Púður

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49
Púður

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 21 Nov 2012 22:43

Hvað eruð þið að nota í púðri. Nú hafa tveir aðilar verið nokkuð einráðir á markaðinum annar með púður frá Finnlandi sem flestir okkar þekkja af góðu einu. Og hinn púðursalinn með fjölbreytta línu frá Ameríkuhrepp.

Þar sem ég er hálf tölvufattlaður þá kann ég ekki að útbúa skoðannakönnum með teljar og þess háttar. EN þar sem við erum að öllu jöfnu 20-50 karlar sem þvælumst hér inn og út. Skrifum málefnalega undir nafni þá á þetta ekki að vera flókið.

Sjálfur hóf ég minn feril með púrði frá USA sem karl faðir minn útvegaði frá Ameríkuhrepp eftir ýmsum leiðum. Svo hef ég að sjálfssögðu notað mikið af púðri frá Hlað bæði Norma og það Finnska.

Nú svo þegar IMR 4198 stóð til boða hamstarði ég því að það er mitt upp á halds púður í 222rem. Miðað við ástundun síðustu þriggja ára er ég í góðum málum fram yfir sjötugt með púður í 222rem.
Nú er farið að ganga á aðrar byrgðir hjá mér og til stendur að taka 6,5x55 til kostanna. N550 hefur komið vel út hjá mér í því. EN gallinn við google er sá að það er alltaf eitt og annað sem rekur þar á fjörur lyklaborðs sem vekur forvitni. Ja hver veit nema að ég reyni eitthvað annað þegar sól fer að hækka á lofti.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Púður

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Nov 2012 22:50

VihtaVuori
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Púður

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Nov 2012 23:27

Fyrir 6,5 x 284 VV 165 og 560
Fyrir 308 VV 140 og 150 samt frekar lítið hlaðið í 308

Næsti riffill verður 6,5 x 47 og ætla að byrja að nota VV 140 í hann og bæði 100 og 108 grs Scenar kúlur. Þessi riffill er í samsettningu og verður spennandi að sjà hvað hann getur.

Væri reyndar gaman að prófa Reloader eitthverntíman...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Púður

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Nov 2012 23:31

Fyrir 6,5x55 VihtaVori N160 fyrir 100-120gr N560 fyrir 140gr
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Púður

Ólesinn póstur af GBF » 22 Nov 2012 10:07

Sæll Sveinbjörn,

í 6.5x55 nota ég VV N-160 og N560
í 270 Winchester nota ég einungis VV N-560
í 308 Winchester nota ég VV N-140 og N-150
í 8x57 hef ég notað VV N-140 og N-540

Kveðja,
Georg B. Friðriksson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Púður

Ólesinn póstur af konnari » 22 Nov 2012 10:50

Ég hef nú bara notað Vihta Vuori því það er á þokkalegu verði auk þess að vera gott púður.
Ég nota eftirfarandi:

N-160 í 243win
N-160 og N-165 í 25-06
N-550 í 260rem
N-160 í 270win
N-150 og N-160 í 30-06
N-165 í 300wm
N-160 í 338wm
N-140 í 9.3x62 en langar að prufa N-540 næst
N-135 og N-140 í 458 Lott
Kv. Ingvar Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Púður

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Nov 2012 11:14

Hef notað N160 í bæði 270 Win og 260 Rem

Er núna að gera tilraunir með Reloader 17 í 260 Rem
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Púður

Ólesinn póstur af johann » 22 Nov 2012 16:18

Ég nota VV-N550 í .243 á 95-100gr
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Púður

Ólesinn póstur af sindrisig » 22 Nov 2012 22:25

Hálf skondið greinilegt að N-púðrið er mikið notað enda er ég enginn eftirbátur í því.

7mm rem mag.
N-550, N-560 og N-160.

Vectra í haglaskotin, ef ég hristi rykið af pressunni einhverntíma.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Púður

Ólesinn póstur af maggragg » 23 Nov 2012 08:22

Nota N-560 fyrir 140 grain í 6,5x55. Annars á ég N135, N140, N160, N550, allt eftir kúluþyngdum og hylkjum en hef hlaðið í .223, .308, 7,62x54r og svo 7.5x55 fyrir utan 6.5x55. Langar samt ógurlega að prófa Hodgon Extreme púðrin, eins og H4350 og H4831 fyrir 6.5x55 og sjá hvernig það kemur út gagnvart hitabreytingum.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Púður

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Nov 2012 10:58

Er að nota 500 línuna frá vitawuori mest.

