Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Björn R. » 16 Feb 2013 12:28

Góðan daginn.
Hitti i gær mann sem virtist vita meira en margur um riffla. Þegar ég tjáði honum að ég væri að spá í annaðhvort ofangreint kal eða .308 sagðist hann sjálfur vera með 6,5 x 55 og vera ánægður með það. Hins vegar tjáði hann mér að ég þyrfti helst hlaða þau skot sjálfur eða fá það gert. Ástæða? jú mikið af gömlum herrifflum ku vera í notkun á Norðurlöndunum og vegna aldurs þeirra væru verksmiðju skot höfð frekar í aumari kantinum eins og hann orðaði það.

Vitið þið hvort að þetta er tilfellið? Til að gæta sannmælis sagði þessi maður að verksmiðjuframleidd 6.5 x 55 væru vel brúkleg en menn vildu almennt hafa hleðsluna þyngri, sérstaklega á hreindýraveiðum.

Nú sel ég þetta ekki dýrara en ég keypti það en gaman væri að heyra ykkar álit.

Með kveðju
Björn R.
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Sveinn » 16 Feb 2013 17:48

Örugglega eitthvað til í því. Norma er þó með ágæt skot í þetta cal en best er að hlaða sjálfur eða láta Hlað gera það fyrir sig, bæði ódýrara og betri (heitari) hleðslur.

Kíktu á þennan þráð (og komment fyrir og eftir):
endurhledsla/quickload-og-v0-a-kulu-t607.html#p3429
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 16 Feb 2013 21:10

http://www.ballisticstudies.com/Knowled ... .5x55.html

Hér er ágætis samantekt á 6,5x55 hylkinu fyrir þá sem hafa ekkert betra að gera á laugardagskvöldi en að hanga á netinu.

En varðandi þínar pælingar þá er farið að tala um 6,5x55 SKAN. og er það eingöngu notað í vandaða riffla sem standast kröfur dagsins í dag. Gott dæmi um það er hér. Sama cal. og 6,5x55 Mauser.

http://www.lapua.com/en/products/reload ... odata/5/98

Svo er það nú svo að 6,5x55 er búinn að sanna sitt ágæti og stór hluti manna notar verksmiðjuskot með góðum árangri.
Það er ekki alveg sjálfgefið að góðir veiðimenn hafi áhuga á hleðslum og twisti. Hvort að grúppan sé ein eða hálftomma á hundrað metrum.
Því er einfaldlega þannig háttað að sumir hafa gaman að því að veiða og hafa hæfileika til þess að komast að bráð og skapa sér aðstæður sem leiða til vel heppnaðra veiði.
Gott dæmi um það er maður sem ég var stundum með á grenjum og átti hann það til að segja.
Svenni vertu hér á þessum hól og svo var hann hlaupinn af stað. Stundum gátu liðið klukkutímar þar til hvellurinn kom. Alltaf með viðeigandi árangri og viðkomandi vissi lítið um hleðslur og ekkert um twist. Auk þess var honum alveg saman hvað það voru mörg grain af púðri. Hann er fæddur veiðimaður.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af karlguðna » 17 Feb 2013 00:19

Sælir drengir, seg þú mér Sveinbjörn er þá 6,5x55 skan í t.d. nýjum 6,5x55 TIKA riffli ??
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 17 Feb 2013 10:18

Já það er nú það Karl. Það eina sem ég get ráðlagt þér er að fara eftir upplýsingum sem ábyrgir aðilar setja fram. Í þess tilfelli framleiðendur á púðri og veiðirifflum.
Þetta er svona eins og þjóðfélagið er að stefna í.

Það sem ekki er leyft er bannað.

Ég geri fastlega ráð fyrir að þú sért að leita eftir skýrari svari en því miður verður það ekki betra með þessum mannskap :?:
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af oliar » 17 Feb 2013 11:18

Allir nýir/nýrri riflar þola það sem gefið er upp fyrir 6.5x55 Skan enda allir gefnir upp til að þola 380 MPa.
T.d. á heimasíðu Lapua pá er sér kafli um 6.5x55 SKAN of ef grannt er skoðað þá eru kúlurnar sem gefnar eru upp þar eingöngu keppiskúlur sem allavega eru notaðar í skotkeppnum í Skandnavíu og þaðan kemur líklega skan...... Það er skýrt tekið fram að þessar hleðslur eiga ekki við gömlu herrifflana (Krag- Jörgensen og Mauser 1896 og fleiri þess háttar, það eru til sér hleðsluupplýsingar fyrir þá, en reyndar ekki á Lapua.com).

Einnig er það sér kafli fyrir nýrri 6.5x55 SE og sums staðar er notað 6.5x55 Mauser og er þá yfirleitt miðað við 6.5x55 SE. Með tímanum verður manni ljóst hvað er gert fyrir hvaða "aldursflokk" og upplýsingar um hleðslur í nýrri 6.5x55 SE eru mjög víða til og aðgengilegar.....eins og td.
6.5x55 SE
http://www.lapua.com/en/products/reload ... odata/5/56
og 6.5x55 SKAN (Sem miðar við Sauer STR200 enda algengasti keppnisriffillinn í skandinavíu)
http://www.lapua.com/en/products/reload ... odata/5/98

Hins vegar eru flest verksmiðjuskot, allavega Evrópsk að uppruna í 6.5x55 hlaðinn miðað við nútíma riffla og eru menn ekki á neinn hátt með eitthvað "prump" sem varla kemst útúr hlaupi.
Hins vegar hef ég aldrei skotið verksmiðjuskotum úr mínum 6.5x55,en þekki nokkra sem það hafa gert með fínum árangri, en þannig var að ég var kominn á kaf í endurhleðslu þegar ég eignaðist Tikkuna mína og fannst eðlilegt að fara beint í að þróa hleðslur fyrir hana í stað þess að kaupa tilbúin skot.
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
Björn R.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:105
Skráður:10 Feb 2013 19:10
Fullt nafn:Björn Jensson
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Björn R. » 17 Feb 2013 16:28

Takk fyrir þetta allir. Greinilegt að maður kemur ekki að tómum kofanum hér.

Með kveðju
Björn Róbert Jensson
bjorn(hja)stopp.is
618-3575

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Feb 2013 10:35

en af sama toga hvað er twistið í þessun mauserum í 6 5x55 sem verið er að selja hér er mögulega að fara að hlaða í einn svoleiðis og eru ekki 140 graina kúlurnar fínar í þá ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af oliar » 18 Feb 2013 14:15

Þeir eru flestir frá 1/7.5 til 1/8.25 ef ég man rétt. Þá eru 140 grain flott :-).
Ef twistið fer yfir 1/9 þá þarf þú léttari kúlur.......
Kveðja. Óli Þór Árnason

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Feb 2013 14:23

Takk fyrir þetta
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af iceboy » 18 Feb 2013 20:36

Óli þú segir að ef twistið fer yfir 1/9 þá þarf léttari kúlur, en hvernig eru þá léttari kúlur að koma út almennt í þessum mauserum? t.d 120-125 gr kúlur, fara þeir sæmilega með þær?
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
oliar
Póstar í umræðu: 3
Póstar:53
Skráður:24 Feb 2012 09:38
Staðsetning:Reykjavík

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af oliar » 18 Feb 2013 22:25

Sæll Árnmar. Það eina sem ég hef lesið, mér til um án þess að hafa einhverja reynslu af Mauserum, þá komu þeir flestir með hraðara twisti en 1/8.5 og hafa flestir verið ánægðir með 140 og 142 grain í þá, en las grein um daginn sem sagði að þeir findust líka í 1/9 og þyrftu þá eitthvað léttari kúlur. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Reyndar er Tikkan mín með 1/8 og henni er nokk sama hvaða kúlu ég er með allt frá 95 grain uppí 156 grain (reyndar fyrir utan Norma 120 grain FMJ). Hins vegar eru hún ekki eins viðkvæm fyrir fyrir hvaða púður og hvaða hleðsla er undir þyngri kúlunum (+140 gain) á meðan léttari kúlurnar eiga flestar sína uppáhaldshleðslu og uppáhaldspúður............
Kveðja. Óli Þór Árnason

Kristmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Kristmundur » 18 Feb 2013 23:36

Eg er með bæði Sænskan 1896 Mauser og þann Danska sem Hlað er að selja, báðir eru með 8" twisti
Sá Sænski er í 6.5x55 en hinum er búið að breyta í 6.5-284 þeir eru báðir að skjóta mjög vel með 140 Amax sá Sænski er þó heldur nákvæmari eins og sést á meðfylgjandi skífu
Viðhengi
20130210_142142.gif
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Gisminn » 18 Feb 2013 23:44

Sá gripinn aðeins í kvöld og það stóð á honum 1934 og takk fyrir hugmyndina að kúlu :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Feb 2013 20:29

Jæja þannig fór um sjóferð þá það var skoðað hlaupið að innan í mauser í kvöld með hlaupsjá og því miður er það bara ónýtt.Mikið carbon mikil tæring og ryð en þá leita ég til ykkar sem þekkið og kannski eigið hlaup í 6,5x55 sem hægt er að setja á svona grip fyrir þennan félaga.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Kristmundur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:75
Skráður:30 Jul 2012 17:18

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Kristmundur » 22 Feb 2013 17:17

Rabbaðu við Arnfinn, hann gæti legið með hlaup af Mauser.
Kveðja.
Kristmundur Skarpheðinsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Feb 2013 22:42

Takk held að félaginn hafi reddað hlaupi hjá Hlað
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Mar 2013 21:25

Passaði hann er komin með hlaup frá hlað en það er með 9 twisti svo spurningin er þarf ég ekki að herða dálítið á kúluni frá 8 twisti og lumar einhver að góðri hugmynd að kúlu og hleðslu.
væri ekki verra ef hún sé frá Hornady
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af sindrisig » 14 Mar 2013 22:31

Hlaupið ónýtt?

Massaðu það, láttu skoða það aftur og vittu hvort það sé ekki óhætt að prófa að skjóta úr því. Það er ekkert víst að það sé ónýtt þó það hafi munað sinn fífil fegurri! Á sjálfur riffil með "ónýtu" hlaupi, get nú samt staðist skotprófið með honum á opnum sigtum.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 10
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Endurhelðsla 6.5 x 55 SE

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Mar 2013 22:39

Við gerðum það einmitt og ég held að kúlan hafi spólað á sumum stöðum þar sem rillurnar voru bara ekki lengur til staðar og það var sakaleg bletta og tæringarmyndun á öllum stöðum því miður
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara