123 gr. vs 139 gr. scenar

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur
123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af Padrone » 03 Sep 2013 10:24

Jæja, um er að ræða Lapua kúlur fyrir 6.5 x 55

Hvað getið þið sagt mér gott og slæmt um þessar tvær kúlur.
kostir / gallar .... eitthvað betra upp á nákvæmni á lengri færum (út að 300m) aðallega hugsa um fuglaveiðar t.d. gæs og máv
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af T.K. » 03 Sep 2013 11:45

Get lagt inn mín tvö cent. 123 scenar er mjög nákvæm kúla. Hef lengst skotið á 500 metra með henni og var að skila frábæru flugi.
Mundi ekki mæla með þessu í gæs, kúlan opnast ekki, eða mjög lítið. Hef reyndar skotið ref með þessu en það var auðvelt hjartaskot á ca 120m svo hann steindó. Gæs getur flogið langt með gat eftir Scenar í sér, frekar leiðinlegt.

Noslerinn er málið í veiðina.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af Padrone » 03 Sep 2013 12:09

Ertu þá að tala um t.d. 125 gr. Nosler Partition?

Ef þú skýtur gæs með Scenar, skiptir þá litlu máli hvar þú hittir hana? þá er ég að hugsa ef hún nær flugi. T.d. ef þú hittir í bringuna, þá nær hún væntanlega ekki flugi en verður þá lítið eftir af bringunum til að snæða?

Hvernig væri munur á bringuskotinni gæs annars vegar með Scenar og hins vegar Nosler?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Sep 2013 12:29

Nú hef ég áhuga á að fylgjast með essum þræði þar sem ég á báðar þessr kúlur en hef ekki notað þær.

Ég hef notað mikið riffil til þess að skjóta gæs.
Bæði t.d nosler partision og líka barnes tsx

Ég reyni alltaf að velja gæs sem snír hliðinni í mig, það er eiginlega alltaf hægt nema hugsanlega eff maður er að læðast að stakri gæs.

Ég miða efst undir vængbarðið, kippi í sundur hryggnum, engar skemdir á kjöti og þó að þú reitir og svíðir þá liggur gæsin á Skotsárinum þegar hún er borin fram og það sést því ekki.

Ég veit að þetta er svoltið út fyrir efni þráðsins en ég gat bara ekki orða bundist þegar það var talað um að bringuskjóta.

Vonandi getið þið afsakað það ;)
Árnmar J Guðmundsson

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af Padrone » 03 Sep 2013 13:12

Um að gera að nýta þráðinn ... ég er að skoða kúlur til veiða á gæs og er bara rétt að byrja á því ... mig langar í kúlu sem hefur háan BC stuðul en samt sem áður góða eiginleika til veiða.

Ef þið hafið einhverjar aðrar kúlur í huga þá er um að gera að koma sínum skoðunum á framfæri.

Og ef þið hafið reynslu af einhverjum kúlum í 6.5x55 þá endilega lýsa útkomum og kjötskemmdum.
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 03 Sep 2013 13:13

Hef notað báðar í 260 Rem. Fann fljótlega að rifflinum mínum líkaði betur við 139 grs kúluna (sem er reyndar ekki til í Hlað núna). Er að skjóta henni reglulega út á 500 m og hef farið út á 1000 m - gekk bara vel.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af TotiOla » 03 Sep 2013 13:14

Ég hef notað 139 gr. scenar í pappadráp og hún virkar mjög vel. Stöðug og góð. Ég hef þó ekki prófað þetta í bráð og læt aðra um að fræða þig um það :)

Spurningin er hins vegar kannski hvað twist-ið í hlaupinu er? Minn er með 1/8" og hefur það sýnt sig að þyngri kúlur (í kringum 140 gr.) henta honum betur.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af gylfisig » 03 Sep 2013 13:22

Ég mæli með því að þið skoðið A max kúlurnar frá Hornady.
Þær hafa komið vel út hjá mér. Hættur að kaupa Nosler bt vegna þess hversu dýr hún er, og A max 123 grs í 6,5 mm er alls ekki síðri.
155 grs A max er liklega ein jafnbesta kúlan sem ég er að hlaða í 308 um þessar mundir.
´Ég er líka farinn að nota 87 grs v- max í 6 BR.
Skaut tvær gæsir með henni um daginn. Engar kjötskemmdir..... kannski vegna þess að þær voru hausskotnar :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Sep 2013 16:06

Ég nota aldrei plastoddskúlur í mína riffla.

Ég nota annaðhvort hollow point kúlur ( er þar með 120 gr kúlur í 6,5x55 og 130gr í 270)

Svo nota ég 55 gr spitzer kúlur í 222 (blýoddur)
Ég er líka með 156 gr sako hammerhead í 270.

Hleð svo 125 gr nosler partision í 6,5x55 fyrir pabba.

Ég hef líka notað 30-06 með blýoddskúlum á gæs.

Það sem skiptir máli er að hitta.

Efst undir vængin og allt kjöt í lagi.

Ég ætla að vona að þetta hljómi ekki sem einhver hroki en það er alveg saman með hvaða kúlu maður er að skjóta, ef maður þarf að skjóta í bringuna til þess að drepa gæsina þá á maður að taka nokkrar ferðir á skotsvæðið og æfa sig.
Það er ekki til neins að skjóta fugl alveg í drasl svo að það sé ekkert nothæft af honum eða hvað
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af gylfisig » 03 Sep 2013 17:18

Þá langar mig að vita;
Af hverju viltu ekki nota plastodd?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Sep 2013 17:30

Sæll.

Ég hef bara séð skotsár á hreindýrum eftir plastodda þar sem kúlan hefur farið út í bitum. Ég tók bara þá ákvörðun að mig langar ekki að veiða með þannig kúlum.

