endurhleðslu sett

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason
endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af karlguðna » 14 Feb 2013 19:32

sælir hér byssumenn. ég var að spá í að fara að hlaða mín eigin hylki sjálfur svona til að auka ánægjuna í þessu sporti, spurningin er, hvar gerir maður bestu kaupin í hleðslusettum hér á landi. Væri þakklátur fyrir góð ráð svo maður þurfi ekki að prófa sig áfram með óþarfa auka kostnaði .
kveðja Karl Guðnason
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af oliar » 14 Feb 2013 19:42

Sæll. Allajafna hefur mér fundist Redding vera best af þeim sem eru í allmennri sölu hér á skerinu (veidimadur.is) þótt ekki sérstaklega hrifinn af umboðsaðilanum.......
Lyman og RCBS finnst mér áþekk, en LEE og Hornady hef ég ekki prófað en handfjatlað.
Maður finnur einfaldlega muninn þegar maður snýr gengjunum.
ps. myndi fara beint í þriggja dæja sett þótt planið sé að nota bara "neck" daiann og kúlusetjarann...
Kveðja. Óli Þór Árnason

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af karlguðna » 14 Feb 2013 20:22

takk fyrir þetta Óli, hvernig er það er þetta almennt álit ? það væri gott að heyra frá fleirum,
ekki það að ég efist um það sem Óli segir þá er alltaf betra að hafa marga ráðgjafa. :|
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Feb 2013 20:42

Ég er með lyman og er sáttur við pressuna en ég er með redding dæja og reyndar búin að skipta út kúlusetjaranum og fá mér micro setjara frá Hornady
en ég er aftur á móti ekki sammála með umboðsaðilan hefur reynst mér vel í gegnum tíðina.
Og ég nota grafítið frá honum og er laus við allt vesen sem heitir mismunandi smurð hylki og svoleiðis og hefur ekki eitt einasta skot gróið eftir að ég notaði það og smurbakkinn verður bara notaður ef ég fullmóta hylkin aftur.
Það sem þú í raun þarft i byrjun er
Góð pressa og mæli ég með o pressunum = eru hringur ekki gálgi
Góðir dæjar
Góðan púðurskamtara, bakka undir hylkin, góða trekt til að setja á hylkin meðan þú hellir púðrinu
Góðu digital rennimáli ;-)
Og svo smurefni.
Restina þarftu ekki strax þó það komi að því.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af oliar » 14 Feb 2013 21:05

Sæll verð líklega að fá mér gleraugu..... tók þettan sem dæja eingöngu !!! Ég er hins vegar með Lyman pressu og líkar vel. Hef ekki verið að lenda í neinu ves með daiana mína Redding og RCBS (hef líka notað Lyman) en finnst smíðin á Redding hlutunum vera talsvert betri. Hvað varðar umboðsaðilan þá finnst mér ég vera litinn hornauga ef ég kem og skoða bara !! og oft látinn afskiftur. Þó er þetta ekki algilt og sumir ágætir.
Held að flestir vilji að sölumennirnir síni svolítinn áhuga á kúnnanum og það er nefnilega ótrúlega árungurríkt að "sleikja "menn aðeins upp :o
Kveðja. Óli Þór Árnason

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af karlguðna » 14 Feb 2013 21:20

sælir aftur, ég er ekki að skilja þetta með o presuna er þetta ekki það sem er í þessum settum ?
svo virðist mér að veiðimaðurinn sé ekki með 6,5 x 55 diur. en þetta er nú aðeins farið að skírast í kolli mínum.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Feb 2013 22:37

Það sem átt er við með O pressu er að hún er heilsteiptur hringur og pressu armurinn er innan í hringnum miðjum og þannig er komið í veg fyrir að bressan gefi eitthvað eftir heldur geri hlutinn alltaf eins.
Og jú settin eru flest með þessa hluti en bara mis góða.
Til dæmis fékk ég mér lyman stóra settið en skipti út digital vogini fyrir skálavog og sé ekki eftir því
Þurfti svo að kaupa primer töng því þó að hægt sé að notast við primer setjarann á pressuni er það leiðigjarnt til lengdar.
Og td fyrst þú nefndir Diana (dæjana) þá er ég með redding 6,5x55 sem ég fékk í Hlað.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af karlguðna » 14 Feb 2013 22:55

Já mig grunar að maður verði að panta hjá þeim 6,5 dæju . Takk kærlega fyrir þetta strákar , þetta hjálpar mikið.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 Feb 2013 10:33

Ég man ekki betur en að hafa séð 6,5x55 diasett í Veiðiflugunni á Reyðarfirði. 3ja dia sett, það er betra að fullsiza hylkin ef þú ætlar að stinga þeim í vasann. Er hættur að nekka, fullsiza allt þessa dagana.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af Gisminn » 15 Feb 2013 10:37

Sæll Sindri ég skil ekki alveg hver sé munurinn ef maður stingur þeim í vasan ?
Ég nekka bara mín og það nánast allan hálsin svo í mínu tilfelli myndi það ekki skipta neinu máli hvort ég mótaði bolinn aftur því hann heldur ekkert utan um kúluna.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af E.Har » 15 Feb 2013 13:58

RCBS rocchukker pressan er fín.
Reddin kittin líka.

Flest þessara kitta eru í góðu lagi. :P
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af karlguðna » 15 Feb 2013 17:01

Já á Reyðarfyrði ég var einmitt að spekúlera í að flytja á staðinn , orðinn leiður á atvinnuhöktinu hér í Hveragerðinni !
en þó ég sé með E leifið þá er ég ekki klár á hvað þessi latínu orð þýða, nekka, sæsa eða hvað þetta var allt saman.
það er líklega best að taka eins og eitt námseið í greininni sýnist mér svo maður sprengi ekki af sér guðskaplana :shock:
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Feb 2013 17:20

Hvað ætli sé búið að hlaða mörg skot í lyman pressuni sem er í hlað? Ég held að svoleiðis pressa dugi flestum alveg ágætlega...

