Endurhleðsla haglaskota

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Börkur Smári Kristinsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:08 Mar 2011 09:04
Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Börkur Smári Kristinsson » 08 Mar 2011 09:11

Sælt veri fólkið,

Nú er ég að fara á skotvopna og veiðinámskeið í vor og ætla að fara að veiða slatta sem og æfa leirdúfuskotfimina. Ég er búinn að vera að kynna mér mikið undanfarið endurhleðslu haglaskota og veit alveg slatti mikið um þetta einfalda ferli núna. Vandamálið er hins vegar að það eru engin fyrirtæki sem eru að selja vörur til endurhleðslu haglaskota (svo sem tækin til endurhleðslu, tóm skothylki, hvellhettur, forhlöð o.s.frv.) og ég ætlaði að athuga hvort einhverjir þarna úti væru að hlaða sín eigin haglaskot? Ég er búinn að vera að reikna út kostnað við aða hlaða og miða þá við verð(plús VSK, tollur o.fl.) á hráefnum á síðunni http://www.midwayusa.com sem er stór söluaðili í USA fyrir skotveiðimenn. Þá er ég að ná pakkanum af skotum fyrir skeet á í kringum 780 kall, og fyrir rjúpuna ekki yfir 1000 kallinn. En allavega eru einhverjir þarna úti að hlaða sem gætu veitt mér einhverjar meiri upplýsingar ?

-Börkur Smári

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af maggragg » 08 Mar 2011 15:21

Sæll Börkur og velkominn á spjallið

Ég hef einmitt verið að spá í þessu sjálfur en mér vitandi er ekki neitt af endurhleðsluvörum fyrir haglaskot á hinum almenna markaði á Íslandi í dag. Ég hef þó heyrt að hægt er að kaupa af Hlað högl, forhlöð og annað til endurhleðslu skotvopna en hef ekki séð það.

Ég var að skoða um daginn endurhleðslutæki frá LEE fyrir haglaskot sem er mjög ódýrt og myndi henta fyrir einstaklinga sem skjóta ekki mjög mikið. http://leeprecision.com/xcart/Shot-Shel ... ing-Press/

Varðandi að kaupa inn vörur eins og högl, forhlöð, hvellettur og púður þá datt mér í hug ekki fyrir löngu að nokkrir veiðimenn myndi koma sér upp einskonar "samvinnufélagi" þar sem það yrði fyrirtæki sem yrði stofnað um það að flytja inn svona vörur á kostnaðarverði. Vandamálið við að flytja inn vörur frá Bandaríkjunum eru leyfisgjöld sem eru óhemju há eða um 300 dollarar fyrir útflutningsleyfi og jafnvel svokölluð Hazmat eða áhættugjald líka sem er oft óháð magni. Því fleirri sem versla og því meira, því hagkvæmara. Þetta er bara ein hugmynd varðandi það sem hægt væri að gera í þessu.

En annar væri gaman að sjá meira úrval af hleðsluvörum á Íslandi fyrir haglaskot. Þótt að sparnaðurinn yrði kannski ekki mikill þá held ég að það sé skemmtilegra að skjóta sínum eigin skotum á veiðum, sérstaklega ef maður veiðir vel ;)

En vonandi eru einhverjir reynsluboltar sem gætu svarað betur og vita hvar er hægt að fá hleðsluvörur.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

gullli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:8
Skráður:16 Jul 2010 22:09

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af gullli » 08 Mar 2011 15:46

Sælir drengir.

Þekki einn sem hefur verið að hlaða (mjög lítið þó) af sínum haglaskotum. Hann kaupir helstu íhluti (púður, forhlöð, hvellhettur og blý) hjá þeim í Hlað. Hann sagði að erfiðast væri að fá "hylkið" sjálft en hann sagðist geta hlaðið 2-3 í hvert þeirra áður en hann henti þeim. Færi þó mikið eftir tegund og gæðum (og hleðslu).

Þessa fáu mánuði sem ég bjó á Húsavík ræddi ég ósjaldan við Jónas, í sambandi við hleðslu og allhvaðeina, og þá kvartaði hann helst yfir hækkandi blýverði. Hann vildi meina að hitt hækkaði ekki eins mikið eða hratt.