Við tókum fyrir nokkrum árum 3 græn plast brot úr læri á hreindýrsbelju.

Ég hef náð mjög góðum árangri með blýoddum og hollow point kúlum og á meðan svo er þá þarf ég ekki blýoddinn.

Kannski eru þetta bara kenjar í mér en það verður víst bara að vera :-)

Eitt árið þegar ég fékk hlað til að hlaða fyrir mig þá voru ekki til 55 gr spitzer svo ég fékk jafn þunga plastoddskúlu.
Sú kúla passaði ekki rifflinum mínum þar sem það var boat tail kúla og fór hún í allar áttir, en þær kúlur sem ég hitti með skiluðu stærri skotsárum en spitzerinn.

Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég persónulega vill frekar nota þessar kúlur.
Árnmar J Guðmundsson

bjarniv
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af bjarniv » 03 Sep 2013 17:56

Sælir,

Hefur einhver prófað að nota Lapua 100gr FMJ skot á gæs?
Oddurinn á henni er þó nokkuð flatari en á scenar kúlunum, hefur það eitthvað að segja hvort að hún drepi betur?
Kveðja Bjarni Valsson

iceboy
Póstar í umræðu: 4
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af iceboy » 03 Sep 2013 18:17

Ég hef ekki notað þá kúlu en ég notaði 50 eða 55 gr fmj kúlu í 222 fyrir mörgum árum, hætti því alveg þegar þær flugu nokkrar í burtu.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af Pálmi » 03 Sep 2013 20:51

Ég er nú hrifnari af 123 en 139, það er hægt að ná 123 aðeins hraðar og það munar ekki svo miklu á bc stuðli (527 vs 578), en þar sem ég hef bara skotið 2 gæsir með 123 scenar þannig að reynsla mín er mjög takmörkuð (2 í einu á 417 m) og voru þær óskemmdar, önnur steinlá en hin flaug 50 metra, þannig að þetta lofar góðu í gæs.
Annars hefur 6-284 (4000 fps) með 70 gr blitzking verið sú samsettning sem ég hef skotið flestar gæsir með góðum árangri, hvar kúlan lendir í fuglinum skiptir meira máli en kúlugerðin.
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

User avatar
Pálmi
Póstar í umræðu: 2
Póstar:119
Skráður:13 Mar 2012 19:40

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af Pálmi » 03 Sep 2013 20:52

:oops:
Kv. Pálmi S. Skúlason

When discussing caliber, Dead is dead and it’s not worth arguing about.

Padrone
Póstar í umræðu: 4
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af Padrone » 04 Sep 2013 08:15

Gott og fróðlegt ... Ég veit ekki enn hvaða leið ég fer, ekki einu sinni búinn að ákveða 100% caliberið á rifflinum sem verður fyrir valinu, veit bara að mig langar mest í 6.5x55 svo 22-250 svo .223

Ekki er ég að hafa áhyggjur af hreindýraveiðum þar sem ég hef marga aðra í boði til láns þegar kemur að því.

Ég hef skotið eina með .22lr fann ekki einusinni skotsárið á henni þannig að ég held því enn fram að hún hafi bara dáið úr hlátri að ég hafi reynt með .22lr =)
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

G.ASG
Póstar í umræðu: 1
Póstar:16
Skráður:06 Ágú 2011 22:09

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af G.ASG » 07 Nov 2013 08:01

Sæll

Báðar þessar kúlur eru fínar. Kannski ekki bestu veiðikúlurnar en ef maður setur hana á réttan stað þá steinliggur allt. Ég er að nota 139 gr og kemur mjög vel út. Ég nota VV 560 og er að ná 2880 fps við 12 c hita. Munar töluvert í hraða að nota 560 heldur en 160. 300 m færi tæki ég bara 123 til að fá aðeins flatari feril. 139 gr ef færin eru lengri en það.

Kv. Gunnar

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 123 gr. vs 139 gr. scenar

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 07 Nov 2013 16:02

Padrone skrifaði:Jæja, um er að ræða Lapua kúlur fyrir 6.5 x 55

Hvað getið þið sagt mér gott og slæmt um þessar tvær kúlur.
kostir / gallar .... eitthvað betra upp á nákvæmni á lengri færum (út að 300m) aðallega hugsa um fuglaveiðar t.d. gæs og máv
Báðar frábærar kúlur, bara spurning hvora kúluna riffillinn þinn fer betur með. Ég myndi bara hlaða báðar og prófa þær út á 300 metra t.d. 2 x 5 skot af hvorri... í eðli sínu ætti 123 grs kúlan líklega að gera betur á þessum styttri færum vegna hraðans. En á endanum tekur 139 grs kúlan framúr.

Það er auðveldast að gera ráð fyrir dropinu, þannig að ég myndi nota 139 grs kúluna ef þinn riffill er að setja þéttar með henni.

Þessar löngu kúlur þarf yfirleitt aðeins meiri fyrirhöfn til að tjúnna vel fyrir riffla en flatbase kúlur (þarf þó ekki að vera), vegna þess að flatbase stabilesera sig mikið betur og fyrr en langar oddmjóar boat-tail kúlur. BC-stuðull er líklega ferkar ofmetið fyrirbæri á 100 - 250 metra færi, en skiptir hinsvegar gríðarlega miklu máli á lengri færunum.

Bendi þér á að ég hitti lungna skot (8 stig) á 665 metra færi með 120 grs Sierra ProHunter í Hreinn 2013 hjá Skaustmönnum. Það er flatbase kúla með ekkert æðislegan flugstuðul, en virkar fínt.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Svara