540-550-560
Ástæður eru 2.

a á að breytast lítið við breytt hitastig.
b Þegar ég fór þessa leið þá reyknaði með að geta fengið það áfram

Notaði hinnsvegar USA púðrin lengi en svo voru þau bara ekki til á tímabili, þá endaði ég í Norma og núna mest í VW
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Púður

Ólesinn póstur af gylfisig » 23 Nov 2012 16:29

RE-15 er mjö gott púður, og hentar m.a. vel í 308, 6,5x47 og svo hef ég prófað það í 6 BR með milliþungum kúlum, og hefur það komið ágætlega út.
Var með N 550 áður, en er alfarið kominn í Re-15 í 6,5x47.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

kra
Póstar í umræðu: 1
Póstar:115
Skráður:17 May 2012 08:33

Re: Púður

Ólesinn póstur af kra » 23 Nov 2012 17:48

VihtaVuori
N550 í 6,5x47
N140 í 6,5x47
N133 í 6mm PPC
N165 í 7mm STW
N110

Langar í Hodgdon 4198 fyrir 30 BR en virðist ekki vera hægt og engin svör um hvort hægt sem eða vilji til að panta það af umboðsaðila :evil:
Kveðja

Kristján R. Arnarson
Húsavík

Fiskimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Púður

Ólesinn póstur af Fiskimann » 24 Nov 2012 19:20

Sælir félagar
Í 243 W nota ég N160. Grúbburnar drógust mikið saman þegar ég prófaði það að lokum með 70grn Síerra BK. N550 virkaði einng mjög vel á allar kúlur í 243. Allt frá 58 grn upp 90 grn. Hægt að setja heitari hleðslur með N550.

308 W hef ég notað N150. Kom betur út en N140. N550 kom einnig mjög vel út. Sama og í 243 að hægt er að hafa heitari hleðslur með N550 púðrinu. Er með 165 grn HP Sierra GK. Frábær kúla. Nota hana á hreindýr, gæs og pappa. Skotið ca 15 gæsir og engin skemmst. Opnast tiltölulega hægt. Hef reyndar hitt allar gæsirnar nokkuð vel þannig að það hefur lítið reynt á það.

223 R. Hef notað N135 á 55 grn Hornady Vmax. Virkar mjög vel. Á eftir að prófa fleiri útfærslur. Er með Lapua scenar 69 grn á borðinu.

Kveðja Guðmundur Friðriksson
Guðmundur Friðriksson

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: Púður

Ólesinn póstur af Bc3 » 24 Nov 2012 22:31

VV-140 í 243 i léttari en 80 grainkúlur
VV-160 í 243 í kúlur yfir 80 grain
VV-135 í 308 einungis prufað það á bakvið sierra 168 MK
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Púður

Ólesinn póstur af Kristmundur » 25 Nov 2012 01:19

N130 fyrir 222Rem
N135-N140 fyrir 308W
N160 fyrir 224Clark-6.5x55Sv-6.5-284N-300WSM
N560 fyrir 300WSM

Kv KS
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Púður

Ólesinn póstur af gylfisig » 25 Nov 2012 16:50

Allt eru þetta fín púður, og ég hef notað þau öll. Var m.a. mjög hrifinn af N-550 sem ég notaði i cal 6,5x47 og virtist það skila áberandi betri grúbbum en annað VV púður. Ég fór hins vegar tiltölulega fljótt að verða var við að hlaupið sótaði sig mikið, sem olli ónákvæmni. Fékk svo fleiri riffla í hendurnar, þar sem með fylgdi kvörtun um ónákvæmni. Þeir rifflar áttu sammberkt að í þá var notuð 500 línan af VV púðrinu.
Ákvað að prófa RE 15 í minn riffil, og það svínvirkaði. Hlaupið sótar sig ekki óeðlilega hratt eins og mér fannst það gera með N 550.
Hefur enginn orðið var við þetta?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 6
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Púður

Ólesinn póstur af sindrisig » 25 Nov 2012 17:29

Sæll.

Jú meira að segja það mikið að ég var kominn í tóm vandræði með yfirþrýsting og kúlugötin voru út um allt blað. Var að nota 65 grain af N-560 á bakvið 150 graina kúlu í 7mm rem mag.

Var góður aftur eftir öfluga mössun, það virkar ekkert annað.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Púður

Ólesinn póstur af Gisminn » 25 Nov 2012 19:22

Gylfi mælir þú þá frekar svona alment með RE 15 í stað 500 línunar eins og í mínu tilviki er að prófa eins og þú veist að hlaða fyrir 270 pjakk
Síðast breytt af Gisminn þann 25 Nov 2012 21:38, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 3
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Púður

Ólesinn póstur af Kristmundur » 25 Nov 2012 21:36

Eg hætti allveg að nota 500 línuna vegna sótmyndunar, það var dálítið villandi að nota það
maður fekk fínar grúppur fyrstu 20-30 skotin en svo dalaði nákvæmnin mjög hratt
fyrir utan að það brennur mun heitar en 100 línan
Kv.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

Svara