Svo er spurning hvernig menn bæru sig að ef ætti að hlaða stál - veit ekki hvar það fæst hérna heima og þá spurning hvort menn þyrftu að flytja inn sjálfir.

Varðandi inn/útflutning frá ameríku - er ekki til í því að menn hafi verið að nota "umboðsmenn" þarlenda, sem þegar eru búnir að borga fyrir leyfi, og greiða þeim einhverja smá þóknun fyrir?

Vísa þó til mér fróðari manna varðandi ítarlegri upplýsingar .. ofangreint eru bara mínar vangaveltur.

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af maggragg » 09 Mar 2011 17:18

Já það er spurning, þekki ekki allveg hvernig þessi útflutningshöft eru í USA en þau eru allavega leiðinleg.

Held að stálhögl þyrfti að flytja inn en ég veit ekki til þess að nokkur sé með svoleiðist. Blýhögl ætti þá að vera hægt að nálgast hjá Jónasi í Hlað.

En svo er einn möguleikin í viðbót en það er að steypa blýhöglin sjálfur, það er svolítil vinna en þá er maður eiginlega komin í basics. En er hægt að kaupa hreint blý hér heima, gæti verið hagkvæmara ef maður sættir sig við vinnuna.

Annars er bara að vera nokkrir saman og versla inn slatta af þessu sjálfir, en sendingakostnaðurinn gæti orðið hár þar sem blý eða stál er frekar þungt í miklu magni. Þetta er þó mjög spennandi.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Börkur Smári Kristinsson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:08 Mar 2011 09:04

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Börkur Smári Kristinsson » 10 Mar 2011 22:57

Sælir

Gaman að þið skulið gefa ykkur tíma í að svara :)

En já, ég er búinn að vera að skoða mikið síðuna http://www.midwayusa.com, þeir eru með alveg ótrúlega mikið úrval af endurhleðsluvörum, og flest öll á góðu verði, og ég hafði samband við þá og þeir bjóða manni að verða "endursöluaðili" fyrir þá ef einstaklingur er með fyrirtæki eða einhvern rekstur. Þá pantar maður fyrir amk. 500$ og kaupir að vild. Aftur á móti að þá sá ég að það er eins og þú sagðir maggragg, Hazmat-fee fyrir hvern pakka af hvellhettum eða púðri, 25$ á pakka/dollu. Svo er sendingargjald til landsins, tollur, vaskur og einhverjar rosalegar reglur fyrir hvellhetturnar og púðrið hef ég heyrt, krefst allskonar leyfisbréfa og fleira. En ég hef allavega mikinn áhuga á að kanna þetta betur því ég held að þetta sé bara helvíti skemmtilegt að vera að hlaða sín eigin haglaskot, sparnaðurinn yrði örugglega einhver, en eins og í fluguveiðinni þar sem ég er nú reyndari, að þá verður að segjast að það er mikið skemmtilegra að veiða fiskinn á heimahnýtta flugu svo ég er alveg viss um að það sé mikið skemmtilegra að fella fugl með sínu eigin heimahlaðna skoti ;)

Endilega haldið áfram að spjalla og pæla í þessu, ég er allavega búinn að kynna mér mikið bandarísku síðurnar og allt sem tengist því að flytja inn svo mætti skoða Evrópu, kannski er hægt að fá eitthvað þaðan.

Kv. Börkur

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Mar 2011 15:21

Ef það er of mikið mál að flytja inn componenta þá er spurning um að koma sér upp búnaði til að búa þetta allt til sjálfur.
http://www.sinclairintl.com/.aspx/sid=7 ... _ID=s12000

Það ætti ekki að vera mikið mál að flytja inn hreint blý, ef það er ekki til í landinu þegar. Vantar svo bara efnafræðing til að búa til púður og forhlöð ætti ekki að vera mikið mál að steypa úr plasti, en þetta er svona í versta falli :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 7
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af oliar » 24 Feb 2012 10:38

