Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Apr 2013 19:40

Sælir eins og hausinn segir þá er ég að leit að góðri hleðslu fyrir þetta cal og er nú með 130gr
nosler BT og einhvernveigin dansa í kringum ásættanlegt en ekki meira.
eins er ég að prófa 120gr A-Max Hornardy kúlur í 6,5x55 og það er óþolandi hve nálægt ég er.
4 kúlur 11mm en svo kemur 1 og grubban er 3cm í heild.Búinn að prufa nokkrar hleðslur og líka kúlusetningar og útkoman er alltaf sú sama annaðhvort úti um allt eða 4+1 pirrandi því mig langar mikið að nota Hornardy svipaða nosler BT eiginleikunum með sömu nákvæmni.
Fór að lengdamæla kúlurnar með hólk svo lengd frá öxlum að enda eru þrjár lengdir 17,00 svo 17,07 og að endingu 17.11.
Getur verið að flyerinn sé sú stutta eða skiptir þetta engu ef kúlusetningin er eins.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Apr 2013 20:33

Það geta nú verið fleiri þættir sem spila inn í, heldur en bara kúluteg. eða kúlusetning.
Hylkin geta verið, og eru oft misjöfn. Mismunandi hálsþykkt getur orsakað flyera.
Mismunandi þyngd hylkjanna,og svo er spurning um ástand dæjanna.
Góður kostur væri að fá Wilson dia til að fá hámarks árangur við þrengingu og kúlusetningu.
Ekki raunhæft að ætlast til að ná b.r. nákvæmni út úr veiðiriffli með venjulegum hleðslugræjum, og venjulegum hleðsluaðferðum
Ég hef til dæmis keypt hágæða diasett frá Forster, og Redding, en diarnir hafa verið gallaðir.
Sá það fljótt á custom riffli að eitthvað mikið var að, og reyndust diarnir sökudólgarnir
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Apr 2013 20:59

Takk Gylfi en er með nosler 120 sem ég er að fá góðar grúbbur í 6,5x55 en er með stæla við 120 Hornady kúlurnar enda eru þær mikið styttri.Er með micro setjara frá Hornady fyrir 6,5
En reyndar þurfti að massa aðeins kúlusetjarann fyrir 270 hann var svo beyttur að hann markaði í kúlurnar en laus við það núna og hann var ekki massaður það mikið að hann hætti að þrýsta á axlirnar búið að skoða það.
En ég leitast við að vera með 14-18mm grúbbur úr 6,5x55 og tekst það með Nosler en Hornardy er bara helmingi ódýrari.
En ég hreinlega þekki ekki hvað maður á að búast við góðum árangri af 270.Sagt virkilega gott veiðicaliber en hef hvergi séð einhvern segja að það sé nákvæmt.
Það er ég að fiska eftir
Síðast breytt af Gisminn þann 02 Apr 2013 21:22, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Apr 2013 21:06

Það er nú lika málið Steini. 270 win er líklega frekar sjaldséður gestur á skotmótum, þar sem mikillar nákvæmni er krafist, þó svo það sé mjög gott veiðikal.. til veiða á stærri dýrum :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
oskararn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:30
Skráður:18 Dec 2012 11:35
Fullt nafn:Óskar Arnórsson
Staðsetning:Akranes

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af oskararn » 02 Apr 2013 21:30

Þetta minnir mig á það sem að einn góður Þingeyingur sagði við mig forðum: Þetta er ekki svo nogið með góðri haglabyssu!

Ég er með Sako 75-6,5x55, nota 140 Sierra Spitser í veiði, með N160Wit púðri og var með 40 á veiðiprófsskífu í fyrra. Setti núna N150Wit og fæ liðlega 44 á skífuna með sömu verkfæri, hylki og forsendur. Bókin segir aðeins minni hraða en grúbban var flott. Um 80% af max.
Það sem ég þekki af 6,5 með tvist 8 til 8,5 eru kúlur undir 130 ekki að virka.
Það þarf hver að finna sitt.
Óskar Arnórsson, Akranesi
oskararn@gmail.com

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af karlguðna » 02 Apr 2013 22:44

sælir allir , segið mér varðandi 270 cal. afhverju ætti það cal ekki að vera jafn nákvæmt og önnur cal.
ef frá er talið að menn noti það síður vegna hávaða og bakslags ? er ekki hægt að hlaða nákvæmt í það ??
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Apr 2013 22:50

Takk fyrir þetta Óskar :-) en hef ekki prufað þyngra en 120 en honum semur fjandi vel við 120 og 100gr Nosler Bt kúlurnar.Er með 8 twist en það eina til að fá þær nákvæmar var að hægja vel á þeim en jú meira fall en fyrir mitt leiti þá er það ekki svo nogið ég bara lærði á það en treysti þeim á gæs út á 400 metra
En hefði ég kannski frekar átt að fara í 123 A-Max til að vera á pari við 120 Nosler ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Apr 2013 22:52

Ég vil svara spurningu Karls Guðna með annarri.... hvað önnur kal?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af karlguðna » 02 Apr 2013 23:02

308, 6,5x55 6,5x47 ég er nú bara nýlega kominn með riffilbakteríuna og hún ágerist hratt og spurningarnar eru margar en ég skil ekki af hverju eitt cal. er með allt aðra eiginleika en annað ef hægt er að leika sér með púður-hleðslur og kúlustærðir en það væri gaman að fá eitthvað vit í þetta í minn trega haus
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 5
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af gylfisig » 02 Apr 2013 23:20

