Það er eitthvað frekar dauft yfir þessu, þessa dagana amk. þannig að ég geri þá betra en ekki neitt og set smá á blað.
Búinn að vera að föndra við 284. Win með ýmsum árangri og niðurstaða allt frá la la upp í þokkalegt. Það sem hefur gengið:
150 grain Norma FMJ:
56 grain N-160 heildarlengd 2,990". Fireformaði hylkin með þeim og hleðslan góð ágiskun en nákvæmnin kom alveg skemmtilega á óvart ca. tomma á 100 m. Örugglega hægt að gera betur með þessum kúlum.
Berger 168 grain VLD :
Tók skotprófið með þessari en það verður að segjast að ég var ekki alveg nógu afslappaður til að ná þessu með stæl. Var búinn að taka nokkrar æfingar áður með þokkalegum árangri, gat í gat en síðan ein til hliðar, óvænt. Hleðsla 54 grain af N-160 og heildarlengd 3,140". Ekki gert neitt með hana síðan í vor.
Sierra 120 grain SP:
Var að byrja að föndra undir hana N-150, þarfnast meiri vinnu. Hleðsla 49,5 grain N-150 og heildarlengd 2,980". Þetta er allt of lítið, þarf örugglega að fara upp undir 56 grain.
Nosler 140 grain (Accubond):
57,5 grain af N-160 og heildarlengd 3,108" gerir ágæta hluti. Hreindýrið var drepið með henni og já þetta með skotprófið...
Síðan er ég að taka netta tilraun á mismunandi hvellhettum.
56,5 grain af N-160 og heildarlengd 3,060" cci no. 200 primer. Vissi að hún væri ekki að gera sig, ein af þremur lendir 7 cm út úr (sá það þegar ég var að vinna mig upp) en þurfti að sjá munin á móti hinni hvellhettunni.
56,5 grain af N-160 og heildarlengd 3,060", primer Federal Larg rifle Magnum No. 215. Þorði ekki annað en að hlaða niður úr 57,5 grain út af hvellhettu mismuninum. Það er samt alger óþarfi, engin þrýstingsmerki. Næsta hleðsla er tilbúin 57,5 grain N-160 og heildarlengd færð upp í 3,108" á ný.
Síðan er ég með sömu kúlu en N-150 púður á bakvið hana. Það púður fer betur með, sneggra skot og kíkirinn fer ekki eins út úr miði, ef ég næ því alminnilega í gang þá skipti ég örugglega úr 160 í 150.
Eins og venjulega þá gerast þessi hlutir allt of hægt en er kapp betra en forsjá?
284 tilraunir
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Sindri Karl Sigurðsson
-
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:53
- Skráður:06 May 2011 13:31
Re: 284 tilraunir
Það er greinilegt að við þurfum að fara að kikja á SKAUST svæðið á 500m, enda er 284 win eitt af heitu caliberunum í dag í langskotgeiranum.
Sigurður Kári Jónsson
Re: 284 tilraunir
Já, ég var einmitt að tala við Ingvar í dag um að hraðamæla eitthvað af þessu svo maður geti áttað sig betur á því hvað er í gangi. Mér datt einnig í hug að það væri snjallt að skjóta 5 skota grúppu og fá síðan einhvern annan til að skjóta 5 skotum og bera saman ákomuna.
Það er örugglega gáfulegast að taka pressuna og tilbehör með sér og eyða degi í að afgreiða þetta, þessar eilífu ferðir á næsta hól skila litlu. En maður verður víst að hafa eitthvað til að dunda sér við.
Þetta með 500 metrana, já helvítið dregur örugglega þá og rúmlega það, bara spurning hvar kúlan lendir.
kv.
Sindri
Það er örugglega gáfulegast að taka pressuna og tilbehör með sér og eyða degi í að afgreiða þetta, þessar eilífu ferðir á næsta hól skila litlu. En maður verður víst að hafa eitthvað til að dunda sér við.
Þetta með 500 metrana, já helvítið dregur örugglega þá og rúmlega það, bara spurning hvar kúlan lendir.
kv.
Sindri
Sindri Karl Sigurðsson
-
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:285
- Skráður:11 May 2013 21:37
- Fullt nafn:Jens Jónsson
Re: 284 tilraunir
Ég profaði Scenar 150 grs í 284 riffilinn minn
Hafa ber í huga að ég er með lengra fríbil en orginal rímerinn býður uppá
Cal 284 Win
Bullet-------Scenar 150 gr
Powder-----N160
Primer------CCI BR2
COL---------79.10
Load----------55--------55,5---------56---------56,5-------- 57
Speed AV--924,8------931,3-------936,8------940,1-------949,8
ES-----------7,6---------0,9----------1,5---------0,9----------1,2
Hafa ber í huga að ég er með lengra fríbil en orginal rímerinn býður uppá
Cal 284 Win
Bullet-------Scenar 150 gr
Powder-----N160
Primer------CCI BR2
COL---------79.10
Load----------55--------55,5---------56---------56,5-------- 57
Speed AV--924,8------931,3-------936,8------940,1-------949,8
ES-----------7,6---------0,9----------1,5---------0,9----------1,2
Jens Jónsson
Akureyri
Akureyri