Sælir ég hef aðeins verið að fikta við þetta. Keypti 3 1/2 tommu pressu frá MEC (steelemaster) af Hjalla í Hlað, en hann hafði aldrei notað hana.........
Síðan keyptum við ég og félagi minn sem einnig á pressu frá MEC bara minni, högl og forhlöð frá Jónasi, en þar fllur stundum til afgangar eða íhlutir sem pressan þeirra vill ílla eða ekki og fást þá stundum á "góðu" verði.
Það sem ég hef hlaðið þá er alls ekki hagkvæmt að hlaða léttari hleðslurnar. Ég er nánast ekkert að spara við að hlaða léttara en 36 grömm. Hins vegar er 3" og sérstaklaga 3 1/2" skotin að koma vel út, en ég er með 3 1/2 byssu og eftir hrun finnst mér þyngri skotin hafa hækkað mun meira en t.d. leirdúfuskotin. Fyrir hrun fékk maður 10 skota pakka af Winchester 3 1/2 tommu fyrir 1000 kal Ellingsen en eru nú á um 2000 kallinn. Ég hleð 10 skotin á um 1000 kall !
Reyndar er skemmtuninn helmingurinn af hleðslunni þanig að þó það skili litlun hagnaði þá er þetta hel.... gaman.
Síðan áhvað ég að reina að nota eingöngu púður frá Vihtavuori en er að nota N340 fyrir 2 3/4, N340, N350 og N105 fyrir 3" og N105 og N110 fyrir 3 1/2 tomuna. Reynar er ekkert auðvelt að verða sér úti um N350 og N105 en hægt er að nota 3N37 og 3N38 fyrir þau, en það er Jónas að nota í Hlað framleiðsluna.
Hleðslutölur er hægt að finna hjá http://www.unlimitedammo.fi/ og síðan nota google translate á finnsku orðin :-) en maður fer first inní Reseptit og þá skýrist allt.
Eins get ég sent þeim sem áhuga hafa það sem ég er búinn að þýða og umreikna.......
Fann þennann link inná nosku spjalli og þeir tala um að þeim finist finnarnir frekar heitir og er ég samála þeim um það, alltaf að byrja á lámarkshleðslu því að forhlaðið getur haft sitt að segja líka , þannig með því að byrja lágt þá er maður ekki að gera neitt hættulegt !!!!!!
Til að skaffa hylki þá eru ekta amerísk hylki mun betri en önnur og hafa ber í huga þá eru flest "amerísk" hylki í dag framleid á Ítalíu eins og bróðurpartur allra skota sem seld eru í Evrópu !!
Þar eru reglur um efnainihald hylkja sem gerir það að verkum að þau brota mun frekar þegar það eldast og eins er plastið í þeim mun þynnra þ.e. minni ending.

Bestu kveðjur Óli
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Feb 2012 16:44

Sæll Óli notar þú notuð skot og ef svo er get ég safnað 3" efþú villt.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 7
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af oliar » 24 Feb 2012 16:59

Sæll Þorsteinn, þú hefur einu sinni sent mér pakka áður :-)
Jú takk það væri fínt, maður á aldrei nóg af hylkjum..... eins ef þú vissir af einhvejum sem ætti 3 1/2" þá væri ég mjög spenntur enda ekki margir sem er að nota þau, en nokrir þó.

kv. Óli

ps ert líklega með postfangið mitt ennþá er það ekki :-)
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Gisminn » 24 Feb 2012 20:47

Alveg rétt það varst þú sem opnaðir augu mín fyrir því að það væru menn sem gætu notað hylkin í staðin fyrir að henda þeim og ég skal hafa augun opin fyrir 3 1/2" fyrir þig en Það gæti nefnilega verið að ég hafi glatað postfanginu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 7
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af oliar » 24 Feb 2012 21:00

Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af maggragg » 01 Mar 2012 11:46

Þekki einhver þessa Lee Load-All hleðslupressu? Er það ekki ágætt til að dunda sér við ef maður fer út í þetta...