Kaliber eru mismunandi nákvæm, eins og þau eru mörg.
Það hafa liklega fáir smiðað sér benchrest riffil í 270 win.
Af hverju er 6 ppc nánast einrátt í 100-200 m keppnum?
6 MM Br Norma kemst nálægt því.. ótrúlega keimlikt hylki að lögun. Af hveju skyldi það vera?
Lögun hylkjann skiptir miklu máli. Púðurmagn mv. rúmmál, osfrv.
Þannig er þetta bara. Sum kaliber eru einfaldlega nákvæmari en önnur.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Þ.B.B.
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:26 Ágú 2012 16:53

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af Þ.B.B. » 02 Apr 2013 23:51

Sæll Gismi, hefurðu prófað að vikta kúlurnar og flokka eftir þyngdum?
Þ.B.B.
Kv. Þorsteinn B. Bjarnarson.
monark@internet.is

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af GBF » 03 Apr 2013 00:16

Varðandi 270 Winchester og nákvæmni (eða skort á), þá er þetta ágæta hylki bara því marki brennt að afskaplega lítið er til af matchkúlum fyrir það. Eins hafa fáir framleiðendur boðið upp á riffla með þungum hlaupum og öðrum góðum búnaði fyrir 270W.

Þar sem lítið er til af því sem þarf þá verður samanburður við t.d. 308W, 6.5x55 og fleiri vinsæl keppnishylki svona eins og epli og appelsínur.

270 Winchester er hið fínasta veiðikaliber
Georg B. Friðriksson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af konnari » 03 Apr 2013 15:34

Burt séð frá því hvaða kaliber um er að ræða eru því takmörk sett hvað hægt er að ætlast til að ná mikilli nákvæmni út úr venjulegum verksmiðjuframleiddum veiðiriffli. Bara allra bestu riffla framleiðendur treysta sér til að ábyrgjast tommu grúbbu á 100 metrum beint úr kassanaum eftir því sem ég best veit. Að ætlast til að skjóta gat í gat úr venjulegum veiðiriffli er ekki alveg raunhæft........enda ekkert að gera með slíkt í sjálfum sér, hinsvegar er alltaf gaman að eiga nákvæma riffla og mér persónulega finnst ekkert varið í annað.
Síðast breytt af konnari þann 04 Apr 2013 09:17, breytt í 1 skipti samtals.
Kv. Ingvar Kristjánsson

karlguðna
Póstar í umræðu: 3
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af karlguðna » 03 Apr 2013 17:32

ég verð að byðja Þorstein afsökunar á að afvegaleiða þráðinn en á sjálfur einmitt tvo riffla í þessum kaliberum og hefði viljað sjá kvað menn ráðleggja hér varðandi hleðslu í þau, eins væri gaman að vita
hvaða púður og magn þú þorsteinn notar í þessar hleðslur sem þú ert í vandræðum með. ?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af Gisminn » 03 Apr 2013 20:27

Besti árangurinn sem ég hef náð fyrir annan af þessum 2 vandræðapésun sem ég er að hlaða fyrir var í Tikku og er þessi
Nosler 150 BT Remington hylki N160 52,6 Grain COL 83,4-83.5 mm (69,25 Með Hólk) Skilar 16-18 mm grúbbum á 100 metrum
næstbesta í hann var
Nosler 150 BT Remington hylki N560 56 Grain COL 83 mm

En Howan sem ég er að reyna að fá góða er með Norma hylki og það skásta er 56,7 með N160 COL 83 En hún er svo óstöðug er að grubba frá 14mm 1 grubba en aðrar grúbbur með öll minstur frá lágréttri línu og 24mm upp í kassalaga munnstur með samt svipuðu 24-28mm
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
skepnan
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:01 Apr 2012 12:35

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af skepnan » 05 May 2013 04:27

Sæll Steini, ég datt um þetta á alnetinu meðan ég beið eftir því að næsti rollurass gerði eitthvað skemmtilegt :D
http://benchrest.com/archive/index.php/t-66901.html
Þarna keppast menn hver um annan þveran að dásama 270 sem nákvæmnisverkfæri :lol: vonandi hefur þú gaman af þessum pælingum ;)

Kveðja Keli
Þorkell D. Eiríksson
keli.skepnan@gmail.com
Fljótsdalur í Fljótshlíð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af Gisminn » 05 May 2013 13:14

Skoða þetta í góðu tómi en þá verð ég að fjárfesta í USA púðri :-) Sem er askoti dýrt 454 gömm á 9.885 kr sama hvaða tegund
http://www.veidimadurinn.is/Default.asp ... 42&vID=537
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

marin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af marin » 05 May 2013 17:27

Sælir, ég tók eftir á þessu 270 cal spjalli að þeir eru að nota cci 250 magnum, er það allt í lagi?

Hvað eru menn annars að nota cci 200 eða cci br2 ?
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af Gisminn » 05 May 2013 17:29

Ég hef verið með cci 200
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 11
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Grúbbu spurning með 270 Win og 6,5x55

Ólesinn póstur af Gisminn » 02 Jun 2013 19:17

Jæja ég er komin með ásættanlega hleðslu fyrir þennan 270 vandræða pésa :-)
Í gær var grúbban á 100 metrum eftir að hafa dregið af 7mm heilir 6mm og voru aðstæður góðar logn og 12 stiga hiti samkvænt bílnum
Í dag var grubban 14mm og aðstæður aðeins öðruvísi enda grubban 1,5cm hærri en í gær
Hitinn 18 stig og breytilegur andvari sem náði samt ekki 2m/sek held ég.
6,5xmm gerði 11mm í gær en 22mm í dag og var líka 1cm hærri
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara