Veiðikúla í 6,5x47

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
marin
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 72
Skráður: 17 May 2012 04:42

Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af marin » 09 Apr 2015 21:05

Hæ, hvaða veiðikúlur eru að koma best út í þessu kaliberi?
Er aðallega að hugsa um hreindýr.Er með VV N-140
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

Árni
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 145
Skráður: 23 Jan 2013 11:14
Fullt nafn: Árni Ragnar

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Árni » 09 Apr 2015 23:26

Nosler 120BT kom fáránlega vel út hjá mér.
Þessi hleðsla kom einna best út í prófunum.
C.O.L. = 67.5
Hleðsla = 36.5gn N-140
Primer = BR2
5 skot = 0.49 moa
4 bestu = 0.22 moa

Skaut ekki rest þar sem spread á þessari og síðustu var lárétt og það var um 7m/s frá kl 18.
Var farinn að finna fyrir smá stífleika að opna en bara á 2 skotum og ekkert að sjá á patrónum.

þetta var í 1-8.5 twist krieger hlaupi
Árni Ragnar Steindórsson
1337@internet.is
S: 666-0808

marin
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 72
Skráður: 17 May 2012 04:42

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af marin » 10 Apr 2015 13:22

Sæll nafni og takk fyrir þetta.
Er með 1:9 twist þannig að þessi kúla og þessi hleðsla ætti að
henta vel, bara spurning um að byrja örlítið aftar með kúluna.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 598
Skráður: 22 Feb 2012 13:03

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Apr 2015 00:14

Nosler Bt 120 grs. 39,0 grs RE-15 er það sem hefur komið langbest út hjá mér.
123 A max mjög góð lika með sömu hleðslu. Nota BR primera eingöngu.
Fékk lika mjög góða útkomu með N 550 en gafst upp á því vegna sótmyndunar i hlaupi. Nota einungis RE 15 i 6,5x47 i dag.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

marin
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 72
Skráður: 17 May 2012 04:42

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af marin » 12 Apr 2015 03:56

Sælir.
Var í borginni í dag að millilanda og fór í Hlað
Nosler 120 gr var uppseld þannig að ég endaði með að kaupa Sieera 120 gr
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 50
Skráður: 06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn: Frosti Sigurðarson

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af frostisig » 28 Apr 2020 08:23

Er hægt að semja við þig Gylfi um að segja mér hleðsluna sem þú varst að nota fyrir 123 amax og n550?
Var að skjóta 123 sst í gær og fékk góða útkomu en er forvitinn að heyra hvað þú varst að setja mikið á bakvið og hvaða hraða þú náðir.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af sindrisig » 28 Apr 2020 15:48

Sierra 120 gr með Norma 203B 39,0 gr. er ríkislhleðsla sem virðist virka í þessu cal.
Sindri Karl Sigurðsson

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 50
Skráður: 06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn: Frosti Sigurðarson

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af frostisig » 29 Apr 2020 13:26

Minn riffill virðist vera hrifnari á n150 og n550 heldur en 203b
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 May 2020 07:59

Er ekki 6,5x47 orðið caliber gærdagsins, úrelt og illfáanlegt ?
Mér sýnist allir fá sér 6,5 Credmore í dag og það sé orðið caliber morgundagsins !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

frostisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 50
Skráður: 06 Jan 2014 17:34
Fullt nafn: Frosti Sigurðarson

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af frostisig » 04 May 2020 16:34

Örugglega rétt, ég er bara svo gamaldags.
Kveðja
Frosti Sigurðarson
Egilsstöðum

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 490
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 14 May 2020 19:02

Uss 6.5 Creedmoor er bóla alveg eins og internetið ég fór allavega úr 6.5 CM í 6BR og 6.5x47 mun nákvæmari
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 341
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af petrolhead » 24 May 2020 16:29

Mig grunar að bæði 6.5x47 og 6.5 creedmoor séu að verða gærdags caliber og að 6.5 PRC sé caliber morgundagsins í þessum 6.5 geira, að minnsta kosti virðist PRC hafa margt til brunns að bera.
Mbk
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 May 2020 11:59

Ég veit nú ekki hvað 6,5 PPC mundi duga til veiða, sérstaklega á hreindýrum ?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 341
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af petrolhead » 06 Jun 2020 13:20

