Hraðamælir

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33
Hraðamælir

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 07 Jun 2012 16:53

Sælir

Ég sá að NORZ er að ræða nýja tegund hraðamæla á Hlað, sjá: Hlað umræðan

Einnig hægt að sjá upplýsingar hérna.

Þetta þykir mér mjög spennandi kostur, sérstakleg þar sem þessi hraðamælir þarfnast ekki að ljós skýni á hann.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Jun 2012 17:42

Já held samt að þesssir flytji þá ekki inn til Íslands en þetta er spennandi kostur og dálítið minni um sig en þessir hefðbundnu en hann er dýrari en mælirinn í Hlað til dæmis.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Jun 2012 17:49

Var búin að skoða þennan og eru þeir mjög sniðugir, það eina sem ég sá við þessa að þeir ganga ekki á byssur með hlaupbremsu eins og ég er með. Við versluðum okkur fjórir saman CED M2 mæli sem ég var að fá í hendurnar, á eftir að prófa hann en þeir fá mjög góða dóma.

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af Gisminn » 07 Jun 2012 19:13

Hvað var verðið hingað kominn ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af maggragg » 07 Jun 2012 19:22

Tæplega 41 þúsund í gegnum Sinclairint.com
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 08 Jun 2012 08:21

Sæll Maggi

Ég á einmitt CED M2 hraðamæli og hefur hann reynst mér vel. Ég ætla samt að panta mér infrared screenera á hann. Ef maður er að skoða hleðslur að kvöldi til eða í lélegu ljósi þá er það nauðsyn.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Jun 2012 08:49

Sæll Hrafn. Í hvaða birtuskilyrðum hefur mælirinn reynst best? Er svolítið spenntur fyrir infrared sceenunum...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 08 Jun 2012 11:41

Sæll

Það verður bara að vera ágætt sólskin, ég hef lent leiðindum þó það væri bjart, þá er sól kannski frekar lágt á lofti. Þá þarf ég að halla screenerunum í átt að sólinni, þá greinilega fær hann nægilegt ljós til að búa til skugga af kúlunni og les þetta allt rétt.

Ég held að maður verði að kaupa sér infrared og þá líka battery pack svo maður þurfi ekki koma þessu í rafmagn þar sem maður vill vera til að mæla. Ég verð allavega að fara í þessa fjárfestingu þar sem ég fer oft frekar seint á kvöldin að prófa hleðslur. Einnig vill maður getað prófað hleðslur á veturnar þegar það er mun minna um birtu.

Ég keypti síðan fínan þrífót og millistykki til að festa brautina á í Múrbúðinni. Það tvennt hefur allavega dugað mér hingað til.
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Jun 2012 19:35

Félagi minn fór með mælin áðan út á svæði og þar virkaði hann líka svona glimrandi vel :) Ætli við fáum okkur ekki Innrauða búnaðin fyrir veturinn. Núna er bara að redda sér nokkrum gangstéttarhellum og búa til "plan" fyrir þrífótinn, svona 4 metra frá borðinu :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jun 2012 12:53

Fór áðan uppá svæði og prófað græjuna, en hún virkaði líka svona glimrandi vel enda gott veður. Hinsvegar vöknuðu fleirri spurningar varðandi hleðslurnar hjá mér eftir að hafa skoðað tölurnar og klóra mér í höfðinu yfir "flyerum" sem ég átti ekki von á.

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af E.Har » 15 Jun 2012 13:12

Flott aðstaða.

Ég er að nota Crona no 2
skaut þann fyrri fyrir ca 5 árum :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 4
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 15 Jun 2012 13:37

Sælir

Gott að heyra að græjan sé að virka. Heyrðu í mér áður en þú tekur infrared-inn, væri ekkert verra að panta 2 eintök og láta þau fljóta saman yfir hafið.

Kv,
Hrafn
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Hraðamælir

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jun 2012 13:53

Já, skal vera í bandi þegar við pöntum svona, veit samt ekki hvenær en kannski með haustinu þegar sól fer að lækka á lofti...
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara