Fyrir ca 2 eða 3 árum var ég að æfa mig að skjóta með báða fætur á jðrðinni. Við verkið notaði ég Remington riffill í caliberi 308W. Til að gera þetta á sem hagkvæmastan máta notaði ég léttar kúlur og miðlungsskammt af púðri. Þetta gekk furðu vel og var ég farinn að hitta á blaðið hvort heldur á 50 eða 100 metrum.
Svo kom að því að ég settist við skotborð og lagði Remmann á restið. Það verður að segjast eins og er að ákoman var alveg þokkaleg á 100 metrum. Æ síðan hef ég velt því fyrir mér hvort að þetta sé ekki eitthvað áhugavert sem vert sé að gefa nánari gaum. Reyndar hafa 308 Win skot með SP 123gr kúlu selst vel til þeirra sem stunda veiðar á hreindýrum. Og af sögn þeirra er brúkað hafa líkar þetta ljómandi vel.
Við grúsk á erlendum spjallþráðum ættuðum frá Ameríkuhrepp láta nokkrir piltar vel af léttum kúlum í 308 Win og gera það af svo mikilli innlifun að grunur læðist að mér að hér sé um að ræða ýkjusögur. Að vísu er þetta allt í jördum sem eru lítt vaxnir metrar. Þar sem ég er orðinn latur og nenni sjaldan að fara lengra en á 100 metra í þokkalegu veðri og 200 á góðum degi ætla ég að grenslast um það hjá ykkur hvort að hægt sé að hitta í haus á ref á 300 metrum með 125gr 308 kúlu?
Stuttar og feitar.
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
- Sveinbjörn
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:251
- Skráður:17 Jun 2012 23:49
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson
Sveinbjörn Guðmundsson
- Veiðimeistarinn
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:1917
- Skráður:17 Jul 2010 09:47
- Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
- Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Stuttar og feitar.
Neeeeii....Sveinbjörn, ekki með 308 kom on !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is
- maggragg
- Skytta
- Póstar í umræðu: 1
- Póstar:1284
- Skráður:02 Jul 2010 07:59
- Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
- Staðsetning:Hvolsvöllur
- Hafa samband:
Re: Stuttar og feitar.
Ég veit allavega að í Palma skotfimi eru menn að nota 155 gr. kúlur og skjóta anskoti vel.
Í Palma skotfimi er einungis 308Win leyft. og færin eru 800, 900 og 1000 yardar. Og þar má ekki nota sjónauka á riffillinn og enginn framstuðningur annar en ólin.
Þeir eru að skjóta 10una ansi oft og hún er ca. 20cm á 1000y.
Held að það sé vel hægt að hitta haus á ref á 300m ef riffillinn og skyttan eru með sitt á hreinu óháð kúlu.
125 gr. Ballistic Tip frá Nosler er gefin upp með .366 BC G1
Með N140 ætti hún að renna á um 3000+ fps
Getur reiknað og borið saman við annað ef þú ert að spá í vindreki eða ferlum
Í Palma skotfimi er einungis 308Win leyft. og færin eru 800, 900 og 1000 yardar. Og þar má ekki nota sjónauka á riffillinn og enginn framstuðningur annar en ólin.
Þeir eru að skjóta 10una ansi oft og hún er ca. 20cm á 1000y.
Held að það sé vel hægt að hitta haus á ref á 300m ef riffillinn og skyttan eru með sitt á hreinu óháð kúlu.
125 gr. Ballistic Tip frá Nosler er gefin upp með .366 BC G1
Með N140 ætti hún að renna á um 3000+ fps
Getur reiknað og borið saman við annað ef þú ert að spá í vindreki eða ferlum
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"
Hvolsvelli
868 0546
"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"