Mynd
http://www.midwayusa.com/product/436640 ... ge-2-3-4-3
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 7
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af oliar » 01 Mar 2012 21:46

Þekki mann sem er að nota eldri módelið af þessari til að hlaða í 20 ga. Hann lætur vel af henni og þetta er einmitt verkfærið sem ég ætla að fá mér þegar ég fer að hlaða í 20ga byssuna mína :-)
Fyrir innan við 50 dollara þá eru þetta fín kaup...... en maður stillir þessa ekki neitt, þar sem hún kemur með "bushing-um" sem eru skiptanlegir. Reyndar eru þeir allnokkrir þannig að það ætti að vera nóg úrval ???
Það er hægt að skoða myndbönd á youtube.com og þetta er temmilega einfalt, ekki það að MEC sé neitt sérlega flókin, en samt er nauðsinlegt að stilla dálítið.
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 04 Mar 2012 16:39

Sælir.
Er farinn að velta fyrir mér að hlaða í tíuna mína þar sem skot eru ekki til í landinu hvernig er að flytja inn tómar skeljar og forhlöð? Midway eru nú ekki þeir bestu að eiga við og það er nánast ekki gerandi að taka þetta í gegnum verslun.
Á gamla MEC pressu fyrir 12 ga sem ég hef aldrei notað og kann ekki baun á, það þarf eh. að pússa og liðka hana upp til að hún sé nothæf fékk þetta á bland fyrir löngu af hreinni forvitni. Spurning hvort það sé hægt að breita henni fyrir 10 ga. Lee loader virðist bara vera til 12 ga. Annars væri Lee handhleðslusett nóg fyrir mig þetta er nú ekki mörg skot á ári.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 7
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af oliar » 04 Mar 2012 18:29

Sæll Jón ég er ekki að finna þessa Lee pressu fyrir 10 Ga og ekki heldur breytisett til að breyta 12 GA MEC yfir í 10GA.
Annars er einfalt að biðja Hjalla að panta frá Midway, en þá kemur einhver þóknun í viðbót.
Þar fást ryndar bara óskotin 3 1/2 tommu 10ga skot og líka nokkrar tegundir af forhlöðum..
Reyndar finnst mér betra að skipta við http://www.precisionreloading.com án þess þá að ég hafi reynt að láta þá senda til Íslands.....
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af maggragg » 05 Mar 2012 11:12

Mer sýnist að það sé hægt að breyta MEC pressum til að hlaða 10 gauge. Virðist vera hægt að setja mismunandi "die" í hana og annað. Spurning hvaða módel þú ert með og sjá hvað þeir hjá MEC bjóða uppá.

http://www.mecreloaders.com/productline/600JrMark5.asp

og svo die set til að breyta mark5 í 10 gauge:
http://www.mecreloaders.com/Order/Order ... tsList.asp

Mynd
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 7
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af oliar » 05 Mar 2012 13:19

Jamm þetta virðist vera til. Veit að MEC hafa sent til Íslands :-)
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 05 Mar 2012 17:46

Sælir.
Var búinn að sjá þetta sett verst að það kostar nánast eins og ný pressa. Ætli að maður reyni ekki að finna sér Lee Loader handsett á ebay það væri nóg fyrir mig.
Óli hvaðan hefur þú verið að fá forhlöð og hylki? Púður, Högl og hvellhettur ættu að fást hjá Jónasi í Hlað
Annars fæ ég eh. af notuðum hylkum fljótlega þá þarf bara að redda forhlaði til að geta prufað.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 7
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhleðsla haglaskota

Ólesinn póstur af oliar » 05 Mar 2012 19:51

Sæll Jón ég hef keypt mest allt í Hlað þ.e. forhlað, högl og púður.
Reyndar hefur Vesturröst verið með Federal hvellhettur en mér finnst betra að nota þær í eldri amerísk hylki, en flest hylki/skot í dag eru framleidd á Ítalíu og víða á spjallsíðum hafa menn talað um að evrópu framleidd skot séu með sjónarmun stærri hvellhettu en þau amerísku og ég held að það sé raunin. Hef lent í að missa hvellhettu inní skiptinguna og hættir þá byssan að skipta sér. Keypti reyndar verkfæri í USA sem heitir Primer Pocket Correction Tool frá http://www.precisionreloading.com/ og munar nokkuð um það.
Hvað varðar hylki þá eru nokkrir að safna fyrir mig og án vafa eru ameríkuhylki (framleidd í USA) mun betri en mikið að Remington og Winchester sem selt er í Evrópu er einmitt framleitt á Ítalíu !!!!!
Kveðja. Óli Þór Árnason

Svara