Ég er sannfærður um að það sé best að fullsizea hylkin alltaf... hér eru hinsvegar talsvert reynslumeiri menn en ég að skrifa, þegar kemur að endurhleðslu riffilskota. Svo eru líka mjög skiptar skoðanir á þessu atriði eins og mörgun öðrum atriðum endurhleðslunar.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 2
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Feb 2013 17:25

Sæll Karl

Ef þú veist ekki hvað það er að neck sizea og full sizea, þá er námskeið klárlega málið fyrir þig... ekki fikta við að endurhlaða skot ef þú veist ekki hvað þú ert að gera og aldrei éta hleðslutölur hráar af netinu...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af sindrisig » 15 Feb 2013 20:50

Sæll Þorsteinn.

Mér finnst betra að koma skotunum alminnilega í skothúsið þegar komið er með bráðina í augsýn. Hylki sem eru of stíf eða leiðinlega stíf eru til trafala á veiðislóð og það er andskotann enginn munur á nákvæmni á hálsþrengdum og fullþrengdum hylkjum þegar kemur að því.

Nb. ég er að tala um veiði en ekki míkrómetramælingu á skotskífu og ég ætla ekki að fara í einhverjar hártoganir varðandi þessi atriði. Aðalatriðið er að vera viss um að geta notað það sem maður er með í vasanum hvað sem tautar og raular, þegar á þarf að halda.

Smá viðbót, ég held (ath. ég held ekki að ég viti) að hylkin endist lengur þegar þau eru fullþrengd vs. hálsþrengd. Allir hlutir sem fá að fara of langt frá sínu núlli og er þröngvað síðar niður í það sama núll, hljóta að verða fyrir meira álagi en þeir sem kippt er í liðinn reglulega.

Þetta er orðið allt of langt en að sjálfsögðu eru Hvergerðingar velkomnir Austur í alsnægtirnar.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af gkristjansson » 15 Feb 2013 21:14

Sæll Karl,

Kannski að þetta hjálpi aðeins:

http://www.chuckhawks.com/adjust_reloading_dies.htm

Það er ekki sjálfgefið að allir viti hvað "neksiza" eða "fullsiza" er.....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af oliar » 15 Feb 2013 21:30

@ Sindri.... held að þú snúir þessu við !!! Fullþrengd hylki "fullsizuð" verða fyrir umtalsvert meiri álagi en hálsþrengd sem gerir það að verkum að hálsþrengdu hylkin endast mun betur.
Las eitt sinn grein um norskan mann sem keppir í hinum ýmsu riffilgreinum, en hann hálsþrengir fimm sinnum keppnisskotin og síðan fullþrengir hann og notar sem veiðiskot. Þar næst hendir hann hylkjunum...........
Ég hef aldrei orðið var við að hálsþrengd hylki séu eitthvað "stífari" en fullþrengd, en hins vegar ef maður gætir ekki að heildarlengd hylkisins sama hvor um hálsþrenngt eða fullþrengt hylki er að ræða þá verður lásinn stífur !!!!
Kveðja. Óli Þór Árnason

karlguðna
Póstar í umræðu: 6
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af karlguðna » 15 Feb 2013 22:22

þetta er nú kannski aðeins meiri vísindi en ég hélt , en það verður bara skemmtilegra fyrir bragðið.
Takk fyrir að nenna að deila ykkar sjón á málefninu.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af Gisminn » 16 Feb 2013 01:42

Þetta er hverju orði sannara hjá Óla þú getur ekki kent kúlusetningunni um ef þú kemur ekki eigin skotum í riffilinn það er eitthvað annað held ég en er ekki að setja útá þig samt elsku vinur
Síðast breytt af Gisminn þann 17 Feb 2013 00:10, breytt 2 sinnum samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: endurhleðslu sett

Ólesinn póstur af sindrisig » 16 Feb 2013 21:18

Já já.

Það fer nú eftir ýmsu, t.d. hvaða hylki verið er að nota. Þetta verður örugglega ekki vandamál með 6,5x55 fyrr en eftir 10 skot eða svo, þá er headspace-ið farið en dundið ykkur aðeins með "beltahylki" og þá er höfuðið horfið eftir mun færri hleðslur.

Einungis að benda á að full þrengd hylki virka alltaf. Allt annað hættir að virka á ákveðnum tímapunkti.

Ég á ekki að vera að tuða þetta en greinin sem er bent á af Guðfinni er holl lesnining.

It is also a good idea to full length resize cases that might be used to shoot dangerous game, as full length resized cases are less likely to cause a feeding problem at a critical moment. If in doubt, my advice is to full length resize.

Ath. að frjálsahöfuðið er um rassinn strokið á beltuðum hylkjum, ekki á hinum. Það kemur samt sem áður út á það sama, axlirnar þrýstast fram og á endanum passar hylkið ekki í, eða er verulega stíft.

Kúluísetning hefur ekkert um þetta mál að segja, nákvæmlega ekki neitt.
Viðhengi
300H&HHeadspace.jpg
300H&HHeadspace.jpg (25.36KiB)Skoðað 1958 sinnum
300H&HHeadspace.jpg
300H&HHeadspace.jpg (25.36KiB)Skoðað 1958 sinnum
Sindri Karl Sigurðsson

Svara