Primer að klikka

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Primer að klikka

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Mar 2013 22:05

Sælir var að skjóta áðan og reyna að finna ásættanlega hleðslu og var á réttri braut 4 skot komin og grúbban 17mm í 7 metrum 45°á hlið en þá kom það síðasta sem ég vonaði að ekki yrði flyer eins og í hleðsluni á undan. Þar var grúbban 13mm og einn fjári svo 2cm ofar en þá kom babbið primerinn sprengfi ekki og þvílík vonbrigði en ég verð bara að hlaða aftur og prófa.
En lendið þið oft í að primer klikki ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Mar 2013 22:42

Ég hef aðeins einu sinni lent í þessu... þegar ég dró kúluna úr og skoðaði púðrið þá hafði greinilega eitthvað brunnið... það voru slatti af brúnum kornum í púðrinu neðst í hylkinu... mér dettur í hug að þetta gæti hafa gerst hjá mér vegna þess að primmerinn hafi ekki verið nógu langt inn í primmer sætinu.

Nema hvellettan hafi verið gölluð... ég þorði ekki að slá kúluna úr, svo ég setti hylkið í pressuna og skrúfaði die-ann úr setti svo skotið upp í gegnum gatið á pressuni og tók utan um kúluna með töng og dró hana svoleiðis úr.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Mar 2013 23:01

Ég mun skoða þetta ég er með úrdragara ekki hamar.En það kom enginn hvellur né neitt bara pinna hljóðið
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Mar 2013 23:05

Sama hjá mér... það var heldur ekki hægt að sjá að kúlan hefði hreyfst neitt!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 Mar 2013 01:05

Atli Már hérna á spjallinu lenti í þessu síðast þegar við vorum að skjóta. Segið mér eitt. Er ekki einhver þumalputtaregla um hvað skuli gera þegar svona gerist?

Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni að maður ætti ekki að hreyfa riffilinn né taka skotið úr næstu 15-30 sek.

Er það vitleysa í mér? Lítil sem engin hætta kannski?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Mar 2013 07:33

2 mín minnir mig að hafi verið talað um
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Mar 2013 10:35

Ég hafði heyrt með haglarann 30 sek og mér brá það mikið að ég gerði ekkert í laaanga mínútu
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Hjölli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:27
Skráður:02 Jun 2012 21:55
Staðsetning:Kopavogur Iceland

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Hjölli » 22 Mar 2013 21:59

Hef lent í þessu nokkur skifti eg hef líka heyrt smellinn í pinnanum á undan hvellinum eins og
primerinn sé seinn aðallega með magnum primerum versta sem ég lenti í var að gata nokkra federal br primera
Hjörleifur Hilmarsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Gisminn » 22 Mar 2013 22:56

Búinn að taka kúluna úr og mikið rétt Stefán púðrið var ekki lengur í kornum og virkaði eins og salli.
Skrítið að heyra ekkert og eftir að ég setti þetta hér inn þá hef ég fengið nokkrar sögur og flestar af remington primerum en ég var með cci
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Valdi Birgisson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:10 Dec 2012 21:43

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Valdi Birgisson » 22 Mar 2013 22:59

Ég hef lent í því sama og Hjörleifur nema með CCI BR4 hef gatað eina 10 primera
Sigurður Valdimar Birgisson
gizmopjakkur@gmail.com

User avatar
atlimann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:21 Jun 2012 18:23
Staðsetning:Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af atlimann » 22 Mar 2013 23:46

Ég lét Hlað hlaða fyrir mig um daginn og þeir notuðu CCI primer.
Svo fórum ég og Tóti út á skotsvæði í Höfnum og eftir nokkur skot þá lendi ég þessu, það kom bara pinna hljóð og mark í primerinn, mér fannst þetta frekar sérstakt því maður hefur heyrt að þetta sé algengara með verksmiðju framl. skot.

ég var mikið að spá í því að fara með það upp í Hlað og leifa þeim að sjá þetta, þó svo að ég efist um að eitthvað verði gert meira.
Atli Már Erlingsson
Verkfæri
Benelli Super Black Eagle II Lefty
Remington 870 SPS Camo
Sauer 202 Classic cal. 6.5x55 Lefty m/ Zeiss Victory Diavari 3-12 x 56 T

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 23 Mar 2013 20:47

Ég lennti í því að 5 primerar í röð sprengdu ekki hjá mér í móti í fyrra, ég varð náttúrulega að gefa kverju skoti sinn öryggistíma áður en nýju var rennt í þó það bitnaði svoldið á skorinu.
Þessir primerar voru allir með eðlileg pinnaför og komu allir úr sama pakka en honum var fargað hið snarasta, aðferðin sem ég notaði við að tæma hylkin var kúluhamarinn, kvellhettan var síðan pilluð úr með RCBS dianum í RCBS pressunni(ofurrólega samt), púðrið var alveg eins og nýtt og fór aftur í baukinn.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Mar 2013 21:08

Hjá mér er eins og það hafi glóðað og brunnið en gerst svaka hægt og kakan var brunnin og sótug reyndar full af sóti eða salla, ösku eða álíka
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 02 Apr 2013 23:28

Sæll Gismi, telur þú að WD40 eða eittkvað svipað efni hafi getað úðast yfir þetta eina skot?
Ég var að lesa bók eftir sérfræðing í Ruger 10/22, sá hefur lent í að eyðileggja skot(púður í skotum) með þrifum.
þarna er náttúrulega átt við 22.LR en hann vill meina að púðrið hafi ekki brunnið heldur rétt náð að glóðast en þó nóg til að 22.kúlan fór inní hlaupið hjá honum og sat þar föst.
Málið er að það er mjög erfitt að þrífa Ruger 10/22 og eiginlega ekki hægt öðruvísi en að taka hann allann í sundur en margir reyna að þrífa þá með því að úða WD40 inní hlaupið og bursta síðan framanfrá, það gerði þessi maður semsé og var með magasínið í og fullhlaðið í þokkabót en WD40 er mjög smigið efni og það lak gegnum hlaupið, yfir skotin í magasíninu og náði að smjúga inn að púðri og eyðileggja það.
Þessi sérfræðingur segist þekkja mörg dæmi sem þetta og sum verri því stundum hafa menn ekki áttað sig á því að síðasta skot hefði skilið kúluna eftir í hlaupinu og skotið öðru, þurft þá að pakka saman og komast í verkfæri til að rífa allt í sundur og reka síðan báðar kúlurnar áfram í gegnum hlaupið með tilheyrandi æfingum.
Bara pæling.
Þ.B.B.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Primer að klikka

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Apr 2013 23:45

Sæll og takk fyrir þessa ábendingu og ekki vil ég útiloka neitt þó mér þyki það ólíklegt.
Ég reyndar þríf hylkin og strýk af rifflunum og haglaranum með tusku sem ég hef sprautað wd40 í en held að það sé harla ólíklegt að það hafi náð að smjúga inn en þetta getur verið einhverjum víti til varnaðar,
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara