Ýkjur framleiðenda á BC stuðli kúlna

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Hrafnjo
Póstar í umræðu: 1
Póstar:55
Skráður:03 Jan 2011 17:33
Ýkjur framleiðenda á BC stuðli kúlna

Ólesinn póstur af Hrafnjo » 03 Jan 2011 17:39

Sælir

Rakst á þessa grein um ýkjur framleiðenda á BC stuðlinum, sölutrikk segja þeir.
http://arxiv.org/ftp/arxiv/papers/0705/0705.0389.pdf

Kv,
Hrafn Jóhannesson
Akureyri
Kveðja,
Hrafn Jóhannesson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Ýkjur framleiðenda á BC stuðli kúlna

Ólesinn póstur af maggragg » 04 Jan 2011 20:02

Já þetta er áhugavert og sennilega rétt hjá þeim.

Ég nota mikið feriltöflur og það er frekar pirrandi að vita ekki hvað er réttur BC stuðull en eftir að eldflaugasérfræðingurinn (bókstaflega) Bryan Litz gekk til liðs við Berger bullets þá fór hann að mæla raunverulega BC stuðla kúlna og notaði G7 staðallinn í staðinn fyrir G1. Berger lækkaði uppgefna staðla hjá sér á öllum kúlum og var markmið fyrirtækisins að koma með réttar tölur frekar en að gefa upp eitthvað sem var of hátt. Var þetta rakið til þess að hugbúnaður var notaður til þess að reikna BC stuðlana út en hann yfirleitt ofmat BC stuðullinn.

Brian Lytz setti upp mælibúnað með þremur hraðamælum og reiknaði svo meðal BC stuðulinn milli 3000 og 1500 fps þar sem BC stuðull breytist með hraða sem getur líka útskýrt af hverju BC stuðlar hafa verið gefnir upp svona háir þar sem BC stuðull kúlu á 3000 fps er mun hærri en sömu kúlu á 2500 fps og kúlan heldur 3000 fps mjög stutt en auðvitað er hæsta gildið notað :)

Ég keypti mér bókina "Applied Ballistics for Long Range Shooting" eftir Brian Litz og mæli ég með henni fyrir alla sem hafa áhuga á þessum málefnum. Hann fer mjög djúpt í þessi fræði og svo rúsinan í pylsuendan er sú að hann hefur mælt "rétta" BC stuðla fyrir 175 vinsælustu kúlurnar á markaðnum, aðalega markkúlur bæði í G1 og G7 og notar hann þá meðaltals útreikning til að tölurnar virki fyrir sem flesta. Notendur sem hafa rætt um bókina eru sammála því að þessar tölur eru mjög nálægt því sem þeir eru að fá út þegar þeir eru að skjóta.

Til að undirstrika nákvæmnina í mælingum Litz mældu Lapua allar sínar kúlur með doppler radar og gáfu út drag töflur fyrir sínar kúlur og bjóða uppá ókeypis forrit á síðu sinn með nákvæmum ferlum sem byggjast ekki á BC stuðulum heldur hráum radarupplýsingum og því það nákvæmasta sem býðst. Litz bar saman sínar mælingaaðferðir við niðurstöður Lapua og voru hans mælingar vel ásættanlegar með þrjá hraðamæla. Lapua hefur hingað til gefið upp of háa BC stuðla eins og flestir en það virðist vera mikil breyting í vændum á þessu sviði eftir að Berger breytti stefnu sinni hvað þetta varðar því að margir versla kúlur frá þeim vegna heiðarleika þeirra hvað þessi mál varðar. Þeir hafa skrifað greinar á síðu sinni um þessi málefni og mistök sín og margt fróðlegt þar að sjá ásamt greinum á síðu Brians Litz. Einnig er gott að lesa spjallið á www.longrangehunting.com og www.accurateshooter.com til að fá fleirri vinkla á þessi mál.

Kv.
Magnús Ragnarsson



Heimasíða Brian Litz
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Svara