finnlandi? http://en.wikipedia.org/wiki/Gun_politics_in_Finland þar er þetta nú frekar frjálst og ekki til vandræða að þeirra mati. nú eru tactical byssur og skammbysssur ekki mitt sérlega áhuga svið nema þeimun eldri séu, en að þær eigi eh. minni rétt á sér fyrir vikið er fásinna, ég er meira fyrir riffla en haglabyssur og mín vegna mætti banna haglabyssur alveg eða allt nema einskota einhleypur en það hvarlar ekki að mér stiðja svoleiðis, ÞVÍ ef við skotmenn stöndum ekki samann um að verja réttindi okkar HVER gerir það ÞÁ???
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af Spíri » 16 Jan 2013 09:20

Þeir leysa greinilega allt í bróðerni :D


http://www.visir.is/bondi-i-sviss-slepp ... 3130119314
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 5
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af T.K. » 16 Jan 2013 10:07

Aflabrestur skrifaði: ÞVÍ ef við skotmenn stöndum ekki samann um að verja réttindi okkar HVER gerir það ÞÁ???
Aha- þarna er loks komin stóra spurningin!
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Vopnalöggjöfin - að líta til Sviss?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jan 2013 17:37

Flottar útskýringar og mjög fróðlegar hjá ykkur ,,heimamönnunum" Magnúsi og Stefáni Einari, takk kælega fyrir það :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara