.22-250

Allt tengt endurhleðslu. Kúlur, hylki, púður og ýmis tæki og tól
Reglur spjallborðs
Allar upplýsingar um hleðslutölur eru án ábyrgðar og hver sem hyggst nýta sér þær skal fylgja öryggisreglum um hleðsu skotvopna og ávalt byrja á lágmarkshleðslu og vinna sig upp.
User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur
.22-250

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 21 Apr 2013 14:05

Sælir.
Hreinlega trúi því varla að ég sé að skirfa þetta helv..... En lumar einhver á góðum hleðslum í þetta cal. helst fyrir alhliða kúlu eins og td Sierra Blitz 50 grn (ekki Blitsking) eða eh. svipað.
Riffilinn er Remmington 700 ADL með léttu hlaupi veit ekki tvist enn, hylki eru PMC, primer CCI eða Rem, púður helst VV.
baikal(a)orginalinn.is eða 8691759 ef menn vilja það frekar.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

EBJ
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:26
Skráður:10 Dec 2012 16:32
Staðsetning:Sauðárkrókur.

Re: .22-250

Ólesinn póstur af EBJ » 21 Apr 2013 14:58

Sæll.

Remminn er með 1 in 14" twist...
Kv.
Erlingur B Jóhannesson.

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: .22-250

Ólesinn póstur af gylfisig » 21 Apr 2013 18:18

Sæll Jón.
Ég notaði 22-250 í nærri 20 ár og líkaði mjög vel við þetta kal.
Ríkishleðsla við 52 grs Sierra MK kúluna voru 36,0 grs af IMR 4064.
Held að sú hleðsla hafi virkað í velflesta riffla i 22-250.
Nú veit ég ekki betur en amerísk púður séu að koma í Veiðihornið núna á næstunni.
Spurning að kanna það hvort IMR 4064 er þar á meðal.

Ég hef ekki hlaðið í 22-250 síðan VV púður var fáanlegt, en spurning hvort menn eru að nota N-135 eða N-140.
Nú sýnist mér að N-135 sé nokkuð nálægt því að vera á pari við IMR 4064.
Er ekki málið að prófa eitthvað í kríngum 35 grs. og vinna sig út frá því.
En sem sagt.... 36 grs af IMR 4064 við 52 grs MK. var ríkishleðslan.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: .22-250

Ólesinn póstur af petrolhead » 21 Apr 2013 21:38

Heyrðu fóstri, þú manst svo þessar tölur frá Gylfa vel og vandlega þannig að ég geti haft not af þeim þegar ég er búinn að fá mér þetta cal. aftur ;)
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Gunnar Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:71
Skráður:16 Jun 2012 06:16
Fullt nafn:Gunnar Óli Kristjánsson
Staðsetning:Akureyri

Re: .22-250

Ólesinn póstur af Gunnar Óli » 22 Apr 2013 02:34

Sælir/Sælar

Það sem var hlaðið fyrir mig var 33, 34 og 35 gr. 50 gr berger. 33gr var að koma best út! Veit ekki hvernig púður var notað en riffilinn er gamall rem 788.

Kv. Gunnar Óli
Gunnar Óli Kristjánsson
murtur525@gmail.com
ef þú átt gamlan cal. 22 þá er ég að safna þeim ;)
(það er betra að spyrja og vera asni í einn dag en að spyrja ekki og vera asni alla ævi)

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: .22-250

Ólesinn póstur af Garpur » 22 Apr 2013 09:15

Sæll,. ég hef hlaðið í nokkra 22-250, kúluþyngdir 50-55 grs oftast, notað N-140 púður, annars hefur hleðslan þróast eftir einstökum riffli, þó hefur mér fundist að Rem rifflarnir þoli betur heitari hleðslur en aðrir, og þá léttari kúlur En svo koma frávikin....
Kv. Garðar Páll Jónsson

Svara