Sammála þér það Sigurður, ég mundi ekki vilja fara með neitt PPC til veiða á stærri dýr en 6,5 PRC er allt önnur skepna svona magnum útgáfa af Creedmoor.
Hendi að gamni inn link um þetta cal eftir Ron Spomer.... svona fyrir þá sem áhuga hafa.
MBK
Gæi

https://ronspomeroutdoors.com/blog/6-5- ... cartridge/
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Jun 2020 12:00

Þetta er áhugaverð grein eftir Ron Spomer.
Þetta 6,5 PRC er áhugavert, virðist einna helst lýkjast, short magnum caliberunum.
Ég hef séð þetta 264 Win Mag, þetta var vinsælt hjá Ameríkönum sem komu til mín á hreindýraveiðar upp úr 1990.
Þetta virtist afar flatt caliber, þeir veigruðu sér ekki við að skjóta á 400-700 metra færum og smell hittu !
Það er til fræg saga af Hákoni frænda Aðalsteinssyni sem var með mér í þessu Ameríkana brasi ásamt Óskari Vigni og Skúla Magg.
Hákon var að labba með Ameríkana í tarfa norðan í Grábergshnjúknum og sagði svo frá.
,,Við staðnæmdist þegar við vorum komnir áleiðis, ég var að kíkja á dýrin og rétt grillti í þau í kikinum, sá útundan mér að kallinn lagðist niður og var að kíkja á dýrin gegn um riffil kíkinn, en allt í einu skaut hann, ég dauð hrökk við, hélt hann hefði misst skot úr rifflinum og fór að huga að dýrunum sem hlupu burtu en sá þá að einn tarfurinn hafði fallið og ég get sagt ykkur það, að færið var svooo lang að við þurftum að hvíla okkur tvisvar á leiðinni sem við löbbuðum að föllnu dýrinu’’ !
Það er athyglivert að Ron minnist hvergi á 6,5x47, hann segir við höfum fjölda af 6,5 caliberum áður en PRC kom, en minnist hvergi á 47, svo það er líklega bara eitthvað plat caliber😂🤣
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 341
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af petrolhead » 02 Jul 2020 21:44

Góð umræða en ég er nú með hálfgert samviskubit yfir hvernig við stálum þessum þræði :-/ vona að þú fyrirgefir okkur þennan yfirgang Árni.
Bkv
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 490
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 16 Jul 2020 11:49

Málið er það að 6.5x47 er evropskt cal og Kanar og þar með talið Ronni Skeiðar sjá, þekkja og halda að ekkert sem ekki kemur frá US geti virkað þetta er ekkert annað en spurning um markaðssetingu þið finnið ekki einusinni hleðslutölur fyrir 6.5x47 frá td. hornady og lítið frá kananum almennt fyrir non US púður.
En að efninu þá er minn Sabatti 6.5x47 að gatnegla Lapua Scenar verksmiðjuskotunum bæði 120 og 136gr og Hjalli í Hlað fullyrðir að Scenar sé fín "veiðikúla" og ekki lýgur hann.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jul 2020 23:24

Scenar er ekki fín veiðikúla !
Scenar er ein af fáum kúlum sem ég hef lent illa í þá hún hefur verið notuð á hreindýr þar sem ég hef gengið um garða !
Hún fletst illa eða ekki út þegar hún hittir í bráð !
Virkar eins og full metal jacket kúla, flýgur í gegn !
Hún er þess vegna bönnuð með lögum til hreindýraveiða.
Eins og segir í lögunum eitthvað á þessa leið.
,,Einungis er heimilt að nota kúlur, sem eru 6 mm og 100 gr. að lágmarki og fletjast hæfilega út í veiðibráð, til hreindýraveiða’’ !
Scenar fletst ekki nægilega vel út til að ná þessu viðmiði af minni reynslu !
Hitt skulum við láta liggja milli hluta, menn ljúga ekki ef þeir vita ekki, vanvitum skal ávallt fyrirgefa !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 490
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 17 Jul 2020 14:23

Scenar er vissulega ekki veiðikúla að mínu mati, en samt sem áður viðurkennd af UST sem slík, komst að því þega ég neitaði manni um skotpróf með þannig kúlu þá tjáði hann mér að hún væri seld til veiða og ég fékk það staðfest í tölvupósti frá UST að þeir samþykktu hana til hreindýraveiða
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiðikúla í 6,5x47

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Sep 2020 11:04

Smá fróðleikur um 6,5-284 !!

https://ronspomeroutdoors.com/blog/6-5- ... cartridge/

Þarf nokkuð að spyrja frekar ??
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara