Sót á hálsi.

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
Sót á hálsi.

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 28 Mar 2013 22:32

Sælir.
Er að hlaða fyrir félaga minn í 222, hylki eru Winchester 1 skotinn verksmiðjuhleðsla. Málið er að ca. 1/3 af hylkjunun er með sóthring fremst á hálsinum ca. 1-3mm sum meira þetta er helvíti fast og fer ekki í tumbler og ekki með 000 stálull það var ekki fyrr en ég greip svona rauða flókamottu eins og við notum á riðfrítt efni í smiðjuni að þetta lét sig. Spurningin er hafa menn lent í þessu og hvað er til ráða er eh. önnur lausn en góð mynd í imbann og pússa þessi ca. 40 hylki eða er eh. töfralausn! eða bara að henda helv draslinu. hver er ástæðan fyrir svona sótmyndun? hef svo sem séð sótaða hálsa áður en þá náði það lengra upp á hálsinn og ekki svona helv... fast.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Sót á hálsi.

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Mar 2013 09:05

Ég lenti í svipuðu þegar ég fullmótaði mín og þar sem ég bý ekki eins vel að geta leitað til Verksmiðju með verkfæri bjó ég mér til slípimassa úr borðediki hveiti og salti hrært í fína drullu) og er með þennan fína massa sem vann hratt á þessu vandamáli og hylkin glansandi á eftir.
Ég kendi klístrinu um en hef ekkert fyrir mér í því.
Síðast breytt af Gisminn þann 29 Mar 2013 11:22, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Sót á hálsi.

Ólesinn póstur af atlimann » 29 Mar 2013 10:51

þetta er svipað hjá mér... það kemur smá sót á hálsinn og ég er ekki heldir með Thumbler, þannig að áður en ég læt hlaða fyrir mig aftur þá tek ég mér eina kvöldstund og þríf hylkin hjá mér með Auto-sol, það vinnur hratt og örugglega á þessu.

Auto-sol má nota á flest alla málma
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Sót á hálsi.

Ólesinn póstur af karlguðna » 29 Mar 2013 13:45

Sælir spekúlantar, er þetta fagurfræðilegt atriði með sótið eða er þetta eitthvað sem verður að þrífa?
ætla sjálfur að fara að hlaða og er að safna vitneskju í sarpinn. !
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Sót á hálsi.

Ólesinn póstur af atlimann » 29 Mar 2013 14:16

Nú ætla ég ekki að halda neinu fram sem ég hef ekki vit á, því ég hef ekki hundsvit á endurhleðslu (enn sem komið er) en ég myndi halda að þetta væri sambland af báðu, fagurfræði og funksjón
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Sót á hálsi.

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Mar 2013 19:31

Sótið er aukaþykkt sem veldur bæði meiri þvingun og svo verður aukaþykktin að leita eitthvað og það þýðir bara að hún leitar fram og lengir hylkið en jafnframt þynnist þá brassið að sama skapi.
Þetta er gróf lýsing og gerist ekki í fyrstu skiptin en gerist hraðar.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Sót á hálsi.

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 30 Mar 2013 09:09

Sælir.
Mín pæling er á svipuðum nótum og hjá Steina, það er ekki að ástæðulausu að menn eru að turna hálsinn á hylkunum í BR skotfimi. Svo er þetta lýka bara pjatt vill hafa þetta glansandi fínt. Kannast við að fá oft smá sót filmu á hálsinn sem að losnar með olíunni í die-inu og maður strýkur bara af með tusku á eftir, en þetta var meira! hart og helv... fast maður fann alveg brún með nöglinni og náði ekki að skrapa þetta af með henni. En er allavega búinn að pússa þetta af og allir glaðir. Sat yfir Skyfall í gærkveldi með frúnni og dundaði við þetta.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

karlguðna
Póstar í umræðu: 2
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Sót á hálsi.

Ólesinn póstur af karlguðna » 30 Mar 2013 13:55

Já þetta verður náttúrulega að vera fínt :) og hreint er alltaf betra en óhreint, takk fyrir þetta , gott að vita þegar maður hefst handa .
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara